Huggunarstef

eftir Hjalta Magnússon (1839-1899). Eftirfarandi inngangsorđ hefur hann ađ ţessu stutta kvćđi sínu:

Ekkja ein bađ mig í raunum sínum ađ gera fyrir sig vísur:

 

Ţeir sem rekast raunir í

reiđi sig á ţetta: 

Alvalds náđ er ávallt ný

og hans miskunn rétta.

 

Ef ţeir trúa´ og treysta á

trygga vininn hćđa,

međulunum miđlar sá,

er mýkja allt og grćđa.

 

Ţegar neyđin ţykir stćrst --

ţađ hef ég oft mátt reyna --

er hans náđin ávallt nćst,

međ úrlausn flestra meina.

 

 

Hjalti var Vestfirđingur, Djúpmađur fyrst og fremst, af prestaćttum miklum (m.a. sjö prestum ađ langfeđgatali og ţrefaldur frćndi Jóns forseta). Hann var allvíđa vinnumađur, einnig viđ Breiđafjörđ, og formađur til sjós, en fekkst viđ barnakennslu á efri árum. Kvćntur var hann Friđrikku, dóttur Kristjáns sterka á Borg í Arnarfirđi; ţau skildu, en eitt barna ţeirra var Magnús, skáldiđ á Ţröm, en auk ţess átti hann tvo syni, fyrir og eftir sína hjúskapartíđ (og var annar ţeirra afi undirritađs). Ekki mun annađ út gefiđ eftir hann en 16 blađsíđna ljóđakver: Einfeldningur. Nokkur ljóđmćli (Ísaf. 1898, eiginútgáfa), en svo sem til skýringar á kversheitinu hefur hann ţessa vísu á forsíđu:

  • Einföldum og óupplýstum, efnasmáu
  • bjóđast ţessar bögur fáu,
  • en brögnum ekki menntaháu.

 

(Bragnar: menn.) Sjá nánar um Hjalta: fćrslu á Kirkjunetinu í fyrrasumar međ einu lengra trúarkvćđi hans.

Jón Valur Jensson.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Des. 2019
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri fćrslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (11.12.): 1
 • Sl. sólarhring: 21
 • Sl. viku: 594
 • Frá upphafi: 471614

Annađ

 • Innlit í dag: 1
 • Innlit sl. viku: 499
 • Gestir í dag: 1
 • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband