Fleiri varðveizlustefnumenn í Hæstarétt USA

 

Sá er vilji Trumps, sem hann sýnir nú sem jafnan í verki. Varð­veizlu­stefna er það sem í raun er átt við með con­serv­a­tism, að varð­veita góð gildi, til dæmis kristin lífs­gildi.

Flott er val Trumps á Neil Gor­such í emb­ætti dóm­ara í hæsta­rétti, mikil­hæfur er hann, snjall grein­andi máls­ástæðna og rökvís í ályktunum, mikils metinn og auðsjáanlega mjög hæfur til starfsins, en á líka ævina fyrir sér, aðeins 49 ára og yrði sá langyngsti í réttinum þar sem fyrir eru þrír um áttrætt, þar af tveir tilnefndir af Clinton og einn af Reagan! Gorsuch gæti orðið álíka langsætinn í réttinum.

Og Trump fær áfram tækifæri til að snúa meirihluta dómara í hæstarétti til stuðnings við lífsrétt ófæddra, og væri ekkert meiri gleðitíðindi þaðan. Hann er maður sem stendur við sín kosningaloforð og lætur ekki undan þrýstingi ódælla vinstri manna og heimskrar "pólitískrar rétthugsunar" og sýndi þetta tafarlaust með því að skrúfa fyrir alríkisframlög til fósturvígssamtaka eins og Planned Parenthood sem flutt hafa út sína dauðastefnu til að grisja í því sem stofnandi PP leit á sem óæðri kynþætti. En sú Margaret Sanger valdi sér þýzka nazistaforingja að bréfavinum og pólitískum samstöðuhópi.

PS. Ágæt skilgreining á varðveizlustefnunni (leturbr. JVJ):

Conservatism encompasses a wide variety of practical approaches to, and theoretical articulations of, political action. As its name suggests, conservatism is devoted to the conservation of something thought to be good, be it a tradition or a political order ..." (Encyclopedia of Religion in American Politics, edd. Schultz, West and Maclean, Oryx Press, Phoenix, Arizona, 1999, s.v. Conservatism, bls. 63; hafa mætti þessa tilvitnun mun lengri, þar sem nefndar eru undirdeildir þessa hugtaks, en þetta verður að nægja að sinni.)

Jón Valur Jensson.


mbl.is Íhaldsmaður í sæti dómara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Nóv. 2019
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.11.): 2
 • Sl. sólarhring: 46
 • Sl. viku: 734
 • Frá upphafi: 469958

Annað

 • Innlit í dag: 2
 • Innlit sl. viku: 658
 • Gestir í dag: 2
 • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband