Til hátíđabrigđa á fullveldisdegi: Alţingishúsiđ opiđ almenningi

Senn rennur upp 1. desember, á aldarafmćli fullveldis Íslands og sjálfstćđis. Baráttan fyrir ţví var háđ ekki sízt á vettvangi Alţingis. Skemmtilegt var viđtaliđ um sögu hússins (sem byggt var 1881) í Samfélaginu, síđdegisţćtti á Rás 1, ţar sem Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alţingis, leiddi fréttakonu um húsiđ og lýsti ţví sem fyrir augu ber á ţremur hćđum ţess húss, bćđi einstökum herbergjum og sölum, Kringlunni (viđbyggingu hússins, frá 1908, sem gegnt hefur ýmsum hlutverkum gegnum tíđina), og sjálfum megin-ţingsalnum.

Ţarna er margt sem almenningur hefur ekki bariđ augum, ţótt menn hafi séđ mörg myndbrotin úr húsinu í sjónvarpi. Eins mun ekki mörgum hafa veriđ ţađ kunnugt, ađ húsiđ hýsti um árabil söfnin, sem síđar fengu inni í Safnahúsinu viđ Hverfisgötu (sem nú er Ţjóđmenningarhús), og einnig var Háskóli Íslands ţar til húsa á sínum yngstu árum frá 1911.

Helgi lýsir ţarna sögu hússins og andrúmslofti og fer ţađ einstaklega vel úr hendi, verulega skemmtilegur ţáttur.

Myndaniđurstađa fyrir Alţingishúsiđ
Bakhliđ Alţingishússins, séđ úr garđi ţess (fyrsta skrautgarđi Reykjavíkur). Kringlan fyrir miđju.
 

Hér er allt Samfélagiđ í dag; ţar byrjar leiđsögn Helga um listrćnt og fagurt húsiđ ţegar um 34 mínútur eru liđnar af ţćttinum. (Síđast í ţćttinum er svo skemmtileg frásögn Veru Illugadóttur af morđóđum otri í skrautgarđi í Vancouver!)

Međal annars sagđi Helgi frá ţingsalnum, sem er í raun ótrúlega lítill, um 80 fermetrar og var upphaflega gerđur fyrir langtum fćrri ţingmenn en nú. Ţar mega nú 63 ţingmenn sitja býsna ţröngt, en vonandi sáttir ţó (sem er ţó ekki sjálfgefiđ!).

Ţetta leiđir hugann ađ ţví, ađ oft hafa menn lagt til fćkkun alţingismanna, ţótt raunar hafi ţjóđinni fjölgađ mun meira hlutfallslega heldur en ţing­mönn­um frá upphafsárum hússins. Hér er kannski tilvaliđ ađ benda á, ađ međ sameiningu lands­ins alls í eitt kjördćmi opnast góđ leiđ til ađ fćkka ţingmönnum niđur í 48 til 52. Ţađ eru fyrst og fremst hagsmunir pólitísku flokkanna (einkum Framsóknar- og Sjálfstćđisflokks), sem stađiđ hafa í vegi fyrir ţví ađ breyta landinu í eitt kjördćmi. En eigum viđ ađ láta flokksrćđi standa réttlćtinu fyrir ţrifum?

Fullveldisdaginn 1. desember verđur Alţingishúsiđ opnađ almenningi til sýnis kl. 13.30. Og til hamingju međ daginn, íslenzka ţjóđ!

Myndaniđurstađa fyrir Alţingishúsiđ
Kringlan ađ innanverđu; hún var í fyrstu skrifstofa og viđtalsstofa ráđherra Íslands.

Jón Valur Jensson.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Til hamingju međ blessađan fullveldisdaginn okkar allra! Ţetta er mesti hátíđisdagur síđari ára og um ađ gera ađ nota hann til ađ hitta fólk og fagna, ţótt veđriđ sé ekki gott ađ morgni.

 

Ţessi félagasamtök eru međ dagskrá í dag: Frjálshyggjufélagiđ er međ fagnađ eđa móttöku síđdegis á Slippbarnum í gamla Slippfélags-húsinu viđ höfnina, og Heimssýn verđur međ sína fullveldishátíđ í húsakynnuum Heimssýnar, Ármúla 4-6, kl. 20:00 til 22:00 í kvöld, en ţar flytur hátíđarrćđu sá skemmtilegi mađur Bjarni Harđarson bóksali, fv. alţm., bođiđ upp á tónlist og léttar veitingar, allir velkomnir.

 

Einhverjar sýningar eru í gangi, m.a. í Listasafni Íslands, og á íslenzkum ţjóđbúningum í Ađalstrćti kl. 11 eđa 11.30, en líklega einna stćrstu viđburđirnir ţessir:

 

Fullveldissöngur Fóstbrćđra í anddyri Hörpu hefst kl.12 í dag, margt ţjóđlegt sungiđ, en líka Kong Christian stod ved höj en mast í ţýđingu Matth.Joch., endađ svo á ţjóđsöngnum, sem eins og allir vita er einnig hans texti.

 

Ađal- opinberi viđburđur dagsins verđur svo viđ Stjórnarráđshúsiđ kl.13 (en ţar fór einmitt fullveldisyfirlýsingin fram mjög hátíđlega 1918).

 

Kl.13.30 er svo kórsöngur Landssambands blandađra kóra í anddyri Hörpu og ókeypis ađgangur ţar eins og hjá Fóstbrćđrum. Svo eru árlegir jólatónleikar Kammersveitar Reykjavíkur Á MORGUN sunnudag kl.16 í Norđurljósum í Hörpu (kostar ţá sennilega inn) og leikin tónlist eftir J.S. Bach, son hans Carl Philip Emanuel "og fjölskylduvininn [og eyrnakonfekts-vin svo margra síđan] Georg Philip Telemann."

 

Njótum ţessara daga, Íslendingar og ađrir gestir! :)

Jón Valur Jensson, 1.12.2018 kl. 10:36

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Apríl 2019
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri fćrslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (23.4.): 5
 • Sl. sólarhring: 33
 • Sl. viku: 484
 • Frá upphafi: 453589

Annađ

 • Innlit í dag: 5
 • Innlit sl. viku: 429
 • Gestir í dag: 5
 • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband