Af leiðara Mbl. gegn fóstureyðinga-frumvarpi

Full á­stæða er fyrir stjórn­völd að taka til­lit til at­huga­semda biskups Ís­lands og „ann­arra sam­bæri­legra“ við hið „hættu­lega frum­varp“ sem Svandís Svavarsdóttir heil­brigðis­ráð­herra hefur lagt fram um breytingar á lögum um þungunar­rof. Þetta segir leiðara­höfundur Morgun­blaðsins 14. febrúar sl. "en leiða má að því líkur að á pennanum haldi Davíð Odds­son, annar rit­stjóra blaðsins," segir í frétt Fréttablasðsins af þessum leiðaraskrifumn.

Stærsta breytingin, verði frum­varpið að lögum, er að þungunar­rof verði heimilt allt fram að 22. viku með­göngu. Frum­varpið segir leiðara­höfundur afar rót­tækt og að það gangi fram af mörgum. Þá gerir hann at­huga­semdir við hug­taka­notkunina sem í því felst. Að orðið þungunar­rof skuli notað í stað fóstur­eyðingar. 

Agnes M. Sigurðar­dóttir, biskup Ís­lands, hefur gert at­huga­semdir við frum­varpið og tekur höfundur leiðarans undir þær. Nýja hug­takið sé mis­vísandi þar sem það vísi ekki til „hins vaxandi nýja lífs“. 

„Sam­­kvæmt krist­inni trú okk­ar er lífið heil­agt, náðar­­gjöf sem Guð gef­ur og Guð tek­ur. Það er hlut­­verk manns­ins að varð­veita það og vernda eft­ir fremsta megni og bera virðingu fyr­ir mann­helg­inni, sköp­un­inni og skap­ar­an­um,“ er meðal þess sem biskup hefur að segja um frum­varpið. 

Að öðru leyti kveðst biskup styðja þann hluta frum­varpsins er snýr að því að konur kjósi að gangast undir þungunar­rof, en nefnir í því sam­bandi tólf vikna tíma­ramma. Gagn­rýni Agnesar snýr að stórum hluta til að 22 vikna tíma­rammanum. 

„Full á­stæða er til fyr­ir stjórn­völd að taka til­­lit til þess­ara at­huga­­semda og annarra sam­bæri­­legra við þetta hættu­­lega frum­­varp,“ segir í lok leiðarans. 

Frum­varpið gekk til vel­ferðar­nefndar í desember eftir fyrstu um­ræðu á Al­þingi og rann frestur til þess að senda inn um­sóknir vegna þess í lok janúar.

(Fréttablaðið, sem í ýmsu orðavali tjáir vitaskuld ekki afstöðu Kristinna stjórnmálasamtaka.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Hvers vegna orðskrípið "þungunarrof" hefur verið tekið upp, í stað sannnefnisins fóstureyðingar, er með öllu óskiljanlegt. Hvers vegna þessi orðfegrun á jafn ömurlegri aðgerð og fóstureyðing er? Hvað það er sem vakir fyrir þeim sem "milda" vilja þennan harmleik með orðagjálfri er erfitt að átta sig á. Hver er tilgangurinn? Hvar endar þetta? Á þrítugustu, þrítugustu og fimmtu, eða að endingu við fæðingu? Verið er að feta sig á stigu ófyrirsjáanlegra hörmunga, verði þetta skaðræðisfrumvarp samþykkt. Lífið sjálft æpir á að þetta verði aldrei að veruleika.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 21.3.2019 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Nóv. 2019
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.11.): 17
 • Sl. sólarhring: 18
 • Sl. viku: 749
 • Frá upphafi: 469973

Annað

 • Innlit í dag: 15
 • Innlit sl. viku: 671
 • Gestir í dag: 15
 • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband