Páll postuli heiđingjanna


Páll frá Tarsus varđ lćri­sveinn Jesú, brenn­andi i and­anum, eftir ađ hafa ofsótt af ákafa lćri­sveina hans og látiđ varpa ţeim í fang­elsi. Hann var ađ vísu ekki einn af post­ul­un­um tólf, en er tví­mćla­laust međ réttu oft­ast nefndur Páll post­uli.

Páll hefur einnig stundum veriđ nefndur mesti kristni­bođi allra tíma. Á stórkostlegan hátt hefur hann ritađ niđur reynslu sína, knúinn af heilögum Anda, ţegar hann sagđi frá sýn ţeirri, er hann sá ţann sama Jesúm, sem postularnir höfđu séđ og veriđ međ í Galíleu.

Hver var Páll? Jú, hann var einn ákveđnasti andstćđingur Jesú frá Nasaret og sá, sem af mestri hörku hafđi barist gegn lćrisveinum hans. Páll var samtímarmađur Jesú og ţaulkunnugur sögunni um hann. Páll var í innsta hring óvina Jesú. Hann var í vinfengi viđ prestana og hafđi meira ađ segja umbođ frá ţeim til ađ handtaka kristna menn, sem hann nćđi til. Ţađ er ţví auđsćtt mál, ađ Páll hefir ţekkt frásagnirnar um upprisu Jesú frá báđum ađilum, og hann hefđi ekki tekiđ trú á Jesúm Krist, ef ţađ hefđi ekki veriđ hin tóma gröf, sem neyddi hann til ţess. Hefđu ćđstu prestarnir og fylgjendur ţeirra getađ mótmćlt ţví međ rökum og bent á, ađ lćrisveinarnir fćru međ rangt mál, er ţeir bođuđu upprisu Jesú, ţá hefđi Páll sannarlega haldiđ áfram ađ berjast gegn lćrisveinum hans.

En nú var ţađ stađreynd upprisunnar, sem sannfćrđi ţennan mann, sem sat í innsta hópi andstćđinga Krists og ţekkti öll rök ţeirra um máliđ. Og ţađ er enginn postulanna sem vitnar jafn-kröftuglega um upprisu Krists eins og Páll. Ţađ hefur ţví alveg sérstakt gildi, ađ einmitt hann skuli votta ţetta, ţví hann segir sjálfur á einum stađ, er hann talađi viđ Agrippa konung: „Hvers vegna teljiđ ţér ţađ ótrúlegt, ađ Guđ veki upp dauđa? Sjálfur taldi ég mér skylt ađ vinna af öllu megni gegn nafni Jesú frá Nasaret. Ţađ gjörđi ég og í Jerúsalem, hneppti marga hinna heilögu í fangelsi međ valdi frá ćđstu prestunum og galt ţví jákvćđi, ađ ţeir vćru teknir af lífi. Og í öllum samkundunum reyndi ég ţrásinnis međ pyndingum ađ neyđa ţá til ađ afneita trú sinni. Svo freklega ćddi ég gegn ţeim, ađ ég fór til borga erlendis ađ ofsćkja ţá". (Post. 26, 7—11).

Getur ţú hugsađ ţér, ađ sá mađur, sem ţannig hefir breytt, hefđi lagt líf sitt ađ veđi til ţess ađ votta upprisu Jesú, ef hann hefđi ekki vitađ, ađ hún var ómótmćlanleg? Heldur ţú, ađ hann hefđi slitiđ af sér vináttu ćđstu prestanna og höfđingjanna og gengiđ inn í hóp ţeirra, sem ofsóttir voru, ef hann hefđi ekki vitađ, ađ postularnir fóru međ rétt mál? Međvitundin um sannleikann var eins og broddur í sál hans, sem aldrei lét hann fullkomlega í friđi og ţegar hann svo mćtti hinum upprisna gat hann ekki lengur stađiđ móti broddinum. Viđ höfum öruggt vitni um stađreynd upprisunnar, ţar sem Páll er.

En svo ég víki aftur ađ frásögn Páls ţar sem hann var frammi fyrir Agrippa konungi: "Ţá er ég var á leiđ til Damaskus slíkra erinda međ vald og umbođ frá ćđstu prestunum, sá ég, konungur, á veginum um miđjan dag ljós af himni sólu bjartara leiftra um mig og ţá, sem mér voru samferđa. Vér féllum allir til jarđar, og ég heyrđi rödd, er sagđi viđ mig á hebresku: Sál, Sál, hví ofsćkir ţú mig? Erfitt verđur ţér ađ spyrna móti broddunum. En ég sagđi: Hver ert ţú, herra? Og Drottinn sagđi: Ég er Jesús, sem ţú ofsćkir. Rís nú upp og statt á fćtur ţína. Til ţess birtist ég ţér, ađ ég vel ţig til ţess ađ vera ţjónn minn og vitni ţess, ađ ţú hefur séđ mig bćđi nú og síđar, er ég mun birtast ţér. Ég mun frelsa ţig frá lýđnum og frá heiđingjunum, og til ţeirra sendi ég ţig ađ opna augu ţeirra og snúa ţeim frá myrkri til ljóss, frá Satans valdi til Guđs, svo ađ ţeir öđlist fyrir trú á mig fyrirgefningu syndanna og arf međ ţeim, sem helgađir eru" (Post. 26, 11-18)

Fótgangandi, á múldýrum og á sjó ferđađist Páll miklar vegalengdir og hélt kyndli fagnađarerindisins alltaf hátt á loft, hvar sem hann kom. í gleđi og sorg, í fangelsi og hjá konungum, í ofsóknum og í musterum, alls stađar kom Páll fram sem „erindreki í Krists stađ". Hann vissi á hvern hann trúđi, hann vissi, hverjum hann treysti, hann vissi, ađ hann kom ekki fram í eigin krafti og verđleikum. Jesús var honum allt, lífiđ sjálft. Kannski hefur enginn skiliđ eftir sig jafn-djúp spor og víđa sem Páll. Enginn veit, hvađ hefđi gerst í Evrópu, ef Páll hefđi ekki flutt fagnađarerindiđ hingađ ásamt öđrum lćrisveinum Jesú. Í lífi og dauđa vildi Páll ekkert vita nema Jesúm Krist, og á undursamlegan hátt fylgdi hann honum eftir til hinstu stundar og reyndi ađ fá ađra til ţess ađ ganga sama veg og hann. Trú hans var mikil, sannfćring hans var stórkostleg, hann fyrirvarđ sig aldrei fyrir trúna á Jesúm. Fyrirmynd hans er sönn og góđ! Guđ gefi, ađ viđ mćttum einnig eignast slíka trú!

Viđ gerđ ţessarar greinar studdist undirritađur viđ pistil úr Ćskunni 1. mars 1971 og grein úr Bjarma 20. apríl 1943.

Steindór Sigursteinsson


mbl.is Kristján vígslubiskup í Skálholti
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Júní 2019
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Eldri fćrslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (26.6.): 122
 • Sl. sólarhring: 137
 • Sl. viku: 561
 • Frá upphafi: 460927

Annađ

 • Innlit í dag: 98
 • Innlit sl. viku: 472
 • Gestir í dag: 93
 • IP-tölur í dag: 93

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband