Burt með áfengisauglýsingar í fjölmiðlum og fyrirhugaða sölu áfengis í matvöruverslunum hér á landi!

Nú liggur fyrir, enn eina ferðina, frumvarp á Alþingi um sölu áfengis í verslunum. Slíkt er varla lengur fréttnæmt nema ef vera skyldi fyrir þær sakir að nú fjallar frumvarpið ekki eingöngu um sölu áfengis í verslunum, heldur er þar einnig gert ráð fyrir að auglýsingabann á áfengi verði afnumið.

Það eru engin ný sannindi að aukið aðgengi og auglýsingar eru þeir þættir sem hafa hvað mest áhrif á neyslu. Aukið aðgengi með tilheyrandi auglýsingaskrumi mun auk þess hafa hve mest áhrif á þá hópa samfélagsins sem eru hvað viðkvæmastir fyrir slíku, ekki síst börn og ungt fólk.

Rannsókn Evrópusambandsins (EU), Alcohol and Health Forum, leiddi í ljós að séu áfengisauglýsingar leyfðar, hefur það áhrif á unglinga. Í ljós kom að þeir unglingar sem eru byrjaðir í neyslu áfengra drykkja auka þá neyslu sína á áfengi. Einnig er skýr fylgni milli þess magns áfengisauglýsinga sem ungt fólk horfir á og hversu mikið það eykur neyslu sína.

Alþjóða-heilbrigðisstofnunin (WHO) hefur kannað áhrif áfengisauglýsinga á neytendur. Stofnunin dregur athygli sérstaklega að ungu fólki í því samhengi. Það má á engan hátt vanmeta þau áhrif sem áfengisauglýsingar hafa á ungt fólk. Alþjóða-heilbrigðisstofnun mælir með banni á auglýsingum áfengis í stefnu sinni.

Hingað til hafa áfengisauglýsingar verið með öllu bannaðar hér á landi, en Rúv sem að öllu jöfnu ætti að umfaðma íslenska menningu og sýna þjóð sinni, ekki síst ungu fólki, virðingu, hefur brugðist stórlega að því leyti og hefur sniðgengið þau augljósu og ekki síst þau siðferðilegu skilaboð sem felast í 20. gr. áfengislaga um bann við áfengisauglýsingum.


Áfengislög nr. 75/1998; 20. gr. um auglýsingar.
Hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum eru bannaðar. Enn fremur er bannað að sýna neyslu eða hvers konar aðra meðferð áfengis í auglýsingum eða upplýsingum um annars konar vöru eða þjónustu.

Vill undirritaður benda á að börn og ungmenni eiga rétt á að alast upp vernduð fyrir neikvæðum afleiðingum áfengis- og vímuefnaneyslu og markaðssetningu á áfengum drykkjum, eins mikið og mögulegt er. Það er kominn tími til að yfirstjórn Ríkisútvarpsins grípi í taumana og sjái til þessa að Ríkisútvarpið standi undir nafni sem virðuleg menningarstofnun í siðuðu samfélagi. Getur verið að RÚV skilji ekki, eða geri sér grein fyrir samfélagslegri ábyrgð sinni, ekki síst gangvart börnum og ungmennum?

Vill undirritaður og Kristin stjórnmálasamtök einnig skora á Alþingi að veita þessu frumvarpi ekki brautargengi, bæði hvað varðar sölu áfengra drykkja í verslunum og afnám banns við áfengisauglýsingum. Viljum við minna þingmenn á ríka ábyrgð sína og skyldur gagnvart velferð barna og ungmenna í samfélaginu, ábyrgð og skyldur sem vega mun þyngra en þeir ýtrustu viðskiptahagsmunir sem þetta frumvarp gengur út á að innleiða.

Steindór Sigursteinsson.


mbl.is Ítrekar andstöðu við áfengisfrumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Des. 2019
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (11.12.): 1
 • Sl. sólarhring: 21
 • Sl. viku: 594
 • Frá upphafi: 471614

Annað

 • Innlit í dag: 1
 • Innlit sl. viku: 499
 • Gestir í dag: 1
 • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband