Andleg hungursneyð

Ég las í fréttum fyrir skömmu, að um það bil fjörutíu Íslendingar taki sitt eigið líf á hverju ári. Sumt af þessu fólki er á "besta" aldri og við góða líkamlega heilsu. En það er leitt á lífinu. Þegar ég las þessa frétt, sagði ég við sjálfan mig: Guð minn góður. Fólk er að deyja úr andlegri hungursneyð á Íslandi. Það þarf að kenna fólki að lifa. Til þess verður að breyta hugsunarhætti þess. Lífið felst nefnilega ekki í því að sanka að sér efnislegum hlutum. Ungt fólk í dag rembist við að eignast um tvítugt það sem tók fólk venjulega hálfa og heilu ævina að skrapa saman hér áður fyrr. Það yfirkeyrir sig á vinnu við söfnunaráráttuna og berst við vonbrigði dag frá degi. Lífið er heldur ekki einungis líkamlegur þroski, sem ofboðið er í líkamsræktarstöðvum. Lífið er andlegur vettvangur miklu fremur, þar sem fólki gefst tækifæri á að vaxa til guðlegs þroska með því að læra samhygð og sigrast á þjáningum lífsins með því að umbreyta þeim í visku og umhyggju fyrr meðbræðrum sínum og systrum. Það þarf að gefa fólki andlega fæðu, sem trúarbrögðin og hinir andlegu meistarar hafa boðið upp á í gegnum árþúsundin, ef koma á í veg fyrir aukinn mannfelli í hinni andlegu hungursneyð, sem herjar á Íslendinga á þessum allsnægtartímum.

Einar Ingvi Magnússon


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er alkunna nú á dögum að sjálfsvíg stafa oftast af geðrænum sjúkdómi sem nefnist þunglyndi. Það sætir furðu að menn skuli koma með siðferðisleg ámæli á hendur þeim sem verða undir af völdum þess sjúkdóms. Hvað með þá sem haldnir eru æði-þunglyhndi eða geðklofa? Maður hélt að þau viðhorf sem hér koma fram tilheyrðu liðnum tíma.

Sigurður Þór Guðjónsson, 26.3.2018 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristinn þjóðarflokk !

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Okt. 2018
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Eldri færslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (24.10.): 1
 • Sl. sólarhring: 25
 • Sl. viku: 370
 • Frá upphafi: 436270

Annað

 • Innlit í dag: 1
 • Innlit sl. viku: 276
 • Gestir í dag: 1
 • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband