FRÉTT: álit biskups Íslands, Agnesar, á fósturvígsfrumvarpi ríkisstjórnarinnar mun í senn hryggja og gleđja kristna menn!

 
Véfréttin mikla hefur talađ! Ţađ er frétt­nćm­ast inn­sendu álit­anna til Al­ţing­is og hér ađ finna.
 
Fyrst ţađ afleita í um­sögn hennar: "Ég styđ ţann hluta frum­varps­ins um ađ konur taki sjálfar hina erfiđu ákvörđun sem hér er til um­fjöll­unar. Ţađ eitt og sér er framför frá ţví sem var." -- Ţetta gengur ţvert gegn rökstuddri afstöđu sr. Ţorbergs heitins Kristjáns­sonar, fv. formanns Presta­félags Íslands (sjá hér neđar).
 
Í 2. lagi verđug GAGNRÝNI Agnesar á frumvarpiđ: 
 
"Ég hef heyrt á mörgu fólki í kirkjunni ađ ţeim ţykja tillögur ţessa frumvarps ganga of langt. Tvennt er ţađ helst í frumvarpinu sem ég tel sérstaklega umhugsunarvert. Annars vegar sú breyting á hugtakanotkun sem lögđ er til, ţar sem hugtakiđ ţungunarrof er nú notađ í stađ ţess sem áđur var, fóstureyđing. Hiđ nýja hugtak vísar á engan hátt til ţess lífs sem sannarlega bćrist undir belti og er vísir ađ nýrri mannveru. Samkvćmt kristinni trú okkar er lífiđ heilagt, náđargjöf sem Guđ gefur og Guđ tekur. Ţađ er hlutverk mannsins ađ varđveita ţađ og vernda eftir fremsta megni og bera virđingu fyrir mannhelginni, sköpuninni og skaparanum. Ţađ er misvísandi ađ nota ţetta nýja hugtak í ţessu viđkvćma samhengi, ţar sem hugtakiđ vísar ekki til ţessa vaxandi nýja lífs."
 
Allt ţetta var vel mćlt og kristilega ritađ hjá Agnesi, sem heldur svo beint áfram hér:
 
"Hins vegar sú breyting á tímarammanum sem lögđ er til, ţ.e.a.s. ađ ţungunarrof verđi heimilt fram ađ 22. viku, sbr. 4. gr. frumvarpsins. Dćmin ţekkjum viđ ţar sem börn hafa fćđst eftir ţađ skamma međgöngu, braggast og lifađ. Samfélag okkar hefur á undanförnum áratugum fundiđ jafnvćgi á milli hinna ólíku sjónarmiđa um rétt hinnar verđandi móđur yfir eigin líkama og rétt fósturs til lífs, ţrátt fyrir ţćr mótsagnir sem ţví fylgir. Ţar sem 12 vikna tímaramminn hefur veriđ studdur sjónarmiđum heilbrigđisvísinda, mannréttinda og í framkvćmd sem bestri ţjónustu félagsráđgjafa og annarra fagstétta viđ ţćr faglegustu ađstćđur sem völ er á. Hinar nýju tillögur raska ţví jafnvćgi, ađ mínu mati, og vekja jafnvel upp á ný grundvallar spurningar, sem viđ ćttum auđvitađ alltaf ađ spyrja okkur ađ varđandi mannhelgina og framgang lífs hér í heimi."
 
Hún bćtir viđ: "Ég óskađi eftir ţví viđ Siđfrćđistofnun Háskóla Íslands ađ stofnunin myndi vinna álit á frumvarpinu út frá ţeim forsendum sem stofnunin byggir á. Ég vona ađ Alţingi berist umsögn um frumvarpiđ frá Siđfrćđistofnun. Réttindabarátta kvenna heldur áfram og vil ég taka ţátt í henni og leggja henni liđ, enn eigum viđ konur langt í land. Ég efast stórlega um ađ ţetta frumvarp hafi eitthvert vćgi í ţeirri baráttu."
 
Já, takiđ sérstaklega eftir ţessari lokasetningu hennar: "Ég efast stórlega um ađ ţetta frumvarp hafi eitthvert vćgi í ţeirri baráttu" (réttindabaráttu kvenna). Ţetta verđur ekki til ađ gleđja öfgafemínistana!
 
En véfréttin mikla hefur talađ!!! Loksins kemur hún fram međ sitt mótađa álit á ţessu frumvarpi. Undirritađur telur, ađ afstađa hennar sé varfćrnari og íhaldssamari en ella vegna ţrýstings frá kristnu fólki á ţađ, ađ hún svíki ekki (eins og hún hefur áđur gert*) málstađ ófćddra barna. Fráleit og andkristin er ţó sú grunnafstađa hennar, ađ konur eigi ađ hafa sjálfdćmi í máli ţessu.
 
Vel mćlti séra Ţorbergur Kristjánsson um ţađ mál í frábćrri rćđu á fundi lífsverndar­félags: ađ slík ákvörđun verđi "ekki tekin nema til komi ţriđji ađili, er utan viđ máliđ stendur. Um leiđ og ákvörđunin er alfariđ afhent öđrum hlutađ­eigandi ađila, ţ.e.a.s. konunni, um leiđ er síđasta réttarvörn fóstursins úr sögunni."
 

 

Jón Valur Jensson.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristin stjórnmálasamtök

Illa stendur Moggavefurinn sig ađ birta fréttir af innsendum umsögnum til Alţingis um árásarfrumvarp ríkisstjórnarinnar á ófćdd börn! -- engin frétt af ţessu enn á ţeim vef Moggans, en TVĆR hér á Kristbloggi! Undirritađur "skúbbar" ţannig, á undan Mogganum, en reyndar er Ruv.is komiđ međ frétt í morgun af ţessum álitum til Alţingis og velur ţá vitaskuld fyrst alls ađ birta öfgahjaliđ í femínista-byltingarkonunni í Kvenréttindafélagi Íslands: http://www.ruv.is/.../tryggi-sjalfsakvordunarrett-yfir...

Jón V.J.

Kristin stjórnmálasamtök, 25.1.2019 kl. 17:14

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Apríl 2019
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri fćrslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (23.4.): 5
 • Sl. sólarhring: 32
 • Sl. viku: 484
 • Frá upphafi: 453589

Annađ

 • Innlit í dag: 5
 • Innlit sl. viku: 429
 • Gestir í dag: 5
 • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband