Hvađ vill nýr vígslubiskup í réttlćtismálum?

Kristján Björnsson vígslubiskup í Skálholti. Herra Kristján Björnsson er sá nýi í Skálholti, og nú bođar hann, "ađ ţjóđkirkjan láti rödd sína heyrast í álitaefnum dagsins." Tökum nú grannt eftir:

"Ţar til­tek­ur hann um­hverf­is- og hús­nćđismál. Tala ţurfi máli ţeirra sem eiga í basli.

Íslenska ţjóđkirkj­an reki ekki sjúkra­hús, dval­ar­heim­ili fyr­ir aldrađa eđa búđir fyr­ir flótta­fólk líkt og kirkju­stofn­an­ir í Evr­ópu en ţurfi ađ taka und­ir kröf­ur um rétt­lćti og ábyrgđ, [eins og] seg­ir Kristján í sam­tali í Morg­un­blađinu í dag." (mbl.is)

Hér virđist ástćđa bćđi til ađ fagna ţeirri umrćđu og setja ţó alvarlegar athugasemdir viđ annađ. Nýtt er hjá honum (og ţá líka Biskupsstofu í Reykjavík) ađ ćtla sér ađ starfa ađ umbótum í húsnćđismálum og taka međ skilvirkari hćtti en gert hefur veriđ undir "kröfur um réttlćti og ábyrgđ".

Ţar til getur heyrt ađ kirkjan beiti sér á gagnrýnni hátt gagnvart borgar­yfirvöldum, sem hafa dregiđ lappirnar í húsnćđismálum, lagt ofurgjöld á byggingarleyfi íbúđa (fjórar og hálfa milljón á hverja 100 fermetra!), sem hafa aukiđ verđbólgu og húsnćđiskostnađ bćđi nýrra íbúđaeigenda og leigjenda, ennfremur vanrćkt svo hag húsnćđis­lausra, ađ ţeir hafa tvöfaldazt í fjölda og borgin ţví fengiđ á sig verđskuldađar ákúrur frá Umbođsmanni Alţingis fyrir ađ sinna ekki skýrum skyldum sínum viđ fólk á götunni.

Ţá gerđu vinstri mennirnir í borgarstjórn ekki vel ađ taka rekstur Lindargötu-gistiskýlis fyrir útigangsmenn úr höndum Samhjálpar hvítasunnu­manna --- ţóttust geta rekiđ ţađ á hagkvćmari hátt sjálf, međ borgar­starfs­mönnum, en ţveröfug stađreynd kom í ljós: milljóna­tugum hćrri kostnađur fyrir borgina og útsvarsgreiđendur!

Ţađ er engin furđa ađ málstađur Sönnu Magdalenu í borgarstjórn, sem og Flokks fólksins og Miđflokksins, nýtur nú góđra undirtekta svo margra, og sjálfstćđismenn eins og Eyţór og sú nćsta honum hafa veriđ ađ taka viđ sér líka. Borg­ar­stjórnar- og borgarráđs­fundir eru ađ verđa spennandi baráttu­vettvangur fyrir réttlćti til handa fólki sem hefur orđiđ út undan hjá Degi & Co.

Umhverfismálin hafa ţau Agnes og Kristján hins vegar drepiđ á eftir­minni­lega í predikunum í Skálholti viđ vígslu hans. Međ allt of sterkum orđum taka ţau undir hinn hćpna áróđur um loftslags­hlýnun af manna­völdum. Sannarlega ţarf Ţjóđ­kirkjan ađ láta eigiđ fagfólk fara vel yfir málin, áđur en hún skellir sér í pólitíska rétt­trúnađar­kórinn í ţeim málum!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Kirkjan beiti sér í álitaefnum dagsins
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Júní 2019
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Eldri fćrslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (26.6.): 123
 • Sl. sólarhring: 138
 • Sl. viku: 562
 • Frá upphafi: 460928

Annađ

 • Innlit í dag: 99
 • Innlit sl. viku: 473
 • Gestir í dag: 94
 • IP-tölur í dag: 94

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband