Pólar

 

Eftir langa og dimma nótt birtir aftur af degi. Loks­ins ljós í stađ myrkurs. Ađ loknu löngu skamm­degi koma miklar bless­anir í ljós. Ţví meiri drungi, ţví meiri ljósa­dýrđ. Huggun og gleđi. Ţví kald­ari vetur, ţví heitari sumur. Lögmál.

Óbreyt­an­legt lögmál pólanna, tví­skautuđ tilvera, sem sveiflast á milli póla, en leitar jafn­vćgis, ţar sem sköpunar­kraftinn er ađ finna, hamingjuna, sćluna, frelsiđ og friđinn, eitt augnablik, ţar til öfgar pólanna taka völdin ađ nýju, í hinni eilífu hringrás, sem leitar jafnvćg­isins í samrun­anum, augna­bliki kraftaverksins.

Hvađ hafa menn gert í vetrarmyrkrinu á norđur­hjara veraldar? Ţeir hafa notađ daufa birtu dagsins og tendrađ ljós. Margir hafa horft í skímuna viđ sjón­deildar­hring. Sumir hafa varla tórađ veturinn af, en tórt samt og yljađ sér viđ loga eđa rafmagnshita, heita vatniđ, ofninn; lćrt ađ komast af, yfir skamm­degis­myrkriđ, vitandi ţađ, ađ ţví dýpri og svartari sem dimman varđ, ţví styttra varđ í voriđ.

Ţegar birtan fór ađ verđa skćrari og sólin tók ađ brćđa frerann, tóku frćin sem sváfu í frosti vetar undir hvítri sćng ađ rumska og verđa falleg blóm á sumri, sem brosa viđ sól í birtu og yl, - ljósiđ tekur viđ af myrkrinu.

Listin ađ lifa er ađ skilja upp- og niđur­sveiflurnar, sem er lögmál alheimsins. Tilveran er tvípóluđ, hönnuđ ţannig af hugviti, svo njóta megi starfs og hvíldar, svefns og vöku, dags og nćtur, sáningar og uppskeru.

Ţví aldrei verđur lifađ í eilífri nótt, ţví alltaf mun morgna. Á sama hátt skyldi enginn ćtla sér ađ fá ađ lifa í hamingju og sćlu eingöngu. Slíkt er einfald­lega ekki hönnun lífsins. Ađ sćtta sig viđ ófarir er ađ ţekkja, ađ ţćr eru hin hliđin á velgengni vegna lögmáls orsaka og afleiđinga, sáningar og uppskeru, sem sumir segja ađ spanni mörg líf og endurfćđingar.

Ţetta lögmál er alls stađar ađ verki í veruleikanum, fćr jörđina til ađ snúast um sjálfa sig á ferđ sinni í kringum sólu. Hvílíkir kraftar! Ţannig ćtti líf okkar mann­anna einnig ađ snúast um Krist, sem sagđi: "Ég er ljós heimsins. Sá sem trúir á mig mun ekki ganga í myrkrinu heldur hafa ljós lífsins. (Jóhannes 1:14) Hann er ljós dags og nćtur og menn munu ekki skína sjálfir fyrir ađra, fyrr en ţeir hafa hiđ eilífa ljós tendrađ innra međ sér - ljós Jesú Krists, hans sem er sann­ar­lega ljós heimsins. Ţađ er eđli Krists ađ veita birtu og yl inn í líf manns­ins, sumar­gróskuna, sem vex á björtustu sumar­dögunum, en einnig ljós í hjarta manns í skamm­deginu, ţegar myrkriđ úti er hve svartast.

 

Einar Ingvi Magnússon


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Apríl 2019
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri fćrslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (25.4.): 2
 • Sl. sólarhring: 108
 • Sl. viku: 730
 • Frá upphafi: 453879

Annađ

 • Innlit í dag: 2
 • Innlit sl. viku: 639
 • Gestir í dag: 2
 • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband