Kristnir stjórnmálaflokkar í 36 löndum Evrópu – en ekki hér?

Skrýtiđ hvađ menn geta bođiđ öđrum upp á af "rökum" gegn ţví sem ţeim er uppsigađ viđ. Hver á fćtur öđrum lýsa vantrúar- og efasemdamenn ţví yfir, ađ ţađ sé alls ekki viđ hćfi ađ "blanda saman trú og stjórnmálum" og ađ kristnir stjórnmálaflokkar séu nánast per definitionem eđa samkvćmt skilgreiningu "öfgaflokkar".

Kemur ţađ heim og saman viđ stađreyndir frá okkar eigin heimsálfu? Vita ţessir menn yfirleitt nokkuđ um hina kristnu lýđrćđisstefnu sem búiđ hefur ađ baki fjölmörgum samtökum ţar og jafnvel mestu valdaflokkum álfunnar? Er ţađ ţessi stjórnmálastefna, sem ber ábyrgđ á ţeim alrćđisstefnum sem skók mestalla Evrópu nánast til grunna á fyrri hluta 20. aldar? Vitaskuld ekki, heldur var ţessi stefna mótvćgi gegn ţeim grimmdarstefnum – bara ekki nógu sterkt mótvćgi til ađ koma í veg fyrir sigur ţeirra um langa hríđ. En eftir stríđslok áttu ţessir flokkar sinn mikilvćga ţátt í uppbyggingunni, sem viđ tók, bćđi á Ítalíu og ekki sízt í Ţýzkalandi, undir traustri stjórn Konrads Adenauer og Ludwigs Erhard. Ţar var bćđi veriđ ađ byggja upp ţjóđir og atvinnulíf ţeirra.

Ţađ er sérkennileg "tilviljun" ađ téđir gagnrýnendur kristinna flokka eru einmitt á öndverđum meiđi viđ kristna kenningu og gjarnan ýmist úti á yzta kanti stjórnmála sjálfir eđa fulltrúar eignarhaldsfélaga einhverrar deildar í Fjórflokknum frćga sem fengiđ hefur ađ ráđskast međ örlög Íslendinga í marga áratugi og vill gjarnan fá ađ halda ţví áfram. Vitaskuld vilja ţeir ekki, ađ siđakenning kristninnar fái neins stađar áheyrn í stjórnmálaflokkunum, ţađ er búiđ ađ úthýsa henni úr bćđi Framsóknarflokki og Sjálfstćđisflokki eins og öđrum, og á svo ađ fara ađ stofna hér einhvern nýjan flokk til ađ trufla ţađ dásemdarverk? Nei, svo sannarlega ćtla ţeir sjálfir ađ halda áfram ađ endurmóta hér ţjóđlífiđ međ alls kyns nýstárlegri siđfrćđi sinni, mótađri eftir ţörfum efnishyggjunnar og gott ef ekki međ góđu blandi af nautnahyggju sem kryddi í ţá dásamlegu tilveru, ţar sem allt á ađ vera leyfilegt, skemmtistađir opnir nánast allan sólarhringinn (rétt eins og stórmarkađir međ tilheyrandi óţarfa helgarvinnu), ennfremur fósturdráp, vćndi, sala á líffćrum (međ sérdeildum fyrir unglinga), umskipting á kyni á kostnađ skattborgara, kennsla í hollustu sjálfsfróunar í grunnskólum (ţetta er ekki mislestur, lesandi góđur) og ţar fram eftir götunum.

Ţađ versta er, ađ ţađ hefur enginn, jafnvel ekki "íhaldsflokkarnir", ţorađ ađ segja eitt né neitt viđ ţessum stefnumálum nýfrjálshyggjunnar á siđferđissviđinu, jafnvel ekki ţótt vegiđ sé ađ véum fjölskyldna og foreldravalds. Og ţrátt fyrir alla afneitun nýfrjálshyggjunnar á efnahagssviđinu gangast gamlir sem ungir sósíalistar ţessari ofurfrjálshyggju á siđferđissviđinu á hönd, ef ekki í verki, ţá međ ţögninni.

Upplausn siđferđis birtist einnig í skyndilegu vingli umtalsverđs hluta landsmanna hvađ varđar ţađ hvort ţeir vilji yfirleitt sjálfstćtt ţjóđríki eđa ekki – sá barlómur heyrist ć oftar, ađ viđ getum ekki stjórnađ okkur og ađ ţá sé bara ađ gefast upp og "láta ađra um ađ stjórna ţessu skeri".

Ţessi upplausn, ţessi trúardeyfđ og skortur á hugrekki og einurđ ađ takast á viđ verkefnin í nútíđ og framtíđ gengur ekki og mun engu skila okkur. Menn verđa ađ taka á sig rögg og leysa af sér viđjar vana og deyfđar, ađgerđarleysis og undirgefni viđ ţau stjórnmálaöfl sem ţeir lúta hér ár eftir ár, eins og stađfastir forlagatrúarmenn ţrátt fyrir ţá áţján sem ţeir upplifa á sjálfum sér. Nú verđur ţađ nýjast ađ láta bjóđa sér ofurskatta í tugmilljörđum talda, sem kryppla hér atvinnulíf og framtak, í stađ ţess ađ menn hefđu átt ađ gćta ábyrgđar sinnar og taka undir međ ţeim röddum sem kröfđust hér samdráttar í allt of útbólgnum ríkisrekstri. Ţađ kemur alltaf í hausinn á okkur, ef viđ höfum ekki reynzt nógu hugrökk og framtakssöm. 

Krefjumst uppstokkunar í stjórnmálum! Tökum undir međ ţó ađ minnsta kosti eina vonarljósinu sem nú berst frá Samfylkingunni, ţ.e. tillögu Björgvins G. Sigurđssonar um ađ gera landiđ allt ađ einu kjördćmi. Fylgjum ţví svo eftir, látum ekki Fjórflokkinn skammta okkur réttlćtiđ og saltiđ út í grautinn, heldur tökum örlögin og framtíđina í okkar eigin hendur, og verum ţess međvituđ, ađ ţađ gerum viđ bezt međ samstilltu átaki fjöldans, ekki einn og einn út af fyrir sig í sínu horni.

En nú ćttu menn ađ skođa listann yfir kristna stjórnmálaflokka í 36 löndum: Kristnir stjórnmálaflokkar í Evrópu, og hafa ţó hugfast, ađ kristnir flokkar eru miklu fleiri í raun, m.a. í Suđur-Ameríku ţar sem ţeir hafa veriđ fulltrúar umbóta í ţágu alţýđu, en jafnframt stöđugleika og mannréttinda, andstćtt byltingarhreyfingum frá hćgri og vinstri.

Jón Valur Jensson. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Ţór Kolbeinsson

Ţetta er einmitt ţađ sem ég reyndi ađ benda fólki á ţegar ţiđ tilkynntuđ ađ ţiđ hygđust bjóđa ykkur fram í nćstu kosningum.  Ţessi listi er ekki tćmandi fyrir Evrópu ţví ţarna eru einungis kristnir demókratar, en einnig eru til stjórnmálasamtök kristinna sósíalista og annarra stjórnmálastefna ţ.a.m. mjög íhaldssamir sem virđist vera ţađ eina sem Íslendingum dettur í hug ţegar minnst er á kristin stjórnmálasamtök.

Axel Ţór Kolbeinsson, 13.11.2009 kl. 09:04

2 Smámynd: Kristin stjórnmálasamtök

Kćrar ţakkir fyrir ţetta, Axel Ţór. Ţarna bćtast fimm evrópskir flokkar viđ, auk fimm suđuramerískra (og svo á ég eftir ađ athuga, hvort allir eru ennţá starfandi). Kristinn sósíalismi var reyndar mikilvćg stefna í Bretlandi og Ţýzkalandi á 19. öld, og sjálft heitiđ, 'kristinn sósíalismi', var jafnvel ţađ sem menn voru ađ velta fyrir sér (ekki sízt kaţólskir) sem heildarnafni á stjórnmálahreyfingu kristinna manna, en úr varđ, ađ menn vildu ekki láta rugla ţessu saman viđ róttćkari sósíalisma og völdu ţví heitiđ 'kristinn lýđrćđisflokkur' víđast hvar. Jafnvel í Danmörku var áriđ 2003 skipt út nafninu Kristeligt Folkeparti yfir í Kristendemokraterne (KD-DK), eins og í Svíţjóđ og Finnlandi, ţar sem ţeir heita sama nafni (á sćnsku: Kristdemokraterna). – Međ góđri kveđju, JVJ.

Kristin stjórnmálasamtök, 13.11.2009 kl. 09:32

3 Smámynd: Axel Ţór Kolbeinsson

Kristinn sósíalismi er enn í gangi í Bretlandi, en er nú ađildarfélag ađ Verkamannaflokknum.  Christian Socialist Movement.

Axel Ţór Kolbeinsson, 13.11.2009 kl. 09:38

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, Axel, en Verkamannaflokkurinn brezki hefur haldiđ uppi andkristinni stefnu í málefnum ófćddra barna og fleiri málum. Ţađ er líka kominn til kristinn flokkur í Bretlandi, vćntanlega heilsteyptari í ţessu en flokkur Gordons Brown. En ţakka ţér innleggiđ og tengilinn.

Jón Valur Jensson, 13.11.2009 kl. 15:51

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri fćrslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.11.): 17
 • Sl. sólarhring: 17
 • Sl. viku: 749
 • Frá upphafi: 469973

Annađ

 • Innlit í dag: 15
 • Innlit sl. viku: 671
 • Gestir í dag: 15
 • IP-tölur í dag: 15

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband