Tímanleg eilífðarmál

Samferðamenn mínir eru að hverfa af sjónarsviðinu vegna takmörkunar líftímans og mér hefur skilist æ betur hversu jarðlífið er stutt og forgengilegt. Sérstaklega hef ég fundið fyrir þessu eftir að ég komst yfir miðjan aldur.

Eftirlifandi vinir mínir taka hamförum í umbreytingunni miklu og þegar ég sjálfur lít í spegil, sé ég, að ég er ekki undanskilinn og undrast yfir sjálfsmynd minni af rosknum manni, sem er ennþá ungur í anda.

Þegar ég hugsa um líftíma mannsins furða ég mig á umfjöllun fjölmiðla, sem oftar en ekki fjalla nær eingöngu um kaup og kjör, vexti og vísitölur, græðgi og gróða. Því miður er almenn umræða ekki á hærra plani.

Mönnum er ekki einsett að lifa eftir boðorðum himinsins, þjónusta náungann, elska án skilyrða og gefa þeim sem ekkert eiga í þessu jarðríki vítishugsjóna, þar sem kærleikur og elska eru fótumtroðin af eiginhagsmunasýki og frægðarfaraldri fólks, sem eftir áratugi eða skemur verður ekki annað en mold og bein í gróinni gröf.

Undurfalleg samferðasystir mín er látin. Fyrir fáeinum áratugum var hún á meðal fegurstu mannlegu blóma, en í dag fallin, fölnuð og hulin moldu undir gróandi grasi. Falleg mynd hennar lifir í huga mér, eins og viðburður gærdagsins, elskulegt andlit hennar ljúft um eilífð. Örstutt lífsins stund, þetta líf, sem við lifum á jörðu, sem gefur þó von um miklu lengri veröld, sem snýst um allt annað en ofgnótt munaðar, peninga og frægð í tímanlegum heimi.

Einar Ingvi Magnússon.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristinn þjóðarflokk !

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Des. 2017
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

 • 11282531 1589495121310922 376275531 o
 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (12.12.): 0
 • Sl. sólarhring: 10
 • Sl. viku: 485
 • Frá upphafi: 399775

Annað

 • Innlit í dag: 0
 • Innlit sl. viku: 384
 • Gestir í dag: 0
 • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband