Þjóðin fái að endurheimta raforku­sjálfstæði sitt -- Engan Op.4! -- Leysum upp orku­pakka­regluverkið!

Ríkisstjórnin og forsetinn brugð­ust í orkupakka­málinu. Kann ég þeim engar þakkir fyrir svikin við land okkar og þjóð.
 
Samþykkt OP3 stað­festir hugleysi, svik og undir­lægjuhátt viðkom­andi þingmanna. Stærsti stjórnmála­flokkur landsins, sem flestir kusu vegna stefnu hans gegn innlimun í ESB, sveik kjósendur sína.
 
Fyrir síðustu alþingiskosningar var þriðji orku­pakkinn ekki kosninga­mál enda fæstir meðvitaðir og upplýstir um hugsanlegar afleið­ingar þess sem orku­pakka­regluverkið býður upp á en það eru fjárfestingar ríkra fjárfesta (virkjanavíkinga) í orkugeiranum. Kjósendum var aldrei sagt frá innleiðingu númeruðu pakkanna. En nú er stór hluti þjóðarinnar vaknaður og á eflaust eftir að krefjast þess að Ísland leysi upp orkupakka­regluverkið.
 
Þegar fjórði orkupakkinn kemur til meðferðar hjá sameigin­legu EES-nefndinni ættum við Íslendingar að krefjast þess að Ísland verði undanþegið öllum gerðum hans og að Ísland standi utan alls orkupakka­regluverksins enda mun OP4 fella eldri orkupakka úr gildi.
 
Með því að hamra strax á kröfunni um að hafna OP4 getur þjóðin gefið þau skilaboð til orkufjárfesta að orkupakkaregluverkið er ekki komið til að vera og eingöngu tíma­spursmál hvenær íslenska þjóðin leysir það upp og sviptir þá öllum þeim rétti og gróðavonum sem það veitir þeim. Í því fælist fælingar­máttur að þjóðin hóti að endur­heimta raforkusjálfstæði sitt þannig að framleiðsla, dreifing og sala á raforku verði alfarið á forsendum almenningshagsmuna.
 

mbl.is Flýta lagningu háspennulínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

of seint !

Erla Magna Alexandersdóttir, 12.9.2019 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Nóv. 2019
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.11.): 2
 • Sl. sólarhring: 46
 • Sl. viku: 734
 • Frá upphafi: 469958

Annað

 • Innlit í dag: 2
 • Innlit sl. viku: 658
 • Gestir í dag: 2
 • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband