EYÐANDI áhrif orkupakka ESB á norskan iðnað, til glötunar 30.000 starfa; um 8.000 störf á Íslandi yrðu í stórhættu!

Þekkingarsetur norsku verka­lýðs­hreyf­ingarinnar lagði mat á afleiðingar 3. og 4. orku­pakk­ans í Noregi, komst að þeirri niður­stöðu, að 12.000 störf verði í hættu í orku­kræf­um iðn­aði og með afleiddum störfum utan verk­smiðj­anna verði alls 30.000 störf í uppnámi. Miðað við orkuna, sem fer til þessa iðnaðar í Noregi og á Íslandi, verða um 8.000 störf á Íslandi í stórhættu, ef Orku­pakkar #3 og #4 fá að grassera hér með þeim orkuflutningum frá "grænni rafhlöðu" norðursins til orkuhungraðrar "þunga­miðju" fjármagns og iðnaðar Evrópu.  Hví kvaka ei foglar Samtaka iðnaðarins á Íslandi eilítið hærra.  Vita þeir ei, hvað til síns friðar heyrir ?

Í Noregi er nú verið að blása til sóknar fyrir norskan iðnað og byggðir Noregs fram að Stórþings­kosningum 2021.  Terje Lien Aasland, framá­maður í norsku verka­lýðs­hreyf­ingunni, sagði á Lands­fundi norska Verkamanna­flokksins nýlega: "Ekki eitt einasta kW skal fara úr landi, ef iðnaðurinn okkar þarfnast þess". Svona eiga sýslumenn að vera."

 

Þannig ritar hinn margreyndi Bjarni Jónson rafmagns­verkfræðingur um þessi mál, en segir fyrr í grein sinni:

"Það er ljóst, að Landsregl­arinn mun t.d. hafa völd til að stjórna því með harðri hendi, að búið verði í haginn fyrir flutning á nauðsynlegu afli, t.d. 1200 MW, frá stofnrafkerfi landsins og niður að lendingarstað aflsæstrengs í tæka tíð áður en taka á strenginn í notkun.  Sá kostnaður verður allur fjármagnaður með hækkun á gjaldskrám Landsnets til almennings og stóriðju.  Þetta er ótækt framsal valdheimilda til stofnunar, sem rétt kjörnum stjórn­völdum á Íslandi er ekki ætlað að hafa nein áhrif á.

Hið orkuhungraða Evrópu­samband hefur sótt fjölgun aflsæstrengja frá Noregi fast, og nú er í afgreiðslu hjá Orkustofnun Noregs (NVE) umsókn frá hlutafélaginu NorthConnect um samnefndan aflsæstreng frá Harðangri í Noregi til Petershead á Skotlandi....."

 

Heimild (sjá nánar þar): https://bjarnijonsson.blog.is/blog/bjarnijonsson/entry/2232272/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Maí 2019
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (24.5.): 6
 • Sl. sólarhring: 16
 • Sl. viku: 310
 • Frá upphafi: 458019

Annað

 • Innlit í dag: 6
 • Innlit sl. viku: 265
 • Gestir í dag: 6
 • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband