Kristið og farsælt hjónaband -- munið eftir ástarorðunum

"Þú þiggur það eitt sem þú þakkar. Án þakkar er gjöfin þér engin gjöf. Þú verður snauðari en ella."

Svo mælti herra Sigur­björn Einarsson biskup við brúðkaup dóttur hans Rannveigar og Bernharðs Guð­munds­sonar 1959. Hún var þá orðin hjúkrunar­kona, en hann á leið með að verða prestur.

Eftir að hafa verið gift í rúma hálfa öld voru þau hjónin í viðtali í Morgunblaðinu, sérlega áhugaverðu að lesa, hlýju og gefandi. Þar segir m.a. undir lokin:

En hver eru ráð þessara farsælu hjóna til þeirra sem nú eru að ganga í hjónaband?

"Ekki taka það sem sjálfsagðan hlut að lífið sé dans á rósum, reyna að láta sér þykja vænt um maka sinn eins og hann er og finna svo hvernig kærleikurinn dýpkar með árunum," segir Rannveig.

"Við höfum haft það fyrir sið að biðja hvort fyrir öðru og við biðjum alltaf saman á kvöldin áður en við förum að sofa. Hafi eitthvað komið upp á þá er það leyst áður en gengið er til svefns," segir Bernharður. "Sagan um gulleplið er góð, um leiðarhnoðað sem þar er farið eftir; taka eftir hvað makinn gerir fyrir mann og þakka það – líka hið hversdagslega. Kunna að fyrirgefa, þá er það fyrirbænin og loks: munið eftir ástarorðunum."

Gleði Bernharður Guðmundsson og Rannveig Sigurbjörnsdóttir hafa verið gift í rúmlega fimmtíu ár og hafa rækað ástina.

Gleði. Bernharður Guðmundsson og Rannveig Sigurbjörnsdóttir hafa verið gift í rúmlega fimmtíu ár og hafa rækað ástina. — Morgunblaðið/RAX (Mbl.18.3.2011).

 

Greinin er ÖLL HÉR og fleiri myndir þar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Nóv. 2019
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.11.): 2
 • Sl. sólarhring: 46
 • Sl. viku: 734
 • Frá upphafi: 469958

Annað

 • Innlit í dag: 2
 • Innlit sl. viku: 658
 • Gestir í dag: 2
 • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband