Ótrúlegt af Kristi að boða lærisveinum sínum önnur eins verkefni?

Ýmsir kunna að líta á það sem ótrúlegt af Jesú Kristi að segja post­ulum sínum að gera allar þjóðir að læri­sveinum og kenna þeim að halda allt það, sem hann hafði kennt þeim. 

En kristnir menn eiga að fylgja Kristi og upp­fylla þetta boð hans. En já, vissu­lega er nær ótrú­legt, að einhver per­sóna boði læri­sveinum sínum annað eins verkefni – ekki sízt þar sem sama per­sóna er í raun kjarni og höfuð­inntak þess boðskapar sem þeir áttu að dreifa út um alla jörð.

Menn, sem í alvöru lesa Nýja testamentið og skoða t.d. bara eitt guðspjall grand­gæfilega, komast að því, að Jesús frá Nazaret var ekki einhver rós­rauður umburðar­lyndis­náungi sem boðaði það sem allir séu í raun samþykkir, loðin og þægileg kærleiksboð, heldur gerir hann hinar víð­feðmustu kröfur sem mennskur hugur getur hugsað sér. Eins og ýmsir, þar á meðal kristnir trú­varnar­menn, hafa bent á: Annaðhvort var hann vit­skertur eða hann var guðlegs eðlis. 

Úr athugasemd í umræðu sem áður birtist hér.

Jón Valur Jensson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Nóv. 2019
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.11.): 2
 • Sl. sólarhring: 46
 • Sl. viku: 734
 • Frá upphafi: 469958

Annað

 • Innlit í dag: 2
 • Innlit sl. viku: 658
 • Gestir í dag: 2
 • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband