Fóstureyđing veldur fórnarlambinu ţjáningu -- eftir George F. Wills

 

Allt frá ţví ađ Hćsti­réttur Banda­ríkj­anna gerđi fóst­ur­eyđi­ngar ađ ţrćtu­epli allr­ar ţjóđ­ar­inn­ar, hefur ein hliđ máls­ins veriđ van­rćkt: sárs­auk­inn. Fóst­ur­eyđing er sárs­auka­full fyrir ţađ ófćdda barn, sem deytt er.

Vanrćkslan á sinar skýringar. Hjá and­stćđingum fóstureyđinga er ţađ dauđi barnsins, en ekki sársauki ţess, sem mestu skiptir í ţessu máli. Og ţeir, sem styđja fóstureyđingar, verđa hins vegar — ýmist af tilfinn­inga­legri ţörf eđa til ađ gćta samrćmis i röksemdum sínum — ađ afneita möguleikanum á ţjáningu fóstursins.

Í ákvörđun Hćstaréttar Bandaríkjanna áriđ 1973, ţegar fóstureyđingar ađ ósk kvenna voru lögleyfđar, lýsti rétturinn ţví yfir, ađ fóstriđ sé ekki lifandi. Sú virđist a.m.k. vera meiningin (ef hún var ţá yfirleitt nokkur), ţegar rétturinn lýsti fóstrinu sem hafandi „möguleika til lífs" (potential life). Ţeir, sem styđja dómsúrskurđinn frá 1973, eru ţannig bundnir ţeirri hugmynd, ađ fóstriđ, sem ađeins sé „möguleiki til lífs", geti ekki fundiđ til sársauka, af ţví ađ sársauki er einkenni virkilegs lífs (actual life).

Related image  Myndin er af 18 vikna fóstri

 

Ţannig fćđir fjarstćđa lagabókstafsins af sér líffrćđilega villu varđandi stađreyndir. Ţessi afdrifaríki misskilningur er efni greinar í tímaritinu The Human Life Review eftir prófessor John T. Noonan viđ háskólann i Kaliforníu (Berkeley). Ţar getur hann um fjórar helztu ađferđir, sem notađar eru viđ fóstureyđingar.

Útskafsađferđ er unnin međ hníf eđa skröpu, sem deyđir fóstriđ (ef menn á annađ borđ leyfa okkur ađ tala hér um „deyđingu" ţess, sem ţeir álíta ein­ungis „möguleika til lífs"). Í sogskafsađferđ er beitt loftdćlu, sem sogar út fóstriđ í pörtum, en á eftir er notuđ skafa til ađ hreinsa út leifarnar. Í fóstur­eyđingum eftir 12. viku međgöngu er ein ađferđin sú ađ sprauta saltvatns­upplausn í líknar­belgs­vökvann. Saltiđ virđist ţá verka sem eitrun, ţví ađ húđin á fóstrinu, sem konan fćđir af sér, líkist húđ, sem orđiđ hefur fyrir sýrubruna. Ef saltvatniđ lekur inn í líkama móđurinnar fyrir slysni, finnur hún til sársauka, sem lýst er sem „verulegum" (severe). Fóstriđ getur legiđ í saltvatns­upplausn­inni í tvćr klukkustundir, áđur en hjarta ţess — sem sýnir okkur ţrautseigju ţessa „möguleika til lífs" — hćttir ađ slá.

Annar valkostur er sá ađ gefa móđurinni lyfjaskammt, sem nćgir til ađ valda tjóni á blóđrás og starfsemi hjartans í fóstrinu, en afleiđingin er fósturlát eđa fćđing deyjandi barns. (Hér er líklega átt viđ prostaglandin-ađferđina, en hún er notuđ i um 1% tilfella á íslandi. Algengasta ađferđin, sem hér er beitt, er sogskafs­ađferđ og ţar á eftir útskaf, en s.k. saltvatns­ađferđ hefur naumast veriđ notuđ hérlendis. Aths. ţýđ.)

Ţví er eins fariđ um fóstriđ og um dýr eđa kornabörn, ađ ţađ á sér ekkert tungumál til ađ tjá sársauka. Samt sem áđur drögum viđ okkar ályktanir um ađ skepnur ţjáist, og viđ finnum til međ ţeim, t.d. ungum selkópum, sem eiga sér ekkert tungumál til ađ lýsa ţjáningu sinni.

Ţađ ríkir nokkur óvissa um ţau tímamörk í ţróun fóst­ursins ţegar ţađ byrjar ađ hafa sérstakar skynjanir. En rannsóknir á ţróun ţess og atferli sýna, ađ á 56. degi frá getnađi getur ţađ hreyft sig. (Aths. ţýđ.: Nýlegar rannsóknir sýna, ađ ţađ hreyfir sig frá ţví ađ ţađ er 5 vikna gamalt.) Tilefni hreyf­ingar­innar kann ađ vera óţćgindi (ţ.e. óţćgileg stađa fóstursins í liknarbelgnum). Ađ örva munn ţess međ snertingu leiđir til viđbragđs­athafna á 59. eđa 60. degi. Á 77. degi er ţróun fóstursins orđin slík, ađ ţađ er nćmt fyrir snertingu á höndum, fótum, kynfćrum og viđ endaţarm, og um sömu tímamörk byrjar ţađ ađ kyngja. Prófessor Noonan telur skrif lífeđlis­frćđinga um ţessi mál veita okkur ţćr upplýsingar, ađ „vegna ţess ađ skynjun­ar­nemar og viđbrögđ í hryggsúlu eru komin til sögunnar, sé eins mikil ástćđa til ţess ađ ćtla, ađ ófćdd börn geti fundiđ til sársauka, eins og ađ ţau geti skynjađ".

Banda­ríkjamenn halda hátt á loft sinum mannúđ­legu sjónarmiđum og finna til međ ţeim, sem ţjást. Eitt dćmi ţess eru strangar reglur um aflífun dýra. Vissar tegundir veiđi­gildra eru bannađar. Búfé má ekki slátra međ ţeim hćtti, sem talinn er ţjáninga­fullur. Villihundum og köttum ber ađ lóga međ mannúđ­legum ađferđum.

En engin lög setja skorđur viđ ţví, ađ ţessi ófćddu born séu deydd á ţján­inga­fullan hátt. Ţađ gerđist meira ađ segja, ađ Planned Parenthood, öfga­kennd­asti ţrýsti­hópur fóstur­eyđinga­sinna, vann sigur í dómsmáli fyrir Hćsta­rétti Banda­ríkjanna, ţar sem ţađ var dćmt andstćtt stjórnar­skránni ađ banna saltvatns­ađferđina viđ fóstureyđingar. Ţetta er ekki prentvilla — hćsti­réttur uppgötvađi ţađ nefnilega, ađ sá réttur til „einkalífs" ađ fá framkvćmda fóstureyđingu (ţótt höfundum stjórnarskrárinnar hefđi alveg láđst ađ nefna ţann rétt) veitti einnig rétt til ađ velja ákveđnar ađferđir viđ fóstureyđingar.

Flestir verjendur fóstur­eyđinga hafa sterka en auđskiljanlega ţörf til ađ halda umrćđunni um máliđ eins fjarri áţreifanlegum veruleika og tök eru a. Ţeir fyllast biturleika ţegar andstćđingar ţeirra nota ljósmyndir til ađ lýsa ţróun fóstursins snemma á međgöngutímanum. Ađ sjá hversu mjög ţađ líkist barni, gerir ţađ ađ verkum, ađ erfiđara reynist ađ trúa ţví, ađ fóstur sé ekkert annađ né meira en "möguleiki til lífs". Og ef viđurkennt vćri, ađ fóstriđ fyndi til sársauka, ţá vćrum viđ Bandaríkjamenn settir í slćma klípu, ţví ađ okkar áhyggjulausa samvizka vegna 1,6 milljóna fóstureyđinga á ári hverju byggist á ţeirri viđteknu skođun, ađ slíkur sársauki geti ekki átt sér stađ. 

Í bók Mögdu Denes, Í neyđ og sorg — líf og dauđi í fóstureyđingaspítala, gekk hún ekki ađ ţessu efni međ sannfćringu um ranglćti fóstureyđinga, heldur skođađi hún ţađ međ glöggskyggnu auga blađamannsins fyrir hinu smáa og áţreifanlega. Er hún virti fyrir sér líkama fósturs, sem hafđi veriđ "eytt", lýsti hún andlitsdráttum ţess sem "stirđnuđum krampaflogum ţeirrar veru, sem var neydd til ţess ađ deyja fyrir tímann". Ţađ er lýsing, sem vert er ađ hafa í huga nú á ţessum degi, ţegar framkvćmdar eru ţúsundir fóstureyđinga.

------------------------------------------

George F. Wills er dálkahöfundur hjá bandarískum stórblöđum. Próf. John T. Noonan er međal fremstu frćđimanna í réttarheimspeki, og var honum helguđ heilsíđugrein í nýlegu hefti tímaritsins Newsweek [ritađ 1985]. Ţessi grein birtíst fyrst áriđ 1981. Jón Valur Jensson cand. theol. ţýddi greinina. Birt fyrst í dreifiblađi Lífsréttar, en síđan í Morgunblađinu 17. apríl 1985.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvađa lambi var veriđ ađ slátra eđa áttu ekki viđ mennska veru ţegar ţú talar um fórnarlamb?

DJS 29.1.2019 kl. 12:30

2 Smámynd: Kristin stjórnmálasamtök

Alveg rétt hjá ţér, DJS. Ţetta er reyndar alkunnur talsmáli (um fórnarlömb stríđs o.s.frv.), en vel hefđi fyrirsögnin mátt orđast ţannig: Fóstureyđing veldur hinum fórnađa ţjáningu. Ađ vísu er hér ekki um trúarlegar fórnir ađ rćđa, eins og upphaflega merking orđsins fórnarlamb vísar til.

JVJ.

Kristin stjórnmálasamtök, 29.1.2019 kl. 12:50

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Fórn er ţađ vissulega, ţađ er veriđ ađ fórna einstaklingnum, barninu, fyrir eitthvađ annađ en ađ takast á viđ uppeldi og ađ veita honum/henni líf og hamingju. Ţađ má líka segja ađ ţađ sé veriđ ađ fórna einstaklingnum fyrir höfđingja ţessa heims sem er kominn til ađ stela, slátra og eyđa (deyđa).

Tómas Ibsen Halldórsson, 29.1.2019 kl. 16:45

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Apríl 2019
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri fćrslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (23.4.): 5
 • Sl. sólarhring: 32
 • Sl. viku: 484
 • Frá upphafi: 453589

Annađ

 • Innlit í dag: 5
 • Innlit sl. viku: 429
 • Gestir í dag: 5
 • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband