Selfosskirkja á 60 ára vígsluafmćli nú á föstudaginn langa

Sr. Sig­urđur Páls­son, sókn­ar­prest­ur í Hraun­gerđi og á Selfossi, vígslu­biskup Skálholts (d. 1987), var  mikill kirkju­höfđingi og einn ţeirra sem stuđluđu ađ end­ur­vakn­ingu mess­unnar í kirkju­lífi Ţjóđ­kirkj­unn­ar, og veitti ekki af. Ţađ gerđi hann m.a. međ sinni fallega útgefnu messubók, međ áherzlu á altaris­sakramentiđ og anda frum­kirkjunnar. Var hann ásamt mönnum eins og sr. Arngrími Jónssyni í Odda, síđar í Háteigskirkju, og syni sínum sr. Sigurđi Sigurđarsyni (einnig vígslubiskupi og bú­settum ţá í Skálholti) ötull viđ rannsóknir á sögu messunnar og skrif í ţví skyni ađ endurvekja upphaflegan anda hennar í kirkjunum.

Svo mćlti Sigurbjörn Einarsson biskup í rćđu sinni á prestastefnu 1972, eftir ađ Sigurđur hafđi látiđ af störfum sem sóknarprstur og vígslubiskup: 

Sr. Sigurđur Pálsson hefur veriđ svipsterkur og litríkur fulltrúi stéttar sinnar, manna mćlskastur og jafnan vekjandi í viđrœđum. Kirkjunnar mađur og elskhugi hefur hann veriđ frá ungum aldri og međ árunum orđinn fróđastur manna hérlendis í ýmsum kirkjulegum frœđum, einkum í litúrgískum efnum.

Hátíđarmessa fór fram í Selfosskirkju í gćr í tilefni 60 ára vígsluafmćlisins, og var ţar margt manna saman komiđ, m.a. tveir synir Sigurđar Pálssonar, en látinn er valmenniđ Sigurđur sonur hans, sem ţjónađi einmitt Selfoss­kirkju, áđur en hann fćrđi sig um set til Skálholts. Ţarna var m.a. prófessor Gunnlaugur A. Jónsson, sem var í miklu vinfengi viđ ţá feđga, bćđi á Selfossi og Reykhólum, ţar sem Sigurđur eldri bauđ sig fram til ţjónustu eftir ađ hafa fullnađ öll sín ţjónustuár syđra, en dr. Gunnlaugur var međal ţeirra, sem fluttu ávörp viđ hátíđarmessuna. Ţar hefđi kannski einhver viljađ vera sem fluga á vegg – nei, ađ sitja á međal góđs fólks!

Stefanía Gissurardóttir og sr. Sigurđur Pálsson.

Einnig undirritađur kynntist ásamt öđrum gestrisni ţessara feđga og eiginkvenna ţeirra, Sesselju heitinni Gissurardóttur (mynd ţessi af ţeirri höfđingskonu međ sr. Sigurđi eldra sést betur í viđtengdri frétt Mbl.is) og frú Arndísi Jónsdóttur (sem er reyndar ţremenningur viđ neđan­greindan) á heimilum ţeirra á Selfossi og í Skálholti. Einnig stendur mér heimsókn sr. Sigurđar Pálssonar í guđfrœđideild HÍ enn fyrir hug­skots­sjónum. En samherji var hann, međ sínum sérstaka hćtti ţó, herra Sigurbjarnar Einarssonar biskups í endurreisn kenningartrús kristindóms í Ţjóđkirkjunni, eftir ađ nýguđfrœđin hafđi herjađ ţar lengi á hugi manna. En nú er reyndar aftur sú vá fyrir dyrum, ađ ofurlíberal lausungar-guđfrœđi (ef guđfrœđi skyldi kalla ađ sumu leyti) er orđin helzti frek tízkustefna ţessa áratugar í sömu guđfrœđideild, sem heitir raunar öđru nafni nú.

HÉR á vefnum góđa, timarit.is, sjá menn S.P. getiđ á mörgum stöđum í Kirkjuritinu, tímariti Prestafélags Íslands, á árabilinu 1972-2004 (velja má víđara tímasviđ í leit, en Kirkjuritiđ hóf göngu sína 1935 og kemur enn út, ađ vísu í mjög breyttri mynd og fátt orđiđ um ýtarlegar greinar ţar, svo ađ undir­rituđum ţykir vart taka ţví ađ kaupa ţađ, en gerir ţađ ţó af gömlum vana).

Ef menn leita vel og af ţolinmćđi í ţessu hefti Kirkjuritsins 1978, ţá finna ţeir ţar til dćmis greinar eftir ţá feđgana, Sigurđana báđa, og nefnast ţćr: Fórnarsöngur eftir Sigurđ eldra (bls. 69–70) og Tíđasöngur í Lögumklaustri eftir Sigurđ yngra (hefst á bls. 36). En til ađ kynna sér ýtarlega ritskrá ţeirra geta menn leitađ í Guđfrœđingatal hiđ nýjasta.

Jón Valur Jensson.


mbl.is 60 ár frá vígslu Selfosskirkju
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Des. 2019
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri fćrslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (11.12.): 1
 • Sl. sólarhring: 21
 • Sl. viku: 594
 • Frá upphafi: 471614

Annađ

 • Innlit í dag: 1
 • Innlit sl. viku: 499
 • Gestir í dag: 1
 • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband