Kristsmenn, krossmenn

Kristnin í landinu hefur misst mikið af ljóma sínum undanfarin ár. Liggja til þess margar ástæður, sem allar lúta að aukinni efnis­hyggju, en minni trúhneigð til and­legra iðk­ana og hlýðni við guðleg boð­orð.

Aukin hætta steðjar orðið að kristn­inni frá öfl­um í Evr­ópu, sem krefj­ast þess, að kristnir menn taki niður krossa sína af kirkjum, af hálsfestum sínum og nemi burt krossmerki þjóðfánans. Undanlátssemi stjórnvalda og kirkjunnar óttast ég mest, sem stafar orðið af minni trúarhita, hnignandi kristinni sannfæringu og dvínandi trúrækni.

Vegna fráfalls frá guðsorði, kristinni þjóðarhefð og trú á Guð, eiga önnur öfl og trúarbrögð greiðan aðgang að menningu vorri, hefðum og gildum. Ég veit ekki betur en að Íslendingar hafi haft gott af kristni og kirkju undanfarinna áratuga, áður en vantrúin, fráfallið og efnishyggja samtíðarinnar fóru að hafna boðorðum Guðs með auknu umburðarlyndi við guðslagabrjóta og fóru að boða nútímalegar mannasetningar þeirra í stað.

Nýja testamentið, sem mér var gefið af Gídeonfélaginu í barnaskóla fyrir bráðum hálfri öld, er á skrifborði mínu þegar þetta er skrifað. Borgaryfirvöld hafa bannað að því sé dreift til barnaskólanema. Þessi litla bók hefur verið mér til mikilla blessana í lífinu, enda einnig nefnt: Hið lifandi orð og Guðsorð. Það er æðri leiðarvísir fyrir lífið með áherslu á góða breytni manna, en fyrst og fremst hjálpræðisáform Guðs í Kristi Jesú, fyrir mannkyn þessarar jarðar.

Í því segir m.a.: "Guð hefur gefið oss eilíft líf og þetta líf er í syni hans," og "vér erum í hinum sanna Guði fyrir samfélag vort við son hans Jesúm Krist." (1. Jóhannesarbréf 5:11 og 5:20)

Það er á ábyrgð okkar kristinna manna, sem enn höldum á lofti merki krossins, að standa vörð um kristnina í landi voru. Til þess verðum við að útbreiða trúarjátningu vora, trúarhefð og ekki síst útbreiðslu guðsorðsins um Fagnaðarerindið. Það myndi auka fögnuð og frið í samfélaginu af allt annarri stærðargráðu en veraldarhyggjan hefur uppá að bjóða og hefur ráð og tök á.

Í Testamentinu okkar segir: "Trú þú á Drottin Jesúm og þú munt hólpinn verða og heimili þitt." (Postulasagan 16:31)

 

Einar Ingvi Magnússon


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Nóv. 2019
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.11.): 17
 • Sl. sólarhring: 17
 • Sl. viku: 749
 • Frá upphafi: 469973

Annað

 • Innlit í dag: 15
 • Innlit sl. viku: 671
 • Gestir í dag: 15
 • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband