Hvítasunnan: Þegar áfengur andi kom yfir Íslendingana

Hvítasunnan er hátíð sem kristnir menn halda til að minnast þess að heilagur andi kom yfir postula Krists. Þrátt fyrir það bar ekki mikið á heilögum anda meðal Íslendinga á hvítasunnunótt. Í miðbæ Reykjavíkur voru gerðar 7 líkamsárásir, 6 voru teknir við ölvun við akstur, 67 ára karlmaður var lokkaður inn í húsasund og rændur og barinn, kjörbúð var sömuleiðis rænd og fólk veittist að lögreglu við störf sín á Akureyri.

Að mínu mati ættu Íslendingar nú að hugleiða hvert hin svokallaða "drykkjumenning" þeirra stefnir. Áfengisauðvaldið er orðið svo sterkt að maður, sem fær á sig "bindindispostula"-stimpilinn, telst varla marktækur. Allt á að vera fljótandi í víni og ef einhver mótmælir er hann kallaður bindindispostuli og afturhaldstittur. Menn vilja auðvelda aðgang að áfengi með því að færa það í matvöruverslanir. Menn vilja taka sölu þess úr höndum ríkisins sem hingað til hefur a.m.k. haft einhverja stjórn á málunum. Að lokum verður svo komið að enginn getur gripið í taumana þegar í óefni er komið og hið íslenska svall með öllum sínum miður geðslegu fylgifiskum mun blómstra enn betur en nú um helgina.

Og hvað gerist svo þegar áfengispeningarnir eru komnir í vasa ríkisbubbanna í stað þess að fara í sameiginlegan sjóð okkar skattgreiðanda? Ætla þeir þá líka að borga fyrir rekstur meðferðarstofnana og annan skaða sem hlýst af ofneyslu vímuefna? Að sjálfsögðu ekki. Við skattgreiðendur munum sitja uppi með kostnaðinn. Lifi frjálshyggjan!

Að mínu mati fer bindindi og hófsemd í víndrykkju vel saman við kristna trú og mér finnst að kristin stjórnmálasamtök ættu að vera málsvari slíkra gilda. Hátíðin, sem við höldum vegna fæðingar frelsarans, er löngu orðin að hátíð Mammons á Íslandi og svo virðist sem hátíð hins heilaga anda sé að breytast í hátíð Bakkusar. Þykir þjóðinni þessi öfugþróun í raun og veru góð og blessuð?

K3


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Nóv. 2019
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.11.): 17
 • Sl. sólarhring: 18
 • Sl. viku: 749
 • Frá upphafi: 469973

Annað

 • Innlit í dag: 15
 • Innlit sl. viku: 671
 • Gestir í dag: 15
 • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband