Virtur prestur tjáir sig um stjórnarfrumvarp: Æpir gegn allri mannúð

"Áform þess frum­varps til fóst­ur­eyðinga, sem nú ligg­ur fyr­ir Alþingi, að heim­ila fóst­ur­dráp allt fram á 22. viku meðgöngu æpir gegn allri mannúð, að ekki sje borið við hug­mynd­um krist­inna manna um helgi mann­legs lífs. Á sama tíma, sem hvorki er sparað fje eða fyr­ir­höfn til þess að bjarga líf­væn­legu jóði, á nú að heim­ila förg­un þess að vild verðandi móður. Varla mun nokk­ur kona grípa til slíks úrræðis nema henni sje mik­ill vandi á hönd­um. Eg álít það vera óbil­girni að ekki sje sagt grimmd að fá konu við slík­ar aðstæður heim­ild eða hvatn­ingu að lög­um til að vinna jóði sínu mein. Nær væri að koma til liðs í slík­um aðstæðum og gera verðandi móður fært að koma barn­inu í heim­inn, því eng­inn hörg­ull er á fólki, sem þráir barn og vill flestu til kosta til þess að vera trúað fyr­ir barni til upp­eld­is sem sínu eig­in."

Geir Waage

Þannig ritar sr. Geir Waage, prestur í Reykholti, í grein í Morgunblaðinu í dag (sjá nánar þar): 

Að vera trúað fyrir barni

Ennfremur segir hann m.a.: "Eg treysti því, að Alþingi Íslend­inga leiði ekki í lög það siðleysi, sem þetta frum­varp ber í sjer, hvort sem litið er til þess frá sjón­ar­hóli kristn­inn­ar eða húm­an­ism­ans." 

Höf­und­urinn er sókn­ar­prest­ur í Reyk­holti í Borg­ar­f­irði. sr­geir@icloud.com

VIÐAUKI

Hér er hæg leið til að mótmæla þessu grófasta fóstureyðingafrumvarpi Íslandssögunnar, farið inn á þessa vefslóð, lesið textann og ákveðið svo hvort þið verðið með: https://listar.island.is/Stydjum/39 --- og svo má miðla vef­slóðinni víða, gjarnan með hvatningarorðum:

1) í netpóstum til vina og samstarfsmanna,

2) með eigin bloggi ykkar,

3) með innleggjum á samfélagsmiðla ...

JVJ.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Nóv. 2019
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.11.): 17
 • Sl. sólarhring: 17
 • Sl. viku: 749
 • Frá upphafi: 469973

Annað

 • Innlit í dag: 15
 • Innlit sl. viku: 671
 • Gestir í dag: 15
 • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband