Bloggfćrslur mánađarins, mars 2010

Er óráđsíu og vinatengslum stjórna lífeyrissjóđa viđ mútugefandi útrásarvíkinga um ađ kenna ađ halli ţeirra er hálf landsframleiđsla?

Svo sannarlega er hćgt ađ láta sér detta ţađ í hug. Árslaun stjóranna fóru allt upp í tćpar 30 millj. kr. fyrir utan fría bíla og önnur fríđindi. Svo voru ţeir í heimsreisum, hótelgistingu og á sumaróđulum erlendis međ mönnum sem reyndust íslenzku viđskiptalífi mesta hermdargjöf frá upphafi. Samkrulliđ – og ţar af leiđandi fjárfestingar lífeyrissjóđa í óveđtryggđum ćvintýrafjárfestingum og peningamarkađssjóđum íslenzkra bankstera – var ţvílíkt, ađ ţađ getur ekki fariđ hjá ţví, ađ viđkomandi skipi allstórt rúm í vćntanlegri skýrslu rannsóknarnefndar Alţingis um bankahruniđ og öll ţau mál.

Ađ öllu međtöldu voru heildareignir lífeyrissjóđanna 2.457 milljarđar króna í árslok 2008. Á sama tíma voru heildarskuldbindingar ţeirra 3.165 milljarđar króna.

 • Skuldbindingar lífeyriskerfisins í heild voru ţví 708,5 milljörđum kr. meiri en sem nam uppsöfnuđum eignum og framtíđariđgjöldum sjóđafélaganna, eđa 22,4%,

segir ennfremur í ţessari frétt Mbl.is, sem lesa má nánar um ţar (tengill neđar). En ţessi halli sjóđanna nemur ţví hátt í hálfri landsframleiđslu (vergri) Íslendinga á einu ári!

Sennilega verđur sú krafa mjög ágeng, ađ ábyrgđarmenn ţessa taps tugţúsunda vinnandi fólks verđi látnir sćta ábyrgđ.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Halli lífeyrissjóđanna 708 milljarđar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Vćndisstarfsemi átti aldrei ađ ná tangarhaldi á Íslandi

Frétt Mbl.is af ţví, ađ Catalina hin suđurameríska hafi reynt ađ "fá samfanga sinn, unga konu, til ađ starfa fyrir sig sem vćndiskona fyrir 500.000 krónur á mánuđi ţegar hún vćri laus úr fangelsi," sýnist bezt hćttuna af ţví, ađ vćndi fái fótfestu hér á landi. Í stađ iđrunar virđist viđkomandi ćtla sér enn meira.

Ţeir mega nú blygđast sín, sem komu ţessum snjóbolta hér af stađ, ţótt hitt beri ađ taka fram, ađ lögregla og dómsyfirvöld hafa stađiđ sig ákaflega vel í ţví síđustu mánuđina ađ gera allt hvađ unnt er til ađ upprćta vćndi og mansal og koma lögum yfir ţá, sem reyna ţađ.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Bauđ samfanga vinnu viđ vćndi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hindúar eru nógu siđsamir til ađ banna nektardans – hví ekki viđ?

Reyndar hefur nektardans ekki ađeins veriđ bannađur hér, heldur einnig komiđ fram í skođanakönnun, ađ skýr meirihluti er á móti honum. "Konur eru ekki vörur sem menn geta keypt og selt ađ vild. Fyrirtćki eiga ekki ađ hagnast á nekt starfsmanna sinna," segir forseti Universal Society of Hinduism, Rajan Zed; hann segir: "Hindúar fagna ţví ađ íslenzk stjórnvöld hafa bannađ nektardans á Íslandi."

Gegn ţessum sjónarmiđum hafa ýmsir hátt í mótmćlum hér gegn lögunum, eins og sjá hefur mátt hér á vefsíđum Kristinna stjórnmálasamtaka, en ţeir tala ekki fyrir meirihluta Íslendinga né almenning í víđri veröld. Hin bullandi frjálshyggja, sem vill leyfa sér allt, á ekki hljómgrunn í ţessu máli frekar en mörgum öđrum.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Hindúar fagna banni viđ nektardansi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nokkur stefnumál kristins stjórnmálaflokks

Sumir telja ekki ţörf á slíkum flokki hér, nóg sé ađ hafa hina flokkana. En kristinn stjórnmálaflokkur:

 1. leggur áherzlu á andleg, siđrćn og trúarleg viđhorf og gildi – ekki ofuráherzlu á efnisleg gćđi!
 2. byggir á kristnum mannskilningi, sem horfir á manninn undir föđurumhyggju ţess Guđs, sem vill ađ viđ virđum öll börn hans hér í heimi og lifum saman í brćđralagi í stađ sérhyggju;
 3. ţess vegna er áherzlan á manngildiđ og jafnan rétt allra til lífs, ţ.m.t. hinna ófćddu, sem og á rétt allra til mannsćmandi launa, lífskjara og mannvirđingar;
 4. tekur ţví afstöđu gegn allri vanvirđingu kvenna, m.a. í formi vćndis og klámvćđingar;
 5. slíkur flokkur vill varđveita og efla kristin viđhorf og minnir á, hve máttugt siđgćđisafl kristindómurinn hefur veriđ í sögunni; 
 6. hann vill vera farvegur til ađ virkja kristna menn til starfs ađ samfélagsmálum, ţar sem ţaulsćtnir og ráđríkir stjórnmálaflokkar hafa veriđ einir um hituna og oft ekki kunnađ međ völd sín ađ fara sem skyldi, vegna rangra áherzlna og á stundum vegna sérhagsmuna-sjónarmiđa; á ţeim pólitíska vettvangi eru kristin gildi eins og sannleikshlýđni, umhyggja, sammannleg ábyrgđ og hófsemi – í stađ grćđgi og hroka – svo sannarlega viđeigandi sem viđmiđ og leiđarhnođ hvers stjórnmálamanns;
 7. flokkur af ţessu tagi er ekki verkfćri í ţágu óbreytts ástands (status quo), heldur réttlćtis og endurnýjunar – í ţví starfi vill hann vinna ađ sem beztum og jöfnustum tćkifćrum fyrir alla;
 8. lítur á manninn sem ráđsmann sköpunarverks Guđs; ţađ felur vissulega í sér nýtingarrétt auđlinda, en einnig ábyrgđ gagnvart náttúrunni, sem ekki má ganga of langt á, og gagnvart komandi kynslóđum;
 9. kristinn flokkur vill stuđla ađ frelsi til trúariđkunar, félags- og tjáningarfrelsi og góđum starfsskilyrđum kristinna safnađa;
 10. vill ađ kristiđ uppeldisstarf njóti stuđnings og skilnings í samfélaginu;
 11. hefur í hávegum fagnađarerindiđ um Jesúm Krist og verk hans mönnum til frelsunar; 
 12. kristilegt siđgćđi stendur hann vörđ um á sem allra flestum sviđum samfélagsins;
 13. hann vill helga sig baráttu fyrir ţjóđfélagslegu réttlćti, andstćtt grófri stéttskiptingu og misnotkun auđmanna á valdi sínu á kostnađ annarra samfélagsborgara;
 14. vill ađ enginn verđi út undan í samfélaginu; aldrađir, veikir, vanheilir og vanmetnir skulu njóta ţar umhyggju;
 15. kristinn flokkur berst heils hugar fyrir réttindum ţjóđar okkar í sjálfstćđu ríki.

 Slíkum flokki er svo sannarlega ekki ofaukiđ hér á landi fremur en í öđrum ríkjum.

Jón Valur Jensson. 


Ţetta er dagurinn sem Drottinn gerđi (úr 118. Davíđssálmi)

1Ţakkiđ Drottni, ţví ađ hann er góđur,
ţví ađ miskunn hans varir ađ eilífu. 
2Ţađ mćli Ísrael,
ţví ađ miskunn hans varir ađ eilífu.
3Ţađ mćli Arons ćtt,
ţví ađ miskunn hans varir ađ eilífu.
4Ţađ mćli ţeir sem óttast Drottin,
ţví ađ miskunn hans varir ađ eilífu.
5Í ţrengingunni ákallađi ég Drottin,
hann bćnheyrđi mig og rýmkađi um mig.
6Drottinn er međ mér, ég óttast eigi,
hvađ geta menn gert mér?
7Drottinn er međ mér, hann hjálpar mérog ég get hlakkađ yfir hatursmönnum mínum.
8Betra er ađ leita hćlis hjá Drottni
en ađ treysta mönnum,
9betra er ađ leita skjóls hjá Drottni
en ađ treysta tignarmönnum.
10Framandi ţjóđir umkringdu mig,
en í nafni Drottins hef ég sigrađ ţćr.
11Ţćr umkringdu mig á alla vegu,
en ég sigrađi ţćr í nafni Drottins.
12Ţćr umkringdu mig eins og býflugnasveimur,
fuđruđu upp eins og eldur í ţyrnum,
en í nafni Drottins hef ég sigrađ ţćr.
13Mér var hrint og var nćrri fallinu,
en Drottinn veitti mér liđ.
14Drottinn er styrkur minn og lofsöngur, 
hann varđ mér til hjálprćđis.
15Fagnađar- og siguróp kveđa viđ í tjöldum réttlátra:
„Hćgri hönd Drottins vinnur máttarverk, 
16hćgri hönd Drottins er upphafin,
hćgri hönd Drottins vinnur stórvirki.“ 
17Ég mun eigi deyja, heldur lifa
og kunngjöra dáđir Drottins.
18Drottinn hefur hirt mig harđlega,
en eigi ofurselt mig dauđanum.
19Ljúkiđ upp fyrir mér hliđum réttlćtisins,
ađ ég megi ganga inn um ţau og lofa Drottin.
20Ţetta er hliđ Drottins,
réttlátir ganga ţar inn.
21Ég ţakka ţér ađ ţú bćnheyrđir mig
og komst mér til hjálpar. 
22Steinninn, sem smiđirnir höfnuđu, 
er orđinn ađ hyrningarsteini.
23Ađ tilhlutan Drottins er ţetta orđiđ, 
ţađ er dásamlegt í augum vorum.
24Ţetta er dagurinn sem Drottinn gerđi,
fögnum og verum glađir á honum.

Ánćgjulegt ađ nektardans var bannađur í dag

Ađeins 31 ţingmađur tók ţó ţátt í atkvćđagreiđslunni. Hvar voru hinir? Jú, tveir sátu hjá, Árni Johnsen og Ragnheiđur Elín, en miđađ viđ ofurfrjálshyggjutízkuna á siđferđissviđi hefđi mátt búast viđ einhverri andstöđu, en sennilega hefur félagspólitísk stefna femínista haft ţessi ţöggunaráhrif. Í ţetta sinn (og í fáeinum öđrum málum) eru ţćr ţó sama sinnis og viđ í Kristnum stórnmálasamtökum.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Alţingi bannar nektardans
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Réttlćtiđ sigrar um síđir

Sama ár og hér var stofnađ lýđveldi skaut hollenzk-ţýzkur böđull SS-sveitanna ţrjá óbreytta borgara til bana í Hollandi. Hann var nú ađ verđleikum dćmdur í ćvilangt fangelsi. Telji einhver, ađ honum hafi átt ađ nćgja ćvilöng iđrun og samvizkukvalir, 88 ára gömlum manninum sem ţar ađ auki er í hjólastól, ţá fer sá villur vegar, ţví ađ hann stćrir sig jafnvel af morđunum! (sjá nánar frétt Mbl.is).

Raunar var honum ţegar dćmd dauđarefsing í Hollandi 1949, en dómnum síđar breytt í ćvilangt fangelsi. Loksins nú tóku ţýzk yfirvöld viđ sér ađ dćma ţessu máli, sem er eitt af ótal óţrifamálum á vegum ţýzka nazismans sem niđurlćgđi svo mennskuna og mannréttindin, ađ Evrópa lá nánast gervöll í sárum á eftir. Réttlćtiđ skal ríkja, engin linkind í ţeim efnum.

Vonandi verđur dómurinn, sneypan og harđur veruleikinn í fangelsinu til ţess, ađ mađur ţessi – sem er mađur eins og viđ – eignist ţá iđrun og ţá réttu afstöđu til Guđs, sem hann hefur vantađ til ţessa.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is SS-böđull í ćvilangt fangelsi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţingmađur talađi um „barnamorđingja“

Ţađ vćri fróđlegt ađ vita, hvađ ţađ var um ófćdd börn í frumvarpi Baracks Obama um breytingar á heilbrigđiskerfinu, sem stuđađi svo Neugebauer, ţingmann frá Texas, til ađ nota ţessi sterku orđ (sjá frétt Mbl.is) í andmćlaskyni viđ stuđning ýmissa ţingmanna viđ frumvarpiđ.

"Ég er miđur mín yfir, ađ ţetta frumvarp skuli hafa veriđ samţykkt, og ţeim skelfilegu afleiđingum sem ţađ á eftir ađ hafa fyrir ófćdd börn,“ sagđi ţessi Neugebauer.

Hér er rannsóknarefni á ferđ. Hver vill taka ţađ ađ sér ađ upplýsa okkur hér á blogginu?

Jón Valur Jensson.


mbl.is Ţingmađur talađi um „barnamorđingja“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sumir eru jafnari en ađrir

"Síđustu tólf mánuđi hefur vísitala kaupmáttar launa lćkkađ um 3,4%," segir hér í frétt Mbl.is. Naumast falla ţau orđ vel ađ fullyrđingu talsmanns flugvirkja um 25% kaupmáttarlćkkun frá bankahruninu. Sorglega háar voru launahćkkunarkröfur ţeirra miđađ viđ ástandiđ í samfélaginu – rétt eins og kröfur nokkurra presta um ađ tvöfalda laun biskups Íslands og gera hann ţar međ tvöfaldan í vćgi á viđ verkstjóra ríkisstjórnarinnar!

Sumir eru greinilega meira úti ađ aka en ađrir (flugvirkjar eru međ á sjöunda hundrađ ţúsunda króna í mánađarlaun og flugumferđarstjórar enn meira). 

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Kaupmáttur lćkkar enn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nú á ađ sniđganga ţessa yfirgangsseggi* međ langvarandi ţögn

Fjármálaráđherra Hollands og Steingrímur rćddust viđ í liđinni viku, "sammála um ađ boltinn vćri Íslandsmegin á vellinum eftir ţjóđaratkvćđagreiđsluna." Var ekki boltinn hjá hinum?! Er ţađ ekki hneyksli ađ Steingrímur taki ţađ í mál ađ láta Breta og Hollendinga hafna međ fyrirlitningu umrćđupunktum, sem ćtla má, ađ hafi veriđ okkur til varnar, frá viđrćđunefnd Íslands? En nú er talsmađur fjármálaráđuneytis Hollands ađ segja, ađ ţeir "bíđ[i] eftir tillögu Íslendinga um skilmála" – og hvernig skilmála? "Talsmađurinn sagđi ađ Íslendingar ţyrftu ađ leggja fram heildartillögu, sem tćki tillit til hagsmuna beggja, til ţess ađ viđrćđur hćfust ađ nýju," segir hér í frétt Mbl.is!!! Var ţađ einhvern tímann viđmiđ Hollands ađ taka tillit til réttinda og hagsmuna Íslands?! Og ţeir ćtlast til ţess, ađ viđ tökum tillit til ţeirra og sníđum tillögur ađ ţeirra hćfi!

Ţeir ćttu ađ byrja á ţví ađ lesa tilskipun Evrópubandalagsins um tryggingasjóđi og segja okkur svo, hvernig ţeim gangi ađ finna ţar ákvćđi um, ađ Ísland eigi ađ borga ţeim hćtishót vegna Icesave! 

En Steingrímur ćtti ađ taka sér langt frí, hvert sem hann fćri, og láta áframsenda símtöl til sín til Lárusar L. Blöndal hrl., hann kann örugglega ađ standa sig í viđeigandi svörum.

Sjá nánar um allt ţetta mál HÉR!

* Yfirgang (bullying) kallađi virtasta viđskiptablađ Bretlands, Financial Fimes, í leiđara sínum framferđi hollenzkra og brezkra stjórnvalda gagnvart Íslendingum í Icesave-málinu.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Boltinn er hjá Íslendingum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Um bloggiđ

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri fćrslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.11.): 2
 • Sl. sólarhring: 46
 • Sl. viku: 734
 • Frá upphafi: 469958

Annađ

 • Innlit í dag: 2
 • Innlit sl. viku: 658
 • Gestir í dag: 2
 • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband