Hæstirétt­ur Bret­lands lætur ekki að sér hæða

Trúaða má ekki þvinga til að taka þátt í að búa til texta­boð í þágu sam­kyn­hneigð­ar, skv. úr­skurði hæsta­rétt­ar um að baka­ríi í Norð­ur-Ír­landi hafi verið heim­ilt að neita að baka köku með skila­boð­un­um "Styðj­um hjóna­band sam­kyn­hneigðra". 

Þessi hæsta­réttar­dómur stað­fest­ir frelsi kristins manns: að ekki megi neyða hann til að vera með­virk­ur í texta­fram­leiðslu sem teljast má mæla með sam­kyn­hneigð­ar­athöfnum -- og þetta ætti þá líka við um frelsi kristins prent­ara í hlið­stæðum málum o.s.frv., en þess eru dæmi, að baráttumenn samkyn­hneigðra hafi valið sérstaklega prentsmiðju strangkristins fólks til að prenta fyrir sig texta sem hentar þeirra út­breiðslu­starf­semi. Lenti kanad­ískur prentari í miklum fjárút­látum vegna slíks, fyrir að beita "mismunun". Hafði hann neitað að prenta áróðursbæklinga fyrir samtök samkynhneigðra og var sektaður um 5.000 Kanadadollara (446.000 kr.) fyrir vikið, sbr. hér

Enn ein hliðstæða þessa væri sú, að samkynja fólk færi að sækja sérstaklega á þá fáu Þjóðkirkjupresta, sem enn neita að gefa saman samkynhneigða. Þeim var að vísu gefið samvizku­frelsi, þegar samþykkt var í upphafi að leyfa eða taka upp þessa athöfn í Þjóð­kirkj­unni, en biskup Íslands, Agnes Sigurðardóttir, var fljót að svíkja það loforð, viðurkennir sem sé ekki samvizku­frelsið, sem þó á sér meiri rætur í lútherskum sið heldur en hennar eigin villu­kenning í þessu efni.

En aftur að brezku fréttinni, skv. Mbl.is:

Hæsta­rétt­ar­dóm­ar­arn­ir fimm voru ein­róma í niður­stöðu sinni, en neðri (sic) dóm­stól­ar höfðu dæmt baka­ríið fyr­ir mis­mun­un á grund­velli kyn­hneigðar.

Baka­rískeðjan Asher´s Bak­ing Comp­any neitaði árið 2014 að út­búa köku fyr­ir aðgerðasinn­ann Ga­reth Lee, sem sýna átti Ses­am­stræt­is-brúðurn­ar Bert og Enie ásamt merki bar­áttu­hóps­ins Qu­eer­space og skila­boðunum "Styðjum hjóna­band sam­kyn­hneigðra".

Lee leitaði rétt­ar síns og komst dóm­ari í mál­inu að þeirri niður­stöðu að baka­ríið hefði brotið gegn jafn­rétt­is­lög­um og sektaði það um 500 pund, jafn­v­irði um 70.000 ís­lenskra króna. Ashers áfrýjaði dómn­um, sem var staðfest­ur á æðra dóm­stigi, en nú hef­ur Hæsti­rétt­ur snúið hon­um við.

Eig­end­ur baka­rís­ins hafa alltaf borið fyr­ir sig að neit­un­in hafi snú­ist um skila­boðin á kök­unni, en ekki kyn­hneigð viðskipta­vin­ar­ins. (Mbl.is)

Á Rúv.is var lengri frétt um málið í gær. 

Daniel og Amy McArthur, eigendur bakarísins, eru kristinnar trúar og neituðu að afgreiða tertuna sökum þess að skilaboðin stríddu gegn trúarlegum gildum þeirra. Norður-Írland er það eina af þeim fjórum löndum sem mynda Bretland þar sem samkynja hjónabönd eru ólögleg. (Ruv.is)

En Gareth Lee sá, sem sótti málið gegn bakaríinu, "er þekktur fyrir að berjast fyrir réttindum hinsegin fólks" og pantaði þarna köku sem átti að skrifa á: "styðjum samkynja hjónabönd." Í slíkri gjörð vildu bakararnir ekki taka neinn þátt, vildu njóta trúfrelsis til að neita því. Lee hinsvegar lét sakleysislega: "Hvað mig varðar þá snerist þetta aldrei um samvisku eða yfirlýsingar. Ég vildi bara fá að panta köku í verslun." Þó er vitað, að hann ætlaðist þarna til áróðurstexta frá bakaranum!

Mynd með færslu

Daniel og May McArtur, eigendur bakarísins, eru að vonum ánægð með úrskurð hæstaréttar.
 
Svipaður hæstaréttar­dómur féll í Banda­ríkj­unum fyrir rúmum fjórum mán­uðum.*

En ofsóknir gegn bandaríska bakaranum halda samt áfram. https://www.newshub.co.nz/.../baker-who-refused-to-make-a...

Sbr. einnig hér: http://shoebat.org/.../christian-man-asks-thirteen-gay.../

* BBC-fréttin US Supreme Court backs Colorado baker´s gay wedding cake snub.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Mátti neita að baka kökuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Apríl 2019
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (23.4.): 5
 • Sl. sólarhring: 34
 • Sl. viku: 484
 • Frá upphafi: 453589

Annað

 • Innlit í dag: 5
 • Innlit sl. viku: 429
 • Gestir í dag: 5
 • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband