Morðárásir á konur virðast islamistum hugleiknar

Ung kona, Michaela Dunn, 24 ára, var skorin á háls í Sidney í Ástralíu í gær, og tókst ekki að bjarga lífi hennar, gerandinn múslimi sem hrópaði "Allah akbar" (A. er mikill) að lokinni þeirri hnífsárás sinni og annarri, einnig á konu, þá úti á götu.

 
Sú látna í Sidney, Michaela Dunn

 

Við megum minnast þess, að hér á landi hafa þrír trúfélagar þessa manns -- sem í heildina eru varla 1500 talsins -- ráðizt hér á fólk og drepið:

 • á konuna á Akranesi
 • á konuna á Hagamel
 • og á eldri mann, öll látin.

Viðhorf eins eða tveggja gerendanna vekja áhyggjur: hafnað ábyrgð og glott að réttinum. Einhver líkti þessum þremur morðum við það, að Íslendingar í Danmörku og Noregi (sem eins og múslimar hér hafa rifið sig upp með rótum frá ættlandi sínu) hafi líka framið þrjú morð á nýliðnum árum. En Íslendingar í þeim tveimur löndum eru á 11. þúsund manns, á móti varla 1500 múslimum hér á landi, þannig að ólíku er saman að jafna um morðtíðnina. Þessi þrjú morð hafa þó ekkert spásagnar-, hvað þá alhæfingargildi, en það þarf að rannsaka þessi mál betur, m.a. með hliðsjón af mörgum s.k. "heiðursmorðum" í Skandinavíu. Er það eitthvað sem gerir morðárásir á konur hugleiknari en á karla í huga islamista?

Nánar á eftir. En hér er BBC-frétt um árásirnar á áströlsku konurnar, með myndinni hér ofar af hinni látnu Michaelu Dunn: https://www.bbc.com/news/world-australia-49344703

JVJ.


mbl.is Fórnarlambið starfaði í kynlífsiðnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta hefur meira að gera en trúarbrögð mannsins, en svo vill til að þeir taka upp öfgafyllsta formið af vegna þessa.

,,The alleged attacker has a history of mental health problems, homelessness and drug use.''
https://www.news.com.au/national/crime/accused-sydney-stabber-was-a-loner-with-history-of-drugs-and-mental-health-issues/news-story/13a3d479e865478ef9946c028dc896af

Bessi Egilsson 16.8.2019 kl. 03:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Nóv. 2019
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.11.): 2
 • Sl. sólarhring: 46
 • Sl. viku: 734
 • Frá upphafi: 469958

Annað

 • Innlit í dag: 2
 • Innlit sl. viku: 658
 • Gestir í dag: 2
 • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband