Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2009

Rísum upp til baráttu fyrir land og ţjóđ

Kćru samherjar, ţiđ sem eruđ "verđi keyptir", eins og postulinn sagđi, eđa eruđ ađ minnsta kosti áhugafólk um kristin gildi. Er ekki löngu orđiđ ljóst ađ ađstćđur samfélagsins hafa gerbreyst í pólitískum efnum, voru ađ umbreytast í vetur og fram ađ kosningum, en hafa jafnvel enn tekiđ stórtćkum breytingum á allra síđustu vikum? Hefur ekki Icesave-máliđ enn orđiđ til ađ brengla flokkslínum, sameina suma og sundra öđrum, og liggja ekki hefđbundnu valdaflokkarnir í sárum eftir uppljóstranir um fjármál ţar á bćjum, vegna efasemda um trúverđugleika og ábyrgđar á mörgu sem miđur hefur fariđ?

Skyldi ţetta líka vera verk Guđs? Hér skal ţađ ekki predikađ. Verum ađeins opin fyrir náđ hans og leiđsögn. Áköllum hann, ađ verk okkar verđi ekki til ónýtis, verđi ekki eins og hálmurinn einber, heldur fyrir hans hjálp ađ traustum steinum til ađ byggja upp ţjóđ okkar.

Og vitum viđ ekki líka, ađ allt megnum viđ fyrir tilstuđlan hans, sem okkur styrka gerir (Fil. 4.13, I. Tím. 1.12)? En hvenćr eru menn kallađir til verka? Getur veriđ ađ okkur sé ţađ nú sýnt, ađ Íslendingar eigi ađ sleppa allri minnimáttarkennd gagnvart hinni hefđbundnu 'stjórnmálastétt' (sem nú er fariđ ađ kalla svo) og treysta sjálfum sér til verka međ fulltingi Guđs, já, ekki síst hinir kristnu ţeirra á međal, ef ţeir finna til ábyrgđar sinnar? Segiđ ţá mér, sem ţetta rita, hvort ţiđ teljiđ tíma til kominn ađ stofna opinberlega kristin stjórnmálasamtök.

Krist-bloggiđ birtist ekki enn á almennum síđum Moggabloggsins, eftir skipulagsbreytingu sem ákveđin var ţar um áramótin. Ţess vegna sjá ţetta fáir, helst bloggvinirnir (fjörutíu og fjórir, ţegar hér er komiđ sögu) og ađrir sem vita af okkur. En nú viljum viđ vera í beinna sambandi; tíminn nálgast ţegar viđ upplýsum (hvert fyrir sig) hver viđ erum, ţessi fjögur sem ritađ höfum pistlana á ţessari síđu.

Vafalaust hefur ţađ haldiđ aftur af ýmsum ađ lýsa yfir stuđningi viđ ţessi dularfullu samtök, ţótt andinn í skrifum okkar hafi talađ međ nógu skýrum, kristnum hreimi til ađ ekki yrđi um hann villst. Viđ höfum heldur ekki sóst eftir beinum stuđningi. Viđ erum engir sjálfkjörnir leiđtogar, en höfum ekki viljađ sitja á hugmyndum ykkar og tillögum, sem bćrst hafa međ okkur, og andmćlum gegn veraldarhyggju, ţar sem út úr hefur flóđ svo víđa. Viđ ţökkum ykkur ţetta tćkifćri sem viđ höfum fengiđ til ađ skrifa ýmislegt, ţví ađ ögrun er ţađ og tćkifćri ađ vita af áhugasömum hópi lesenda, sem viđ höfum reyndar alls ekki rćkt sem skyldi á síđasta hálfa áriđ eđa svo.

En nú er tími til kominn til ađ endurnýja samband viđ lesendur, til dćmis međ ţví ađ hafa mjög lengi opiđ á umrćđu um ţessa grein, til ađ kalla eftir viđbrögđum ykkar og áliti og sjá svör ykkar viđ ţeirri spurningu, sem hér var upp borin: Teljiđ ţiđ tíma til kominn ađ stofna opinberlega kristin stjórnmálasamtök? Međ ţeim valkosti vćri ekki veriđ ađ gera lítiđ úr viđleitni fólks í öđrum stjórnmálasamtökum, heldur ađ benda á ađ nú er kannski lag til ađ nýtt hreyfiafl komi inn í myndina og leggist á árarnar međ öđru góđu fólki. Hver stjórnmálasamtök á ţingi hafa sína ţýđingu og geta í mörgum málum ráđiđ úrslitum međ starfi sínu, kynningu málefna og atkvćđum.

Eiga kristnir menn ađ vera sem mest stikkfrí á stjórnmálavettvangi, ţótt ţrengi ađ ţjóđinni, eđa opna hug sinn fyrir möguleika ţess, ađ Guđ kalli okkur einnig til verka á ţessu sviđi?

Tölum saman!

K1 


Um bloggiđ

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Júní 2019
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Eldri fćrslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (26.6.): 122
 • Sl. sólarhring: 140
 • Sl. viku: 561
 • Frá upphafi: 460927

Annađ

 • Innlit í dag: 98
 • Innlit sl. viku: 472
 • Gestir í dag: 93
 • IP-tölur í dag: 93

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband