Samherjar okkar í Noregi taka afstöðu með frelsi samkynhneigðra til að fara í meðferð

Kristi­legi þjóðarflokk­ur­inn í Noregi neit­ar að taka þátt í því með hinum þremur stjórn­ar­flokk­unum (Hægri, Vinstri og Fram­fara­flokk­num) að banna meðferð við sam­kyn­hneigð. Með slíku banni hefur það verið haft sem rök­semd, að dæmi séu um, að við slíka með­ferð hafi verið beitt óeðli­legum, þving­andi aðferðum. Svokölluð homoterapi, sem þar er mest rætt um, er þó fjarri því að vera eina aðferðin, sem beitt er á þessu sviði (sbr. hér um mis­mun­andi að­ferð­ir ýmissa fagaðila), og sömuleiðis fer því fjarri, að meiri­hluti aðferð­anna taki á samkyn­hneigð meðal unglinga undir lögaldri eða gefi for­eldrum þeirra færi á að ráðsk­ast með börn sín.

Rop­stad, barna- og fjöl­skyldu­málaráðherra rík­is­stjórn­ar­inn­ar, telur að bann við "kyn­ferðis­legri leiðrétt­ing­armeðferð" (n. seksu­ell reorienter­ing eða kon­vert­er­ingsterapi) þjóni eng­um til­gangi; of­beldi og meðferðarúr­ræði, sem skaðað geti fólk, sé þegar bannað með lög­um í Nor­egi.

"Ég sé ekki þörf­ina fyr­ir að banna eitt­hvað sem er þegar bannað," sagði Rop­stad í viðtali við Verdens Gang í gær.

Slíkar meðferðir fyrir sam­kyn­hneigða mættu þó vel sæta eftir­liti að mati undirritaðs, en of langt er gengið að ætla sér að banna þær allar án greinar­munar, enda hafa menn almennt haft valfrelsi til að velja sjálfir slíkar leiðir og að endur­skipu­leggja líf sitt í átt til gagn­kyn­hneigðar, rétt eins og mönnum er nú gefið frelsi til að fara í fegrunar­aðgerðir og það jafnvel borgað að meira eða minna leyti af ríkisfé. 

En um þetta mál er nú deilt í Noregi, eins og lesa má í frétt Mbl.is (tengill hér neðar), en málið verður tekið fyrir í norska Stórþinginu nú í desember.

Til Kristilega þjóðarflokksins norska, eins og til annarra slíkra á hinum Norður­lönd­unum, höfum við í Kristnum stjórn­mála­samtökum (KS) löngum litið sem andlega skyldra, rakið upphaf og fram­gang þess norska flokks allt frá fyrri hluta 20. aldar og vitnað til stefnu­mála hans í greinum á þessu vefsetri. Því er eðlilegt að tala hér um norska flokkinn sem samherja okkar, þótt enn hafi engin ákvörðun verið tekin um að stofna hér kristi­legan þjóðar­flokk. En í KS, sem starfar sem málfundafélag, eru nú 25 félagsmenn.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Deilt um meðferð við samkynhneigð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Des. 2019
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (11.12.): 1
 • Sl. sólarhring: 21
 • Sl. viku: 594
 • Frá upphafi: 471614

Annað

 • Innlit í dag: 1
 • Innlit sl. viku: 499
 • Gestir í dag: 1
 • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband