Lykilstaða Kristilega þjóðarflokksins í Noregi er svo sterk að Erna Solberg forsætisráðherra býður KÞ líf fyrir ófædda gegn því að KF gangi inn í ríkisstjórnina

Þetta mun "síðasta út­spil for­sæt­is­ráðherra Nor­egs og for­manns hægri­flokks­ins," þ.e. hug­mynd­in "að banna fóst­ur­eyðingu um­fram 12. viku þrátt fyr­ir að fóst­ur grein­ist með al­var­leg­an sjúk­dóm eða litn­ingagalla, þar á meðal Downs-heil­kenni." Með þessu tækist Sol­berg að lengja lífdaga rík­is­stjórn­ar s­inn­ar, en óvissa hefur rík­t um hvort Kristi­legi þjóðarflokk­ur­inn muni áfram verja rík­i­s­tjórn Sol­bergs falli. (Mbl.is segir frá)

Rík­is­stjórn Sol­bergs er minni­hluta­stjórn til hægri og hef­ur hún starfað frá 2013 á grund­velli þess að Kristi­legi þjóðarflokk­ur­inn og Ven­stre, sem gerðist aðili að rík­is­stjórn­inni á þessu ári, hafa varið rík­i­s­tjórn­ina falli.

Með því einu, að Knut Ar­ild Harei­de, formaður Kristi­lega þjóðarflokks­ins, lýsti nýlega áhuga á því að fal­ast eft­ir mögu­legu rík­is­stjórn­ar­sam­starfi með vinstri­flokk­un­um, dreif Erna Solberg í því að höfða til betri samvizku KÞ með því að bjóða stuðning sinn við eitt helzta áherzluefni kristlegra flokka Evrópu, þ.e. lífsvernd hinna ófæddu. Staða Hareide er ekki sem tryggust bæði fyrir og eftir þetta í KF, flokksmenn þar hafa lengi séð vinstri menn sem andstæðinga í ýmsum siðferðismálum. Til­laga hans um að leita til vinstri verður bor­in upp á lands­fundi flokks­ins 2. nóv­em­ber nk. "og sam­kvæmt Af­ten­posten er hart bar­ist um hvern lands­fund­ar­full­trúa milli stríðandi fylk­inga." (Mbl.is)

Knut Arild Hareide, formaður Kristilega þjóðarflokksins.
Knut Ar­ild Harei­de, formaður Kristi­lega þjóðarflokks­ins.

"Sol­berg sagðist á fimmtu­dag reiðubú­in til þess að skoða breyt­ing­ar á gild­andi ákvæðum laga sem heim­ila fóst­ur­eyðing­ar um­fram tólftu viku í til­felli litn­ingagalla og al­var­legra sjúk­dóma, ef Kristi­legi þjóðarflokk­ur­inn lýs­ir vilja til þess að ger­ast aðili að rík­is­stjórn­ar­sam­starfi hægri­flokks­ins, Ven­stre og Fram­fara­flokks­ins."

En vinstri menn gagn­rýna Sol­berg

"Jon­as Gahr Støre, formaður Verka­manna­flokks­ins, sagði í gær á lands­fundi ungliðahreyf­ing­ar Verka­manna­flokks­ins að það kæmi ekki til greina að hans hálfu að koma til móts við stefnu sem fæli í sér herðingu skil­yrða fyr­ir fóst­ur­eyðing­ar."

Þegar fæðingartíðni hrapar meðal norrænna þjóða, eru kratar ekki beinlínis það lukkutröll þjóðanna sem reiðubúið er til að snúa við þeirri öfugþróun. Og ...

"Tryg­ve Slags­vold Ved­um, formaður Miðflokks­ins, sakaði á föstu­dag Sol­berg um að opna á útboð í siðferðismál­um með að lýsa því yfir að hún væri reiðubú­in til þess að end­ur­skoða eig­in af­stöðu til þess að lengja líf­tíma rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Und­ir þessi orð tók Støre í gær.

And­stæðing­ar sam­starfs til vinstri inn­an KÞ eru nú talir sækja í sig veðrið skv. norskum fjöl­miðlum, til að mynda NRK. Þeim ætti að veitast það auðveldara en ella að mæla með þátttöku í stjórn hægriaflanna, þegar þeim er gert það tilboð, sem kristið fólk með samvizkuna í lagi getur naumast hafnað: að koma til bjargar mörgum hinna ófæddu.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Takmarka fóstureyðingar gegn stuðningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Apríl 2019
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (23.4.): 5
 • Sl. sólarhring: 32
 • Sl. viku: 484
 • Frá upphafi: 453589

Annað

 • Innlit í dag: 5
 • Innlit sl. viku: 429
 • Gestir í dag: 5
 • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband