Bilađur prestur? Af Ísraels- og Gaza-málum

 
Sr. Bjarni Karlsson lét hafa eftir sér í Morgun­blađinu í gćr:
 
Ég samhryggist gyđ­ingum í Ísrael ađ hafa gengiđ í gegnum ár­ţús­unda höfnun og hel­för seinni heims­styrj­aldar án ţess ađ öđl­ast ţekk­ingu á friđi en verđa ţess í stađ nákvćm eftir­líking eigin óvina !!!
Mbl. 20.05.2018

Leikur ţađ menn, jafnvel menntađa presta, svona grátt ađ vera Samfylkingarmenn? Telur hann sér sćmandi ađ líkja Gyđingum viđ nazista?

Eđa er ţetta eftirkastatilfelli eftir ađ viđkomandi horfđi og hlustađi yfir sig á Rúv-fréttir frá Landinu helga?

Spyr sá sem ekki veit.

Eđa hvađa augum skyldi Bjarni líta ţađ, ađ hreyfing, sem Evrópusambandiđ og Bandaríkin eru einhuga um ađ skilgreina sem hryđjuverkasamtök og hafa ađ baki ótal fjöldamorđ á saklausu fólki í Ísrael,* ţ.e. Hamas-samtökin, áttu sjálf, samkvćmt eigin yfirlýsingu,** 50 manns af ţeim 62 sem sagđir voru drepnir viđ öryggis­girđinguna á landamćrum Gaza og Ísraels um daginn?

Myndi jafnvel séra Bjarna, ef hann skođađi máliđ af gaumgćfni, blandast hugur um, ađ ţađ stóđ til af hálfu Hamas ađ ná fram umtals­verđum áfanga­sigri ţessa daga? -- og ţá međ tvennum hćtti fremur en einum, ţví ađ til stóđ ađ rjúfa öryggisgirđinguna á nokkrum stöđum, svo ađ vígamenn Hamas gćtu streymt inn á ísraelskt land til ađ athafna sig međ sínum dćmigerđa hćtti,*** morđum á heilu fjölskyldunum í ţorpunum ţar og međ ţví ađ lauma öđrum stríđsmönnum sínum lengra inn í ţetta litla land, sem er á stćrđ viđ eina stóra sýslu á Íslandi. Og í öđru lagi var alltaf hćgt ađ hafa mikinn ávinning af ţví, áróđurslega séđ, á vettvangi fjölmiđla, ef mikiđ mannfall yrđi í ţeirra eigin röđum, ađ kenna Ísrael um allt saman -- dćmi um s.k. fórnar­lamba­vćđingu sem Hamas hefur ástundađ og notar svona atvik sem tilefni, ţótt allt frumkvćđi atburđanna kćmi frá Hamasmönnum sjálfum. Ekki bađ Ísrael um ţetta!

Ef tekin vćri bókstaflega fullyrđing heilbrigđisráđherrans á Gaza, Mufiz al-Makhalalati (sem er vel ađ merkja međlimur Hamas-flokksins), ađ 60 Palestínumenn hafi veriđ drepnir viđ landamćrin 14. maí (ţ.á m. barniđ 8 mánađa, sem einhver stuđningsmađur Hamas var svo "vćnn" ađ taka međ sér í óeirđirnar), ţá eru ţessir 60 (raunar 62 eftir lát tveggja af sárum sínum) um ţađ bil 21 sinnum fćrri en fórnarlömb Hamasmanna og samherja ţeirra í öđrum morđsveitum sem vćgđarlaust útrýmdu saklausu fólki í Ísrael á árabilinu 2000-2018.* ----Hamas sá svo um ţađ ađ verđlauna morđingjana međ milljóna-fégjöfum, sem íslenzkir skattborgarar hafa líklega átt sinn ţátt í ađ fjármagna, ţví ađ Össur Skarphéđinsson er sagđur hafa gaukađ 300 milljónum króna ađ Palestínu­mönnum, en Hamasmenn hafa lykilađstöđu til ađ misnota ţađ til eigin hervćđingar o.fl., auk síns eigin óhófslífs.

Ţađ er undarlegt ađ presturinn kemur fram međ ţessa yfirlýsingu sína nú rétt fyrir hvítasunnuhelgina, ţegar hann hefđi átt ađ vera búinn ađ kynna sér máliđ betur. 

Hafđi hann of mikiđ ađ gera? Og hafđi ţessi dómharka hans gagnvart Gyđingum í Ísrael kannski veriđ ađ krauma međ honum í mörg ár? Var hann alltaf ginnkeyptur fyrir hlutdrćgni Gróu í Efstaleiti og falsfréttaburđi Rúv um Ísraelsmál, sem aliđ var á í síendurteknum, einhliđa ásökunum af hálfu fréttamanns hverju sinni og gjarnan og um ţriggja áratuga skeiđ af hálfu ţess, sem sjálfur er sonur nazista?

Ekki er fullyrt hér, ađ séra Bjarni Karlsson hafi bilazt, en bilađ hefur trú hans á manngildi hinnar menntuđu ţjóđar Ísraela, ţegar hann er farinn ađ kalla hana "nákvćma eftirlíkingu" nazista!

Ólíklegt má telja, ađ nákvćm skođun séra Bjarna á stjórnarháttum Hamas myndi fylla hann hjartnćmri hrifningu. Bjarni hefur t.d. veriđ mikill baráttumađur fyrir samkyn­hneigđa, en ţeir hafa ófáir veriđ drepnir af Palestínu­mönnum vegna kynhneigđar sinnar og margir reynt ađ flýja til Ísraels vegna slíkra ofsókna. Og ţessi refsiharka er viđ lýđi í fleiri málum. Samkvćmt frásögn fanga­varđarins í einu fangels­anna á Gaza er refsingin viđ ţví ađ reykja hass eins árs fangelsi og síđan execution (aftaka) --- og hvernig? Ef viđkomandi er almennur borgari, er hann hengdur, en ef hann er hermađur, er hann skotinn. Sjá ţetta myndband, nálćgt 16.15 eđa ţegar rúmlega 16 mín.eru liđnar frá byrjun. Geysi-víđ undirgöngin (nokkur slík a.m.k.) sem Hamasmenn hafa látiđ leggja frá Egyptalandi til Gaza hafa ekki ađeins veriđ notuđ til vopna­flutninga, heldur líka til ađ smygla eiturlyfjum í miklum mćli, en ţó refsađ fyrir slíkt, ţegar upp kemst --- en fróđlegt ađ lesa um bágboriđ ástandiđ ţarna hjá unglingum o.m.fl.

En ţađ hljómađi sannarlega eins og biluđ grammófónplata ţegar íslenzkir vinstri menn, illa upplýstir og heilaţvegnir af áđurnefndri Gróu í Efstaleiti, hófu enn á ný upp sinn haturssöng um Ísrael um daginn, ţegar ljóst varđ, ađ nćsta Eurovision-keppni yrđi haldin í Jerúsalem. Ţá dygđi ekkert minna en sniđganga Ísraels og ađ hćtta ţátttöku okkar í keppninni! Ekki heimtuđu sömu vinstri menn ađ Sovétríkin yrđu boycotteruđ vegna Ólympíu­leikanna í Moskvu 1980 ţegar ţau höfđu ráđizt inn í Afganistan á jólum 1979 og hernumiđ allt landiđ, en 5-6 miljónir hröktust ţá úr landi sem flóttamenn og yfir ein og hálf milljón Afgana hafđi falliđ, ţegar yfir lauk og sovét­herinn var dreginn til baka áratug síđar. En gagnvart Ísrael ţykir vinstri mönnum sjálfsagt ađ grípa tćkifćriđ til ađ boycottera landiđ af litlu tilefni, og höfđu ţeir áđur gert tilraun til ţess í borgarstjórn Reykjavíkur, sem á ţó ekki ađ fara međ utanríkismál.

Til ađ sjá Ísraelsmál í réttu samhengi frá stofnun ríkisins fyrir 70 árum er bezt ađ vísa hér í stutta, en afar glögga grein eftir marktćkan og menntađan Íslending, Jón Sigurđsson, fyrrv. skólastjóra, Ađ komast heim, grein sem birtist í Fréttablađinu 17. ţ.m. Og um Hamas og skuggalegan feril ţeirra samtaka má lesa í grein eftir sendi­herra Ísraels í Noregi, Raphael Schutz: Í helgreipum Hamas, grein sem fekk ekki inni í Fréttablađinu, en birtist á Visir.is 18. ţ.m.

En hér má sjá dćmi um hugarfar Hamasmanna, í ćsingarćđu lögreglu­foringja á útifundi á Gaza --- ţar er kallađ eftir útrýmingu Ísraela, og ţeir heimta allt Landiđ helga (sem ţeir kalla Palestínu) frá Miđjarđar­hafs­ströndinni ađ Jórdaná!

Hamas heldur Gazabúum í fangelsi eigin öfga og árásargirni, fyrir utan alla innrćtingu barnanna. Gazabúar gćtu veriđ í góđu samstarfi viđ Ísraela, ef ráđamenn hinna palestínsku vćru friđsamir og elskuđu börnin sín meira en ţeir hata Ísraela. En rafmagn, vatn og ótrúlega miklar vistir fá Gazamenn frá Ísrael á hverjum degi. Ţađ metur ţó Hamas einskis, sbr. árásina um daginn á eina ađflutningastöđ viđ landa­mćrin. Hitt kann Hamas ađ meta: ađ fá ómćldan hernađar­stuđning frá öfga­stjórninni í Teheran.

Ţađ ćttu allir ađ geta gert sér í hugarlund, hversu slćm býti ţađ hefđu veriđ, ef Hamas hefđi fengiđ ađ rjúfa öryggis­girđingar á landamćrunum og ţúsundir, nei tugţúsundir Gazamanna reynt ađ ryđjast inn í Ísrael og Ísraelsmönnum fá úrrćđi tiltćk nema (og einkum í hinztu lög) ađ skjóta á manngrúann. Ţví hefđi umsvifalaust veriđ lýst í fjölmiđlum sem sambćrilegu viđ fjöldamorđin á Torgi hins himneska friđar í Peking, ţegar um 2.000 stúdentar voru myrtir, eđa árás kósakkanna á óvopnađan mannfjöldann viđ Vetrarhöllina í St. Pétursborg 22. janúar 1905, "blóđuga sunnu­daginn", ţegar allt ađ ţúsund manns féllu eđa sćrđust eđa tróđust undir. Međ líkurnar á slíkum hörmungum fyrir augum er eđlilegt ađ varnarviđbrögđ Ísraela voru harkaleg frá upphafi, međ táragasi og skotvopnum, ţótt bein dráp ađ yfir­lögđu geti ég undir­ritađur ekki variđ í neinum tilfellum nema ţeim hugsanlega, sem fólu í sér vörn gegn beitingu Hamasmanna á byssum eđa sprengjum. 

 

* Sjá hér: http://www.mfa.gov.il/MFA/ForeignPolicy/Terrorism/Palestinian/Pages/Victims%20of%20Palestinian%20Violence%20and%20Terrorism%20sinc.aspx --- og skođiđ hve "atburđirnir" gerđust ţarna međ fárra daga millibili, stundum fleiri en einn á dag --- allt morđ! --- skođiđ t.d. allan fórnar­lamba­listann, ţ.m.t. heilu fjölskyldurnar, á tveimur dögum, 1. júní og 9. ágúst 2001, og voru ţađ ţó alls ekki mestu hryđjuverkin! -- Oft tala jafnvel herskáir Palestínu­menn um Jerúsalem sem borg friđarins og hömruđu enn á ţví, ţegar Bandaríkin opnuđu ţar sendiráđ sitt 14. ţ.m. En Hamas-hryđjuverka­samtökin (sem stjórna Gaza-svćđinu) og nokkur önnur samtök (einkum al-Fatah) hafa ţó gegnum tíđina sýnt Jerúsalem sér í lagi ţann áhuga ađ fremja ţar ótrúlegan fjölda hryđjuverka, sjá hér: https://en.wikipedia.org/wiki/Category:Terrorist_incidents_in_Jerusalem -- fróđlegur lestur fyrir illa upplýsta!

** Sbr. hér: "Salah Bardawil, a senior Hamas official, told Palestinian news outlet Baladna TV that 50 out of the 60 who died on Monday were members of his organization, while the rest were civilians." 

*** Sjá ţessa afskaplega fróđlegu vefsíđu, eftir Richard Kemp, sem gegndi herţjónustu sem yfir­mađur í brezka hernum í Norđur-Írlandi, Afganistan, Írak og Balkanríkjum:  Smoke & Mirrors: Six Weeks of Violence on the Gaza Border.

Jón Valur Jensson.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri fćrslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.11.): 17
 • Sl. sólarhring: 18
 • Sl. viku: 749
 • Frá upphafi: 469973

Annađ

 • Innlit í dag: 15
 • Innlit sl. viku: 671
 • Gestir í dag: 15
 • IP-tölur í dag: 15

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband