Færri en maður hélt

Ekki munu lútherskir vera fjöl­menn­ir í Evr­ópu­sam­band­inu. Þannig skiptast menn þar eftir trú­félags­aðild:

Roman Catholic 48%, Protestant 12%, Orthodox 8%, other Christian 4%, Muslim 2%, other 1% (includes Jewish, Sikh, Buddhist, Hindu), atheist 7%, non-believer/­agnostic 16%, unspecified 2% (2012 estimate). --Heimild: CIA Factbook.

Atheists getum við þýtt: guðleysingjar eða guðs­afneitendur, en non-believ­ers/agnostics = trúlausir eða þeir sem telja ekkert verða vitað um tilvist Guðs eða guða. Síkhar og hindúar koma frá Indlandsskaga. "Other Christian" gæti reyndar náð yfir söfnuði hvítasunnumanna og aðra frjálsa söfnuði.

Sem kunnugt er, voru kalvínistar allfjölmennir í Hollandi (og í Sviss, sem er ekki í ESB), en hreinkalvínskir eru reyndar ekki nema 2,9% nú í Hollandi, aðrir mótmælendur þar 12%), en múslimar orðnir 5,1%.

En lútherskir eru margir á Norður­löndunum og í uppruna­landi þess siðar, Þýzkalandi (26% þar), en samt ná þeir því ekki samanlagt (að meðtöldum kalvín­istum og öðrum mótmælendum, protestants) að vera nema tæplega áttundi hver maður í Evrópu­sambandinu. Kaþólskir eru að meðtöldum rétt­trún­aðar­kirkju­mönnum (orþódoxum) 56% íbúa ESB. Munar þar mikið um löndin í Suður-Evrópu, Írland, Pólland og Frakkland (um 63-66% í því landi), en í Belgíu er hálf 11,6 milljóna þjóðin kaþólsk og í Þýzkalandi 28,2% (2017) af 80 milljóna þjóðinni, en 62% hinna 5,5 milljóna íbúa Slóvakíu.

Undirritaður fór ekki að átta sig á þessari heildarmynd fyrr en nú í dag.

JVJ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Nóv. 2019
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.11.): 2
 • Sl. sólarhring: 46
 • Sl. viku: 734
 • Frá upphafi: 469958

Annað

 • Innlit í dag: 2
 • Innlit sl. viku: 658
 • Gestir í dag: 2
 • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband