Blessuð börnin

Það steðjar hætta að börnunum okkar. Voði ógnar þeim strax í móðurlífi vegna lögverndaðra fóstureyðinga, misnotkunar í æsku og eiturlyfja og ofdrykkju á unglingsárum og seinna á ævinni. Glaumur og glys lífsins glepja einnig og gengdarlaus auðsöfnun og lúxus, sem orðinn er að daglegri nauðsyn.

Það, sem fólk almennt ekki veit, er það að Guð vitjar misgjörða feðranna á börnunum. Þar er þó ekki illsku skaparans um að kenna, heldur lögmáli orsaka og afleiðinga, sem geymist vandlega í erfðamengi mannsins og er til staðar í frumum afkomendanna. En afkomendur eru nýjar greinar á ættartrénu og bera því einkenni þess.

Guð hefur uppfrætt okkur hvað þetta varðar: "Ætt réttvísra mun blessun hljóta" (Sálmur 112:2) og: "Ég Drottinn Guð þinn auðsýni miskunn þúsundum þeirra sem elska mig og varðveita boðorð mín" (2. Mósebók 20:5-6). Guðstrú foreldra eða guðleysi hefur því afgerandi áhrif á afkomendur þeirra.

Guð hefur í orði sínu gefið fyrirheit um blessun afkomenda þeirra sem trúa á Guð og lifa lífi sínu samkvæmt boðum hans og bönnum. Trú á Guð og líferni, sem er honum að skapi, er í reynd það besta veganesti sem við foreldrar getum gefið börnunum okkar.

Fyrir skömmu var greint frá skoðanakönnun, sem gerð var um trú Íslendinga. Niðurstaðan var sú að 71 prósent Íslendinga trúa á Guð. Ég verð að játa að ég var ánægður með þessa niðurstöðu eftir að hafa um langt skeið heyrt af vantrúarfólki og áróðri þeim sem það hefur rekið fyrir guðleysi. Ef við tökum loforð Guðs, sem getið er um hér að framan, trúanleg, þá er trúleysi varhugavert, eða eins og orð Guðs segir afdráttarlaust: "Guðleysi er heimska" (Prédikarinn 7:25). Ábyrgð foreldra er því mikil. Hún felst ekki eingöngu í því að ferma börnin sín, heldur að kenna þeim að lifa eftir boðum Guðs, svo ættin megi njóta blessana hans um aldur og ævi. Kristur sagði: "Ef þér elskið mig munuð þér halda boðorð mín." (Jóh. 14:15) Þetta er sú formúla, sem leiða mun til farsældar og velgengni.

Einar Ingvi Magnússon.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristinn þjóðarflokk !

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Jan. 2018
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Eldri færslur

Nýjustu myndir

 • 11282531 1589495121310922 376275531 o
 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (23.1.): 8
 • Sl. sólarhring: 115
 • Sl. viku: 552
 • Frá upphafi: 403965

Annað

 • Innlit í dag: 8
 • Innlit sl. viku: 467
 • Gestir í dag: 8
 • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband