ÍSLENSKA LÝÐVELDIÐ 74 ÁRA


Í dag 17. júní eru 74 ár liðin frá því að lýst var formlega yfir stofnun hins íslenska lýðveldis að Lög­bergi á Þingvöllum. Hinn 17. júní árið 1944 var hinn mikli dagur er öll íslenska þjóðin hafði beðið eftir, þráð og vonað, að einhvern tíma ætti eftir að rísa úr djúpi aldanna. Dagur frelsisins, dagur fram­tíð­ar­innar, dagur Íslands. Þann dag var fyrsti forseti lýðveld­isins kosinn, herra Sveinn Björnsson, og flutti hann við það tækifæri ávarp, þar sem hann þakkaði traust það, sem sér hefði verið sýnt. 

Hvatti hann íslensku þjóðina til samstarfs og eindrægni og lagði út af orðum Þorgeirs Ljósvetn­ingagoða, er hann hafði mælt frá Lögbergi, er þjóðin var í háska stödd vegna hættu á innan­lands­styrjöld. "Ef sundur er skipt lögunum, þá mun sundur skipt friðnum." Lauk forseti máli sínu með þessum orðum:

"Nú á þessum fornhelga stað og á þessari hátíðar­stundu bið ég þann sanna eilífa Guð, sem þá hélt verndar­hendi yfir íslenzku þjóðinni, að halda sömu verndarhendi sinni yfir Íslandi og þjóð þess á þeim tímum, sem vér nú eigum framundan." 


Sex menn hafa á þessu 74 ára tímabili lýðveldisins gegnt embætti forseta, Sveinn Björnsson, frá 17. júní 1944 til dauðadags 25. janúar 1952, Ásgeir Ásgeirsson, frá 1. ágúst 1952 til 1. ágúst 1968, og Kristján Eldjárn frá 1. ágúst 1968 til 31. júlí 1980, Vigdís Finnbogadóttir frá 1. ágúst 1980 til 31. júlí 1996, Ólafur Ragnar Grímsson frá 1. ágúst 1996 til 31. júlí 2016 og Guðni Th Jóhannesson frá 1. ágúst 2016.

Við gerð þessa pistils studdist undirritaður við grein í Æskunni 1. maí 1969.


Steindór Sigursteinsson


mbl.is Fjórtán hlutu fálkaorðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Apríl 2019
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (23.4.): 5
 • Sl. sólarhring: 32
 • Sl. viku: 484
 • Frá upphafi: 453589

Annað

 • Innlit í dag: 5
 • Innlit sl. viku: 429
 • Gestir í dag: 5
 • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband