Réttarkerfiđ áratugum aftur úr! Snorri í Betel er ţó hreinn af öllum ávirđingum óhlutvandra pólitískra atvinnuofsćkjenda

Snorri Óskarsson vann sigur í máli sínum á öllum dóms­stigum, ţar til kom ađ nánasar­hćtti dóms­valds­ins gagn­vart ţví ađ bćta mönnum atvinnu­missi og annan miska. Í 6 ár átti hann í máli sínu, en fćr 3,5 millj. í bćtur!

Ólög­mćt var uppsögn hans úr kennara&shyVstöđu, en söku­dólgar málsins, eins og Logi Már Ein­ars­son Sam­fylk­ing­ar­for­mađur og ađrir í bćjar­stjórn Akureyrar, sleppa létt frá laga­broti sínu og skađ­anum sem ţeir međ framgöngu sinni ollu Snorra og Akur­eyr­ingum sjálfum!

Eftir afar íţyngjandi málarekstur var lokadómur kveđinn upp í Hćstarétti í ţessu máli í morgun, 15. nóvember.

Mikil er hneisa Sam­fylk­ing­ar ađ sitja uppi međ ţann mann sem formann, sem tók ţátt í ađ beita saklausa starfs­mann Akur­eyrarbćjar ólögmćtu Berufs­verbot, ţađ er ađ segja atvinnu­ofsókn! Ekki eykur ţađ hróđur manns, sem telur sig vera í verkalýđs­flokki.

Dómsúrskurđinn er ađ finna hér: https://www.haestirettur.is/domar/domur/?id=dc7b246a-1da7-4117-8827-2d5c57108471 "Gagnáfrýjandi" er ţar Snorri Óskarsson. (Akureyrarbćr hafđi áfrýjađ dómi Hérađsdóms Norđurlands eystra um skađabćtur vegna tjóns Snorra og miska.)

Í dómsorđi Hćstaréttar í dag segir (feitletrun hér):

"Eins og fram kemur í hinum áfrýjađa dómi sló Hćstiréttur ţví föstu međ dómi sínum 11. febrúar 2016 í máli nr. 396/2015 ađ áminning sem skólastjóri Brekkuskóla á Akureyri veitti gagnáfrýjanda 13. febrúar 2012 og uppsögn sú sem ađaláfrýjandi beindi til gagnáfrýjanda í kjölfariđ hafi veriđ ólögmćtar."

Ţá segir í dómnum:

Ákvćđi hérađsdóms um málskostnađ og gjafsóknarkostnađ skulu vera óröskuđ.

Málskostnađur fyrir Hćstarétti fellur niđur.

Allur gjafsóknarkostnađur gagnáfrýjanda fyrir Hćstarétti greiđist úr ríkissjóđi, ţar međ talin málflutningsţóknun lögmanns hans 800.000 krónur.

Ţađ er almennt talađ sorglegt, hve mikiđ aftur úr Hćstiréttur er í ákvörđun bótagreiđslna og gefur t.d. Kristni Sigurjónssyni, verkfrćđingi og kennara viđ Háskólann í Reykjavík, litla von um fullar bćtur vegna ţess, sem ćtla má ađ hafi veriđ ólögmćt uppsögn hans. En hversu mikinn málskostnađ ţarf Akureyrarbćr ađ borga? (Ţeim uppl. verđur bćtt hér viđ í kvöld.) Hve miklum útgjöldum fyrir Akureyringa hafa ţessir dćmdu gerendur ţá valdiđ? Billegt má kalla, ađ ţeir borga sjálfir enga sekt fyrir ranglćti sitt, einungis sveitarfélagiđ, saklausir útsvarsgreiđendur!

Snorri var forstöđumađur Hvítasunnu­kirkjunnar á Akureyri, ţegar hann missti starfiđ. Hann er félagi í Kristnum stjórn­málasamtökum (sem 22 manns tilheyra nú); viđ félag­arnir ţar óskum honum til hamingju međ ađ hafa fengiđ ţađ stađfest á öllum dómsstigum, ađ hann telst ekki sekur vegna orđa sinna. Lifi tjáningar­frelsiđ!

Einn félagi okkar í KS, Tómas Ibsen, ritađi á fćrslu um ţetta mál á Moggabloggi Snorra: 

Kćri vinur, í "réttar"kerfinu er lítiđ réttlćti ađ finna. Ţessi niđurstađa er "réttar"kerfinu til skammar. Mér ţykir leitt ađ heyra og sjá ađ ţađ hafi nú brugđist ţér. Sannleikurinn skal kćfđur, er niđurstađa Hćstaréttar.

Ekki eru bćturnar ţó svo litlar vegna eđlis máls Snorra, heldur (eins og sást af ýmsum dćmum um bćtur í alls konar málum, sem verjandi Akureyrarbćjar tíndi til viđ fyrra dómshald málsins 1. ţ.m.) eru ţćr almennt tíđkanlegar svo naumar í úrskurđum um slíkar bćtur. Fer ţá í raun lítiđ fyrir virđingu fyrir starfsferli manna og orđstír, sem og óţćgindum og skađa fjölskyldna ţeirra, ţegar opinberir starfsmenn geta skyndilega misst starf sitt fyrir fullt og allt ađ ósekju og einungis fengiđ bćtur sem jafnast á viđ nokkurra mánađa laun.

Vćri ţetta boriđ saman viđ dómafordćmi frá Bandaríkjunum, mćtti komast svo ađ orđi, ađ ţar sé gerólík stefna, himinhár munurinn, eins og flestir vita. En ţurfa slíkar bćtur ađ vera annađhvort í ökkla eđa eyra?!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Snorri fćr 3,5 milljónir í bćtur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ömurleg niđurstađa. Akureyrarbćr er búinn ađ treina ţetta mál í mörg ár međ endalausum endurtekningum og hafa ţurft ađ borga allan brúsann. Ég vona ađ ţetta mál fari fyrir Mannréttindadómstóll Evrópu. Ţessir ađilar mega bara alls ekki komast upp međ ţennan gjörning.

Rósa Ađalsteinsdóttir 15.11.2018 kl. 20:37

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Apríl 2019
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri fćrslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (23.4.): 5
 • Sl. sólarhring: 34
 • Sl. viku: 484
 • Frá upphafi: 453589

Annađ

 • Innlit í dag: 5
 • Innlit sl. viku: 429
 • Gestir í dag: 5
 • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband