Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2009

Hvers vegna á kristinn stjórnmálaflokkur ekki erindi hingađ?

Verđur slíkur flokkur stofnađur nú undir voriđ eđa síđar? Eđa er kristinn flokkur sá eini, sem aldrei má verđa til, eins og heiđingjar og léttkristnir og jafnvel sumir einlćglega kristnir menn hugsa og segja?

Hvađ er ţađ sem veldur ţví, ađ kristiđ nafn sé gert útlćgt frá Alţingi? Hefur sú útilokun reynst farsćla leiđin fyrir stjórnmál hér á landi? Eđa getur veriđ ađ flokkseigendur og hagsmunasamtök vilji af einhverjum ástćđum bćgja kristnum samtökum frá áhrifum á pólitískum vettvangi? Já, getur ţađ veriđ, ađ einhverjir hafi séđ sér hag í ţví ađ halda kristnum sjónarmiđum utan viđ hituna og fjarri öllum stjórnmálaákvörđunum?

Hvađ getur valdiđ slíkri afstöđu? Sjá ţeir í einhverjum stjórnmálaflokki eđa flokkum međfćrilega samstarfsađila, jafnvel verkfćri fyrir sína eigin hagsmunabaráttu? Getur veriđ ađ ţeir vilji einfaldlega ekki kljúfa ţá einingu sem ţar er, vitandi ţađ ađ hún ţjónar ţeim umfram allt vel, fremur en öđrum hópum eđa stéttum?

Getur veriđ ađ sumir óttist ađ kristnir málsvarar verđi gagnrýnir á sérdrćgni, siđferđisupplausn og ósannindi sem á stundum hefur veriđ beitt í viđskipta- og atvinnulífi? Kann ađ vera ađ ţessi fćlni viđkomandi ađila frá umhugsuninni um kristinn flokk hafi veriđ tengd ţví ađ ţeir óttuđust ađ verđa ţar fyrir óvelkominni athygli vegna eigin ofdirfsku viđ ađ nýta sér viđskiptatćkifćri ţar sem röngum međulum var beitt og siglt fram hjá eđlilegum reglum?

Orđheldni í samningum og trúverđugleiki í viđskiptum, ţ.m.t. ađ "falsa ekki vigt og vog" og fegra ekki söluvöru sína, t.d. međ ţví ađ blása ranglega út gildi hlutabréfa, sem og bođorđiđ um ađ segja satt, ekki ósatt – allt er ţetta viss takmörkun á óheft gróđafrelsi og óréttmćta viđskiptahćtti. Og ţetta er sannarlega kristindómur. Einnig hitt ađ treysta ekki á "hinn rangláta Mammon", gera hann ekki ađ guđi sínum, sćkjast ekki umfram allt eftir sívaxandi gróđa og hreykja sér ekki yfir stétt láglaunamanna.

Heyriđ, ţiđ sem segiđ: „Í dag eđa á morgun skulum viđ fara til ţeirrar eđa ţeirrar borgar, dveljast ţar eitt ár og versla ţar og grćđa!“ Ţiđ vitiđ ekki hvernig líf ykkar verđur á morgun. Ţví ađ ţiđ eruđ gufa sem sést um stutta stund en hverfur síđan. Í stađ ţess ćttuđ ţiđ ađ segja: „Ef Drottinn vill ţá bćđi lifum viđ og ţá munum viđ gera ţetta eđa annađ.“ En nú stćriđ ţiđ ykkur í oflátungsskap. Allt slíkt stćrilćti er vont. Hver sem ţví hefur vit á ađ gera gott en gerir ţađ ekki, hann drýgir synd.

Hlustiđ á, ţiđ auđmenn, grátiđ og kveiniđ yfir ţeim bágindum sem yfir ykkur munu koma. Auđur ykkar er orđinn fúinn og klćđi ykkar eru orđin mölétin, gull ykkar og silfur er orđiđ ryđbrunniđ og ryđiđ á ţví mun verđa ykkur til vitnis og éta hold ykkar eins og eldur. Ţiđ hafiđ safnađ fjársjóđum á síđustu dögum. Launin, sem ţiđ hafiđ haft af verkamönnunum sem slógu lönd ykkar, hrópa og köll kornskurđarmannanna eru komin til eyrna Drottins hersveitanna. Ţiđ hafiđ lifađ í sćllífi á jörđinni og í óhófi ... (Jakobsbréf, 4.13–5.5.) 

Getur veriđ ađ slík predikun eigi enn og aftur erindi til einhverra?

K1


Um bloggiđ

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri fćrslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.11.): 2
 • Sl. sólarhring: 46
 • Sl. viku: 734
 • Frá upphafi: 469958

Annađ

 • Innlit í dag: 2
 • Innlit sl. viku: 658
 • Gestir í dag: 2
 • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband