Jónsmessa

Í dag er hin ţriđja og síđasta ár­lega Jónsmessa: Fćđingardagur Jóhannesar skírara, eini fćđ­ing­ar­dagur dýrlings sem hald­inn var helgur. Margar kirkjur á Íslandi voru fyrrum helg­ađar Jó­hannesi skír­ara; hann var m.ö.o. nafn­dýrlingur sautján guđs­húsa og vernd­ar­dýrlingur tíu. Jóns­messa var numin úr tölu íslenskra helgidaga áriđ 1770. Í alţýđu­trúnni lifđi hún ţó áfram, eins og margar fornar hátíđir úr kaţólskum tíma, sem lagđar höfđu veriđ niđur upp úr siđbreytingu.

Jónsmessur á Íslandi eru annars ţrjár, sú er áđur er nefnd, en síđan er til Jónsmessa Hólabiskups á föstu, 3. marz, haldin í minningu ţess ađ ţann dag áriđ 1200 voru bein Jóns Ögmundssonar tekin upp. Jónsmessa Hóla­biskups um voriđ, hin síđari, 23. apríl, er andlátsdagur Jóns Ögmundssonar 1121. Ţennan dag áriđ 1000 fór líka fram á Ţingvöllum kristnitakan á Íslandi.

Samkvćmt íslenzkri ţjóđtrú á ţađ ađ vera afar hollt ađ velta sér upp úr dögginni á Jónsmessu­nótt, hvort sem fólk veltir sér upp úr henni nakiđ eđa gengur í henni berfćtt, og ţá er helst von til ađ finna svokallađa náttúrusteina svo sem óskasteina og hulinshjálms­steina og tína grös til lćkninga.

Sumarsólstöđur voru fyrir ţremur dögum, en vegna skekkju í júlíanska tímatalinu var Jónsmessa lengi talinn lengsti dagur ársins.  Sumarsólstöđur eru ţegar sól kemst lengst frá miđbaug og sólargangur er lengstur. Nafniđ sólstöđur mun vísa til ţess, ađ sólin stendur kyrr, ţ.e. hćttir ađ hćkka og lćkka á lofti.

Heiti dagsins er komiđ af nafni Jóhannesar skírara; ţetta er fćđingardagur hans og messudagur. Áđur fyrr nefndist hann í íslenskum heimildum Jóan baptisti eđa skírari, og einnig Jón, međ sömu viđur­nöfnum. Í bókinni Nöfn Íslendinga, eftir Guđrúnu Kvaran og Sigurđ Jónsson frá Arnarvatni, segir um nafniđ Jóhannes: „Nafniđ er sótt til Biblíunnar og er hebreskt ađ uppruna ... og merkir eiginlega „guđ hefur sýnt miskunn“ ... Af ţessu nafni eru leidd nöfnin Jón, Jóhann, Jens, Hannes, Hans.“

Jóhannes skírari var frćndi Jesú í móđurćtt og jafnaldri hans ađ kalla, ekki nema um sex mánuđum eldri. Foreldrar hans voru ţau Sakaría prestur og Elísabet, en hún var fram ađ ţví „óbyrja, og bćđi voru ţau hnigin ađ aldri,“ eins og segir í Lúkasarguđspjalli 1. kafla. "Dag einn, ţegar Sakaría er ađ fćra reykels­isfórn, birtist honum Gabríel erkiengill međ ţau tíđindi, ađ Guđ hafi bćnheyrt ţau hjónin, Elísabet muni verđa ţunguđ og fćđa son og eigi hann ađ fá nafniđ Jóhannes." Spámannlega köllun fékk hann um 27-29 e. Kr. eđa svo, hafandi ţá veriđ lengstum í óbyggđum Júdeu, bíđandi eftir merki frá Guđi. Hann gekk ţar um í klćđum úr úlfaldahári, gyrtur leđurbelti um lendar sér, og nćrđist á engisprettum og villihunangi.

Í Markúsarguđspjalli, kafla 1, segir ađ Jóhannes hafi prédikađ svo: "Sá kemur eftir mig, sem mér er máttugri, og er ég ekki verđur ţess ađ krjúpa niđur og leysa skóţveng hans. Ég hef skírt yđur međ vatni, en hann mun skíra yđur međ heilögum anda."

Á settum tíma fór Jesús ađ hitta ţennan frćnda sinn, og er taliđ ađ fundi ţeirra hafi boriđ saman viđ ána Jórdan, nćrri ţeim stađ er heitir Deir MarYuhanna (Qasr el-Yehud). Ţeir rćđast viđ og Jesús tekur loks skírn af honum og fer síđar um hann miklum viđurkenningarorđum. Međ ţessum atburđi urđu tímamót, algjör ţáttaskil; Jóhannes hafđi áttađ sig á ţví, ađ hér var Messías kominn, og sjálfur yrđi hann ţví ađ "minnka", víkja fyrir hinum bođađa konungi, sem mćttur var ţar til ríkis síns.

Gagnrýni Jóhannesar á Heródes, fjórđungsstjóra í Galíleu, varđ til ţess ađ hann var settur í fangelsi í Makaerusvirkinu í Pereu og hálshöggvinn nokkrum mánuđum síđar, ađ undirlagi Heródíasar, konu Filippusar, bróđur hans.

Ađalheimild ţessarar samantektar er hugvekja eftir sr. Sigurđ Ćgisson í Morgunblađinu 23. júní 2002, en ađrar heimildir stuttar frásagnir ađrar.

Steindór Sigursteinsson.


mbl.is Rigna mun duglega í dag
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Kristinn þjóðarflokk !

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Jan. 2018
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Eldri fćrslur

Nýjustu myndir

 • 11282531 1589495121310922 376275531 o
 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (23.1.): 8
 • Sl. sólarhring: 115
 • Sl. viku: 552
 • Frá upphafi: 403965

Annađ

 • Innlit í dag: 8
 • Innlit sl. viku: 467
 • Gestir í dag: 8
 • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband