Enn eitt andkristna frumvarpiđ samţykkt á Alţingi: helgidaga­friđur afnuminn úr lögum

Nú geta menn fariđ á opinbert fyllirí á jóladag međ leyfi ţess sama Alţingis sem vill ekki styđja fátćka til ađ eiga fyrir jóla­mál­tíđ­inni. Hrak­smán­ar­lega hafa ríki og borg stađiđ sig gagnvart fátćkum og heimilis­lausum og ađeins hent örlitlum styrk árlega til Fjölskyldu­hjálpar Íslands og mćđra­styrks­nefnda. En ađ styđja atvinnu­rekstur tengdan áfengis­neyzlu hika ţingmenn aldrei viđ -- nema hvađ allir 9 ţing­menn Miđflokks­ins greiddu at­kvćđi gegn frum­varp­i Sig­ríđar Á. And­er­sen, ţing­manns Sjálf­stćđis­flokks­ins, um breyt­ingu á lög­um um helgi­dagafriđ, en 44 greiddu at­kvćđi međ ţví!

ASÍ snerist gegn frumvarpinu, vegna vinnandi fólks og nauđsynlegrar hvíldar ţess og samveru međ sínum fjölskyldum og vinum.

Laga­breyt­ing­in, sem Sig­ríđur kynnti er hún gegndi embćtti dóms­málaráđherra, fell­ir úr gildi ákvćđi laga sem banna til­tekna ţjón­ustu, skemmt­an­ir og afţrey­ingu á til­greind­um helgi­dög­um ţjóđkirkj­unn­ar. Eenn verđur ţó bannađ ađ trufla guđsţjón­ustu, krikju­leg­ar at­hafn­ir eđa annađ helgi­hald.

„Sá friđur sem ćski­legt er ađ ríki ţessa daga sem ađra er einkum innri friđur hvers og eins okk­ar. Sú ró verđur ekki feng­in međ lög­um,“ seg­ir Sig­ríđur á Face­book-síđu sinni. (Mbl.is)

Ţetta gengur nú alveg fram hjá ţví, ađ grćnt ljós á öldurhús á helgidögum er ekki til mikillar hjálpar fyrir samveru vínhneigđra foreldra viđ börn sín.

Hef­ur Alţýđusam­band Íslands gert at­huga­semd­ir vegna sam­bćri­legra frum­varpa og gerđu ţađ einnig ađ ţessu sinni. Ger­ir ASÍ sér­stak­lega at­huga­semd viđ hluta grein­ar­gerđar sem seg­ir ađ til­gang­ur frum­varps­ins sé „ađ auka frelsi til at­vinnu­rekstr­ar á helgi­dög­um og koma til móts viđ ţá sem njóta vilja ţjón­ustu og afţrey­ing­ar á ţess­um dög­um.“

Tel­ur sam­bandiđ ţessi frelsisveit­ingu til at­vinnu­rek­enda skerđa frelsi launa­fólks, „frelsi ţeirra og rétt til ţess ađ geta notiđ sam­veru og eft­ir at­vik­um helgi­halds og afţrey­ing­ar međ vin­um og fjöl­skyldu á lög­bundn­um frí­dög­um eins og löng hefđ er fyr­ir í sam­fé­lagi okk­ar.“ (mbl.is, leturbr. hér)

Sjálfstćđisflokkurinn lćtur öfga- eđa nýfrjálshyggju, sem og gróđahyggju ganga fyrir öllum kristnum sjónarmiđum og tillitssemi viđ heilbrigt mannlíf, a.m.k. í ţessu máli. 

Verđur er verkamađurinn launa sinna -- og einnig hvíldar sinnar, sem og hans fólk. Alţingi á ađ virđa álit ASÍ á ţessum hvíldardagsmálum, en gerir ţađ ekki!

Stóralvarlegri en ţessi mál er ţó afstađa Alţingis gagnvart lífsverndarmálum og er ţingheimi öllum til örgustu skammar, mest ţó sjálfum forsćtisráđherra Íslands!

Ekki er ađ undra, ađ 92% hlustenda Útvarps Sögu treysta ekki ríkisstjórn landsins, samkvćmt könnun birtri í dag.

PS. Engin trúfélög, fyrir utan Kirkjuţing Ţjóđkirkjunnar (međ slapplegt álit!), voru međal ţeirra einungis átta ađila, sem sendu umsögn til Alţingis um frumvarp ţetta, sem hefur einhvern veginn runniđ ţar í gegn án verulegrar athygli landsmanna, á sama tíma og margt annađ og ţungvćgt var í ţingmálaumrćđunni. En eitt álit ţarna, afar vandađ, vekur sérstaka athygli undirritađs, áđur en hann hefur fariđ yfir hin álitin, og er ţetta frá Viđari Gudjohnsen, og verđur ţađ nú birt hér sem e.k. viđhengi í athugasemd hér fyrir neđan, enda er ţetta opinbert gagn og tekiđ af alţingisvefnum (hér: https://www.althingi.is/altext/erindi/149/149-4645.pdf).

Jón Valur Jensson.


mbl.is Helgidagafriđur ekki lögbundinn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristin stjórnmálasamtök

Álit Viđars Gudjohnsen, sem sérstök ástćđa er til ađ birta hér í heild: 

Nefndarsviđ Alţingis

Allsherjar- og menntamálanefnd Austurstrćti 8-10

150 Reykjavík

Reykjavík 13. mars 2019

Efni: Umsögn um 549. mál 149. löggjafarţings: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um helgidagafriđ og lögum um 40 stunda vinnuviku.

Formáli.

Ađ mati umsagnarađila, sem er fyrrv. lyfsali, međ mikla reynslu af verslun er frumvarp ţetta dapurleg ađför gegn rétti verslunarmanna til ţess ađ njóta almennra frídaga. Á stúdentsárum starfađi umsagnarađili viđ eldsneytis- og timbursölu, eftir nám hefur umsagnarađili starfađ í ţrjú ár sem apótekari í Ţýskalandi, ţar af tímabundiđ sem yfirlyfjafrćđingur í stóru hollensku ţjónustuapóteki, sem lyfjafrćđingur í finnsku apóteki og í tćplega fimm ár viđ lyfsölu hér á Íslandi, ţ. á m. sem lyfsöluleyfishafi.

Greinagerđ.

Viđ fyrstu sýn virđist frumvarp ţetta snúast um hvort menn megi spila bingó eđa drekka sig fulla á krám á föstudaginn langa. Í ţađ minnsta eins og stuđningsmenn ţess reyna ítrekađ ađ selja máliđ. En máliđ er flóknara.

Flest verslunarfólk vinnur á vöktum og er ekki alltaf í ţeirri stöđu ađ geta hitt fjölskyldu sína eins oft og ađrir launamenn. Verslunarfólk vinnur oft vaktir um helgar og eftir klukkan fjögur á virkum dögum. Á örfáum helgidögum er ţó undantekning frá ţeirri meginreglu vegna ţeirra krafa sem finna má í lögum um helgidagafriđ. Í ţeim lögum er almennur verslunarrekstur bannađur á ákveđnum skilgreindum helgidögum, ţó međ mjög rúmum undantekningarákvćđum sem lýst verđur nánar hér ađ neđan en viđ getum sagt sem svo ađ vegna laganna getur verslunarfólk svona ađ almennt séđ gengiđ ađ ţví vísu ađ fá a.m.k. stund međ fjölskyldunni seinni part ađfangadags, á jóladag og á föstudeginum langa.

Ţví skal haldiđ til haga ađ ţćr takmarkanir á verslunarţjónustu sem finna má í lögum um helgidagafriđ, nr. 32/1997, međ síđari breytingum eru mjög hógvćrar og eiga ađeins viđ um mjög fáa daga enda eru undanţágur miklar. Ţví er algjör óţarfi ađ breyta lögunum. Sem dćmi má nefna ađ nú eru flestar verslanir opnar annan í jólum, á skírdag, annan í páskum og satt ađ segja eiginlega öllum helgidögum nema kannski síđdegis á ađfangadag, á jóladag og föstudaginn langa. Ţađ ađ fćra ţessa daga inn í lög um 40 stunda vinnuviku, nr. 88/1971 mun óhjákvćmilega hafa ţađ í för međ sér ađ ţessir ţrír dagar nefndir hér ađ ofan, ţ.e. hluti ađfangadags, jóladagur og föstudagurinn langi, muni lúta sömu lögmálum og ađrir dagar í ţeim lögum. Í ţeirri umrćđu má nefna ađ einu ađilarnir sem vinna á sjálfum frídegi verslunarmanna eru verslunarmenn.

Til fróđleiks má nefna ađ til Ţýskalands koma nokkru fleiri ferđamenn en hingađ. Ţar er ţó, rétt eins og hérlendis, verslunarbann á helgidögum. Ekki bara ţađ heldur eru sunnudagar taldir til helgidaga og ţví verslanir lokađar. Rétt eins og hér eru ţó undanţágur frá helgidagafriđi. Hérlendar undanţágur, sem eru tilgreindar í 1. tölul. 1. mgr. 5. gr. laga um helgidagafriđ, eru: „Gististarfsemi og tengd ţjónusta, starfsemi lyfjabúđa, bensínstöđva, bifreiđastöđva, verslana á flugvöllum og fríhafnarsvćđum, blómaverslana, söluturna og myndbandaleigna, svo og starfsemi matvöruverslana međ verslunarrými undir 600fermetrum ţar sem a.m.k. 2 /3 hluti veltunnar er sala á matvćlum, drykkjarvöru og tóbaki." Ţađ er ţví hćgt ađ segja ţađ međ vissu ađ enginn ferđamađur svelti eins og sumir stuđningsmenn frumvarpsins hafa opinberlega haldiđ fram.

Niđurstađa og tillögur

Nćr allir vilja fjölskylduvćnt samfélag, mannúđlegt samfélag ţar sem menn geta átt góđar stundir međ fjölskyldunni. Í raun ćtti frekar ađ skerpa lögin um helgidagana. Stefna á ađ gera hvíldardaginn ađ fjölskyldudegi, eins og tíđkast í Ţýskalandi. Augljóst er ađ verkalýđsfélögin hafa algjörlega klúđrađ ţeim málum. Ţađ sést bersýnilega á ţví, eins og greint var frá hér ađ ofan, ađ verslunarmađurinn er sá eini sem vinnur á sjálfum frídegi verslunarmanna og verslanir eru nćr ţađ eina sem er opiđ á ţessum frídegi sem ţó er kenndur viđ verslunarmenn. Frelsiđ sem bođađ er í ţessum drögum er ekkert annađ en aukiđ bođvald verslunareigandans yfir launţeganum, fjölskyldulífi til feigđar. Ţeir ţekkja ţađ flestir sem unniđ hafa í verslunum ađ ţeir hafa takmarkađan samningsrétt ţegar kemur ađ vinnutíma sínum.

Lagt er til ađ lagafrumvarp ţetta, um breytingu á lögum um helgidagafriđ og lögum um 40 stunda vinnuviku, sé dregiđ til baka og sett í pappírstćtarann.

Viđar Guđjohnsen

--- Skorinort, og ţakka má Viđari ţessa vörn hans fyrir heilbrigt fjölskyldulíf, réttindi verzlunarmanna og annarra og nauđsynlega hvíld launţega sem annarra á hátíđarstundum. Ţađ getur enginn haldiđ ţví fram, ađ 3-4 lokunardagar á ári komi í veg fyrir ađ menn geti birgt sig upp ađ nauđsynjum! --JVJ.

Kristin stjórnmálasamtök, 13.6.2019 kl. 14:50

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ţegar stjórnvöld ítrekađ taka rangar ákvarđanir og gera sér ekki grein fyrir samhengi hins andlega og hins veraldlega er ekki von á góđu. Allar rangar ákvarđanir munu á endanum hafa afleiđingar. Ţađ versta er ađ afleiđingar rangra ákvarđana stjórnvalds lenda ekki einvörđungu á ţeim sem ákvarđanirnar taka heldur á ţjóđinni allri. Ţeir sem leita ekki skjóls undir náđarvćng Drottins geta veriđ berskjaldađir ţegar afleiđingarnar koma í ljós.

Ţjóđ sem er uppfull af sjálfshyggju og sniđgengur allt sem er Guđlegt og heilagt fer villu vegar og getur ekki átt von á góđu. Ađ hafna Skaparanum og Hans leiđbeiningum er ađ hafna sinni eigin velferđ, ţađ mun koma niđur á okkur fyrr eđa síđar.

Mér ţykir leitt ađ segja ţađ en ég er hćttur ađ vera hissa á ţví sem frá Sjálfstćđisflokknum kemur, hann er kominn langt frá uppruna sínum og ţeim gildum sem hann stóđ fyrir í marga áratugi.

Tómas Ibsen Halldórsson, 13.6.2019 kl. 15:00

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri fćrslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.11.): 17
 • Sl. sólarhring: 18
 • Sl. viku: 749
 • Frá upphafi: 469973

Annađ

 • Innlit í dag: 15
 • Innlit sl. viku: 671
 • Gestir í dag: 15
 • IP-tölur í dag: 15

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband