Samfylkingin er enn viđ sama heygarđshorniđ í ESB-afstöđu sinni!


Samfylkingin hefur lengi haldiđ ţví fram ađ innganga í ESB og upptaka evru međ inngöngu í evrópska myntbandalagiđ sé ákjósanleg leiđ eđa jafnvel eina leiđin til afnáms verđtrygg­ingar. Slíkur málflutningur stenst ţó ekki nánari skođun eins og ég mun reyna ađ útskýra hér fyrir neđan.

Ţađ er ekkert beint orsakasamband milli ađildar ađ evrubandalaginu og afnáms verđtryggingar. Hvort um sig er og munu alltaf verđa sjálfstćđ ákvörđun. Allt regluverk ESB um lán til neytenda gildir nú ţegar hér í gegnum EES og ţađ er ekkert í ţví regluverki sem bannar verđtryggingu sérstaklega. Verđtrygging myndi ţví ekki sjálfkrafa detta út međ međ inngöngu í ESB eđa myntbandalagiđ. Afnám hennar er ţví og mun alltaf verđa á valdi íslenska löggjafans.

Samfylkingunni og öđrum Evrópusambands-ađildarsinnuđum flokkum er tíđrćtt um ađ krónan sé ónýt og ađ hún sé helsta örsök óstöđugleika. Hiđ rétta er ađ verđtrygging lánsfjár er ein helsta ástćđa óstöđugleika í efnahagsmálum íslenskra heimila.

Verđtrygging lána er ekki bönnuđ í Evrópusambandinu, enda mundi verđtrygging ekki hverfa međ ađild ađ myntbandalaginu.

Ţađ er líka rangt ađ halda ţví fram ađ verđtrygging sé nauđsyn af ţví ađ krónan sé ónýt. Krónan er ekki ónýtari en svo ađ međ henni má greiđa allar löglegar fjárkröfur á Íslandi, líkt og á viđ um langflesta ţjóđargjaldmiđla, og afla sér allra helstu nauđsynja. Krónan hefur líka margoft sannađ sig ađ vera ákjósanlegur gjaldmiđill, Ísland fór betur út úr hruninu en mörg önnur Evrópulönd, ţví ađ krónan fleytti ţjóđinni yfir erfiđasta hjallann. Hvađ ćtla evrusinnar ađ gera ef eftir upptöku evru laun hćkka um tugi prósenta í kjölfar vel heppnađs verkfalls? Hvađ verđur um stöđugleikann ţá?

Ţađ er auđvelt ađ afnema verđtryggingu lánsfjár miđađ viđ vísitölu neysluverđs. Ađeins ţarf ađ afnema heimildina úr íslenskum lögum međ samţykki meirihluta Alţingis.

Í samantekt ţessari hef ég haft beinan og óbeinan stuđning af mörgu í hinni góđu grein Guđmundar Ásgeirssonar á Moggabloggi hans: Evrumýtan um afnám verđtryggingar.

Steindór Sigursteinsson.


mbl.is Spáir VG, Pírötum og Samfylkingu í stjórn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Réttsýni

Af hverju er verđtrygging ţá ekki afnumin?

Réttsýni, 10.10.2017 kl. 08:11

2 Smámynd: Steindór Sigursteinsson

Ţađ er vegna ţess ađ Alţingi hefur ekki samţykkt frumvörp um afnám verđtryggingar (ţrisvar sinnum frá hruni). Ástćđan fyrir ţví er eflaust ađ mikil eftirspurn er eftir slíkum lánum. Afborganir af óverđtryggđum lánum eru hćrri í upphafi lánstímans, sem fćlir efnaminna fólk frá ţví ađ taka slík lán. En greiđslubyrđin lćkkar međ tímanum og verđur heildargreiđslubyrđin allan lánstíman lćgri en ţegar tekiđ er verđtryggt lán. Verđtryggđu lánin eru hins vegar jafngreiđslulán ţar sem mjög lítiđ er greitt af höfuđstólnum mikinn hluta lánstímans. En vaxtagreiđslur eru mjög háar á sama tíma, sem veldur ţví ađ slík lán eru óhagkvćmari til langs tíma litiđ en óverđtryggđ lán.

Steindór Sigursteinsson, 10.10.2017 kl. 12:50

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Kristinn þjóðarflokk !

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Jan. 2018
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Eldri fćrslur

Nýjustu myndir

 • 11282531 1589495121310922 376275531 o
 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (23.1.): 8
 • Sl. sólarhring: 115
 • Sl. viku: 552
 • Frá upphafi: 403965

Annađ

 • Innlit í dag: 8
 • Innlit sl. viku: 467
 • Gestir í dag: 8
 • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband