„Snilldarhugsun“ Svavars eða leiddur í gildru þjóðinni til tortímingar?

 • „Það var í raun úrslitafundur í málinu því þá datt okkur í hug þessi leið sem var farin, að ábyrgðarröðin yrði með þeim hætti að ríkið væri aftast, á eftir Landsbankanum og Tryggingasjóði innstæðueigenda,“ segir Svavar.
 • Umrædd leið snýst um, að Tryggingasjóður innstæðueigenda sé útgefandi skuldabréfs fyrir allri upphæð Icesave-skuldbindinganna, Landsbankinn beri ábyrgð á greiðslum sjóðsins og íslenska ríkið loks ábyrgð á greiðslum Landsbankans.

Svo segir í frétt Mbl.is af Wiki-leka tölvupósta milli Indriða H. Þorlákssonar og Marks Flanagans.

Á þetta nú að vera einhver snilld? Hafði Svavar trú á því, að hann gæti bjargað ríkinu frá ábyrgðum, sem það átti ekki að bera, með því að hafa það sem ábeking númer tvö?!  

Að leggja fjöregg þjóðarinnar í hendurnar á svona reikningshausum, honum og Indriða, er til marks um, hve langt er hægt að komast á pólitísku hengiflugi – bæði fyrir slíka í framapoti og fyrir stjórnvöld sem hafa meira flokksvægi en stjórnvizku til að velja sér og þjóðinni leiðandi menn í mikilvægustu samningaviðræður allt frá Sambandslaganefndinni 1918.

En það er algengt bragð í samningum að leggja beitur fyrir menn. Var Svavar kannski látinn halda, að hugmyndin væri frá honum sjálfum komin að búa til þessa röð ábyrgðaraðila: Tryggingasjóðinn fyrst, svo Landsbankann og ríkissjóð "bara síðast"?! 

JVJ. 


mbl.is Icesave-póstar á Wikileaks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Nóv. 2019
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.11.): 2
 • Sl. sólarhring: 46
 • Sl. viku: 734
 • Frá upphafi: 469958

Annað

 • Innlit í dag: 2
 • Innlit sl. viku: 658
 • Gestir í dag: 2
 • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband