Af Guðna Má Henningssyni og Händel

Það er engin ástæða fyrir útvarpsmanninn Guðna Má að "hafna Händel"! Hér getur hann hlustað á orgelkoncerta hans, suma mjög fjörlega, og þjónað hlustendum sínum enn betur en jafnvel áður. Händel er, ekkert síður en Mozart og Beethoven, yndislegt tónskáld, eins og ófróðir geta kynnzt á vefslóðinni sem hér var gefin -- og hér fyrir neðan!

Og kannski getur Guðni Már bara hætt við að flytjast úr landi og lifað á því að hlusta á Händel daga og nætur héðan í frá!

Og þótt trúarlegur tónn sé líka í tónsmíðum Händels, er þar sannarlega tónn gleðinnar, gefandi og upphefjandi fyrir sálina. Sumir óupplýstir ímynda sér, að orgelið sé þunglamalega hátíðlegt, en því fer fjarri í höndum Händels, og skærir og fagrir tónar þess heyrast líka hér.

Uppáhaldsorgelkoncert minn, að mig minnir sá fimmti, sá líflegasti hjá Händel, hefst þegar u.þ.b. 54 mín. og 40 sek. eru liðnar af þessari upptöku og er í nokkrum þáttum, öllum fallegum. Annar þátturinn, fljótt er á hann líður, reynist einstaklega yndislegur. En einhvers staðar á ég þennan orgelkoncert á plötu í jafnvel enn fjörlegri gerð.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Hefur bara hafnað Händel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Jón.: Fólk sem hlustar á og hringt hefur í Guðna, árum saman, nennir ekki að bíða í tæpa klukkustnd eftir næsta lagi. 

 Haendel og hans verk eru svo sannarlega dásamleg. Ekki ætla ég að draga úr þvi. Haendel samdi þau alveg örugglega ekki til að verða spiluð á næturvakt rásar tvö;-)

 Guðni getur síðan flutt hvert sem hann vill. Hafi hann þakkir fyrir stórgóða þáttagerð og einstaklega ljúfmannlega framkomu við "innhringjara", sem mörgum hverjum þykir hann svo góður í sínu starfi, að sumir eru nánast orðnir háðir honum.

 Það verður mikil eftirsjá af Guðna og vegni honum sem best, hvert sem hann flytur.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 8.4.2018 kl. 02:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristinn þjóðarflokk !

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Júlí 2018
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (23.7.): 57
 • Sl. sólarhring: 343
 • Sl. viku: 781
 • Frá upphafi: 425322

Annað

 • Innlit í dag: 48
 • Innlit sl. viku: 657
 • Gestir í dag: 46
 • IP-tölur í dag: 46

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband