Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2010

Prestar sem vilja brjóta Guđslög eiga ađ segja af sér !!!

Enn takast prestar á um hvort gifta eigi samkynhneigđa í kirkjum landsins. Í kvöldfréttum RÚV var talađ viđ kvenprest um ţetta mál (ég náđi ekki nafni hennar). Henni fannst ţetta sjálfsagt mál, ţó svo níđst sé á heilögum textum Biblíunnar í ţví sambandi.

Í sambandi viđ ,,hruniđ" er nú mikiđ talađ um bćđi stjórnmála- og embćttismenn, sem hafa brotiđ lög og reglur og ađ ţeir eigi ađ segja af sér störfum sínum vegna brota á hinum jarđnesku lögum. Ef mađur ber nú prestastéttina saman viđ ţessi brot áđurnefndra embćttismanna, ţá eiga allir prestar sem reka ţennan áróđur og vilja brjóta ,,Guđslög" ađ segja af sér!

Ţeir gera ţetta meira ađ segja vísvitandi. – Ţeir eru einfaldlega ekki hćfir í starfi sínu. Hvenćr ćtla ţessir vesalings prestar ađ sjá og skilja hvađ ţeir eru ađ tala um!

Ţađ á ekki ađ vanvirđa og brjóta lög og texta Biblíunnar – ţađ er ţađ sem fólk ţarf ađ skilja og ţar ekki síst prestar. – Ađ mannfólkiđ ţarf ađ ná tökum á sjálfu sér – láta ekki efnislegar hvatir ráđa yfir sér – heldur ađ ná ţví markmiđi ađ hinn andlegi mađur ráđi yfir hinum jarđnesku hvötum sínum, um ţađ snýst máliđ!!!

Eva S. Einarsdóttir.


Tímabundinn varnarsigur kristinnar kenningar í Ţjóđkirkjunni?

Ánćgjulegt er, ađ samţykkt var á Prestastefnu í dag (56:53) ađ vísa tillögum, sem lágu fyrir um breytingar á hjúskaparlögum, til biskups og kenningarnefndar kirkjunnar. Ţar međ hefur hjónavígsla samkynhneigđra í kirkjunni ekki veriđ samţykkt, heldur send til umsagnar ţeirra, sem Prestastefna treystir bezt til ađ fara yfir málin. Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, mćlti sérstaklega međ ţeirri lokatillögu, sem hér var samţykkt.

Ljóst er, ađ hér var í hćttu, ađ Ţjóđkirkjan yrđi fyrir djúpstćđum klofningi, en missti ella vígsluvald sitt til ađ gefa saman hjón. Út á ţađ síđarnefnda gekk tillaga sr. Geirs Waage, sóknarprests í Reykholti, ţ.e. ađ ţví yrđi beint til Alţingis ađ "létta af prestum Ţjóđkirkjunnar umbođi til ţess ađ vera vígslumenn í skilningi hjúskaparlaga."

 • Sagđi Geir viđ mbl.is, ađ ţađ myndi ţýđa, ađ prestar fćru ekki lengur međ hiđ lögformlega vígsluhlutverk. Fólk ţyrfti ţá formlega ađ gifta sig, t.d. hjá fógeta, en gćti eftir sem áđur notiđ blessunar í kirkju óskađi ţađ ţess. (Úr frétt Mbl.is, sbr. tengil neđar.)

Eins og ţegar hefur veriđ nefnt hér í grein (neđar), urđu heitar umrćđur um ţetta mál á Prestastefnu í morgun og fram á síđdegiđ. 

Sáttatillaga má hún heita, sú sem sr. Gunnlaugur Garđarssson, prestur í Glerárprestakalli á Akureyri, bar fram og samţykkt var naumlega, ţ.e. ađ vísa tveimur fyrirliggjandi tillögum (sr. Geirs Waage annars vegar og róttćku prestanna hins vegar) til biskups og kenninganefndar kirkjunnar, sem skila eigi áliti um máliđ. Í ţeirri mikilvćgu nefnd eiga sćti allir ţrír biskupar Ţjóđkirkjunnar auk fulltrúa presta og guđfrćđideildar Háskóla Íslands. Eins og nefnt er í frétt Mbl.is, hefur kenningarnefndin áđur fjallađ um stađfesta samvist og afstöđu kirkjunnar gagnvart henni.

Fréttastofa Rúv sló upp ţessari frétt á nokkuđ áberandi hátt kl. 18, og talađ var ţar um, ađ Prestastefna Íslands styđji ekki frumvarp um ein hjúskaparlög fyrir samkynhneigđa og gagnkynhneigđa.

Í sömu frétt líkti séra Halldór Gunnarsson í Holti tillögu róttćku prestanna viđ, ađ veriđ vćri "rífa nokkrar blađsíđur úr Biblíunni." Í Sjónvarpinu upp úr kl. 19 sagđi sami prestur ađspurđur, ađ "um ţetta mál hefur ekkert samráđ veriđ" milli ríkisins (eđa flytjenda lagafrumvarpsins) og Ţjóđkirkjunnar.

En í tillögu hinna róttćku var sagt, ađ íslenzka ţjóđkirkjan vćri "í stakk búin til ađ stíga ţetta skref međ ríkisvaldinu í ljósi ítarlegrar guđfrćđilegrar umfjöllunar síđustu ára á kirkjulegum vettvangi um kirkju, kynhneigđ og hjónaband." – Mjög er ţađ ofmćlt!  Umrćđan hefur hvorki veriđ nándar nćrri nógu ýtarleg (yfirgrips- eđa umfangsmikil) né – enn síđur – ítarleg (ágćt), ađ mati undirritađs, sem hefur fylgzt vel međ allri ţessari umrćđu, m.a. á málţingum Ţjóđkirkjunnar, og ţekkir vel til frćđilegrar umfjöllunar á sviđi Nýjatestamentisfrćđa um ţessi mál erlendis.

Hér skal ađ lokum minnt á fyrri greinar um ţetta á vef okkar, í dag og í gćr:

Yfirvofandi er samţykkt Prestastefnu um stuđning viđ lagafrumvarp um rétt homma og lesbía til hjónavígslu í kirkju – sem og klofningur Ţjóđkirkjunnar

(Ţessi orđ reyndust sem betur fer ekki spádómsorđ – ađ sinni a.m.k.) 

Á biskup ađ vera „beggja blands" um hin gömlu og helgu gildi orđa Jesú Krists um hjónabandiđ?

Nokkuđ er sú spurning ofmćlt raunar, en ţó ekki međ öllu (sjá leiđréttingarorđ mín í athugasemd ţar síđar). Vakin skal athygli á ţví, ađ umrćđur hafa stađiđ yfir á ţessum vefslóđum báđum, mestar á ţeirri síđarnefndu og langt fram á síđdegiđ í dag. 

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Tóku ekki afstöđu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Yfirvofandi er samţykkt Prestastefnu um stuđning viđ lagafrumvarp um rétt homma og lesbía til hjónavígslu í kirkju – sem og klofningur Ţjóđkirkjunnar

"Ef ţetta verđur samţykkt, ţá geng ég úr Ţjóđkirkjunni," sagđi einn félagi undirritađs í Ţjóđarheiđri, er hann frétti, hvađ til stćđi. En heitar umrćđur voru um máliđ á Prestastefnu í morgun, stóđu ţar í tvćr og hálfa klukkustund, en var síđan framlengt. Líberalistar virđast hafa ţar tögl og hagldir, og komi Kirkjuţing ekki í veg fyrir ţetta í haust,* ţá ber róttćknin sigurorđ af hefđinni, erfikenninngunni og fyrirmćlum Ritningarinnar. Ţađ yrđu ótrúleg tímamót í sögunni.

Geir Waage, sóknarprestur í Reykholti, fyrrverandi formađur Prestafélags Íslands, lagđi fram gagntillögu á Prestastefnu, ţar sem hann lagđi til, ađ ef ađaltillagan yrđi samţykkt, afsali prestar sér vígsluvaldi. Einnig ţađ vćri stórfelld breyting á kirkjusiđum okkar – kirkjubrúđkaup legđust af nema í róttćkustu fríkirkjum, ţar sem jafnframt fćru fram giftingar samkynhneigđra, ţvert gegn skýrum fyrirmćlum Drottins Jesú Krists.

Vilja ţeir 'frjálslyndu' virkilega skađa kirkju sína međ ţessum hćtti? Felur ekki međvirkni ţeirra međ ríkisvaldinu í sér óvirđingu viđ kristna kenningu frá upphafi? Og eru ţeir ekki í raun ađ veđja á vafasaman hest, ţví ađ hver veit, hvort sá stjórnarmeirihluti og ţađ Alţingi, sem nú hefur völd, sitji enn ađ ţeim völdum, ţegar komiđ verđur fram á sumariđ?

Sjá einnig grein frá í gćr, hér fyrir neđan, um ţetta sama mál. 

* Til ţess ađ spyrna gegn sömu niđurstöđu á Kirkjuţingi yrđu játningar- og Biblíutrúir leikmenn ađ fylgjast vel međ kosningum til Kirkjuţings, sem fara fram í vor eđa snemmsumars, og koma í veg fyrir ţađ, sem áđur hefur gerzt, ađ tiltölulega fámennir hópar róttćklinga kjósi menn úr sínum röđum sem fulltrúa á Kirkjuţing. 

Jón Valur Jensson, cand. theol. 


mbl.is Uppgjör í ţjóđkirkjunni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Á biskup ađ vera „beggja blands" um hin gömlu og helgu gildi orđa Jesú Krists um hjónabandiđ?

Í setningarrćđu á Prestastefnu ítrekar hann, ađ Ţjóđkirkjan lúti lögum landsins, en telur samt skyldu sína ađ standa vörđ um gömul og helg gildi í ţessum efnum. "Engum blöđum er um ađ fletta ađ Ţjóđkirkjan lýtur lögum landsins," segir hann og: "Ríkiđ rćđur ţví hver skilgreining hjúskaparins er ađ lögum. En ţetta mál varđar líka kenningu og helgisiđi kirkjunnar" og "ţann skilning á hjónabandi sem birtist í orđum Jesú Krists sem rćkilega eru tíunduđ í guđspjöllunum. Nú er stigiđ skref sem leysir ţennan samskilning sundur," segir hann orđrétt og fullum fetum! Samt "horfist [hann] í augu viđ ađ ríkisstjórn og alţingi munu afgreiđa frumvarpiđ, niđurstađan blasir viđ og stór hluti presta mun vera ţví fylgjandi."

Ţessu fylgja svo í fréttinni nánast tćknilegar hugleiđingar hans um ţađ, hvernig ţessi breyting, sem hann sér fram á, gćti átt sér stađ í framkvćmd í kirkju hans, ţótt hann sjálfur láti ţađ greinilega í ljós, ađ ţarna sé um ósćttanlegar mótsagnir ađ rćđa. Áđur mun hann hafa sagt í annarra eyru, ađ ţessi breyting yrđi ekki međan hann vćri biskup.  

Hvernig getur hann veriđ „beggja blands" í ţessu máli? Á hann ađ láta hlýđni viđ skeikula ţingmenn ráđa afstöđu sinni? Sögđu ekki Pétur og hinir postularnir: "Framar ber ađ hlýđa Guđi en mönnum"? Er ţađ ekki afstađa allrar Biblíunnar? Og sannarlega ţekkir Karl biskup orđ Opinberunarbókarinnar (3. kafla) um ţá, sem hvorki eru kaldir né heitir í verkum sínum. 

Hyggst hann kannski segja af sér? Er ţá ekki rétt ađ hann láti vita af ţví fyrir fram? Eiga söfnuđirnir ekki tilkall til ţess sem viđleitni hans til ađ vera trúfastur viđ kristna kenningu? Eđa var ţađ rangt hjá Kristi sjálfum, ađ karlmađur skuli yfirgefa föđur og móđur og búa međ konu sinni og ađ ţau tvö skulu verđa einn mađur?

Ţessi spursmál má rćđa, en hér er ćtlazt til siđfágađrar umrćđu, án lastmćla. 

Jón Valur Jensson.


mbl.is Biskup býst viđ einum hjúskaparlögum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Mikil eru verk Drottins – Gleđilegt sumar!

Fyrir orđ Drottins voru himnarnir gerđir og öll ţeirra prýđi fyrir anda munns hans. (Sálm. 33:6.)

Drottinn er í sínu heilaga musteri, hásćti Drottins er á himnum. Augu hans sjá, sjónir hans reyna mannanna börn. (Sálm. 11:4.)

Augu Drottins eru alls stađar og vaka yfir vondum og góđum. (Orđskv. 15:3.)

Allir vegir Drottins eru elska og trúfesti fyrir ţá sem halda sáttmála hans og bođ. (Sálm. 25:10.)

Látum oss falla í hendur Drottins, en eigi í hendur manna. Miskunn hans er eins mikil og máttug tign hans. (Síraksbók 2:18.)

Ţví ađ augu Drottins hvíla á réttlátum og eyru hans hneigjast ađ bćnum ţeirra. En auglit Drottins er gegn ţeim sem illt gera. (Fyrra Pétursbr. 3:12.)

Eins hef ég beđiđ Drottin, ţađ eitt ţrái ég, ađ ég fái ađ dveljast í húsi Drottins alla ćvidaga mína til ţess ađ horfa á yndisleik Drottins og leita svara í musteri hans. (Sálm. 27:4.)

En augu Drottins vaka yfir ţeim sem óttast hann, ţeim er vona á miskunn hans. (Sálm. 33:18.)

Milli fordyris og altaris skulu prestarnir, ţjónar Drottins, gráta og segja: „Ţyrmdu ţjóđ ţinni, Drottinn, ofurseldu arfleifđ ţína ekki smáninni, svo ađ ţjóđirnar hćđi hana. Hví skyldu ţjóđirnar spyrja: Hvar er Guđ ţeirra? (Jóel 2:17.)

Mikil eru verk Drottins, verđ íhugunar öllum, er hafa unun af ţeim. (Sálm. 111:2.)


Gylfi Magnússon spillir fyrir skuldastöđu Íslands međ ótrúlegum afleikjum sínum

Í fréttum Rúv í kvöld kom fram, ađ ţrátt fyrir ýmis ummerki um batnandi horfur í efnahagslífi landsins, ađ mati Alţjóđagjaldeyrissjóđsins, ţá séu horfur einna lakastar í skuldamálunum og taki lengri tíma ađ jafna sig en áđur var taliđ.

Ţess vegna má spyrja ţennan umbođslausa efnahags- og viđskiptaráđherra, sem er nýkominn frá ţví ađ undirrita sjálviljugur, óumbeđiđ, hrikalegt réttindaafsal um Icesave – eđa tilraun til slíks – í formi furđu-óskammfeilinnar "viljayfirlýsingar" hans, Jóhönnu, Steingríms J. og Más í Seđlabankanum, hvort hann álíti ţađ bćta skuldastöđu landsins ađ taka á landiđ skuldbindingar, sem okkur bar alls ekki ađ borga á neinn hátt, en hljóđa upp á hundruđ milljarđa?

Er ekki hćgt ađ fá hćfari menn í ţessa ráđherrastóla? Hve lengi ćtla menn ađ ţola ţetta?

En ómerkar viljayfirlýsingar hafa ekkert gildi. Ţau ná ţessu ekki inn í lagasafniđ. 

EKKERT ICESAVE!  Lesiđ vefsíđu Ţjóđarheiđurs – samtaka gegn Icesave!

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Gylfi: Jákvćđ mynd frá AGS
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hlutur Íslands í fjármálakreppunni – og auga haft međ heimspekingum

EF alţjóđlega fjármálakreppan frá árinu 2008 kostađi 291.000.000.000.000 kr. (291 milljón milljóna eđa 291 billjón króna), ţá er spurning hver hlutur Íslands sé í svo stjarnfrćđilegri upphćđ. Á óvart kemur ađ hann er hreint ekki svo lítill. Hér fóru bankar á hausinn, sem farnir voru ađ skulda hátt á annan tug ţúsunda milljarđa, áttu ađ vísu allverulegar eignir á móti, en ţá eru líka ótalin öll stórfyrirtćkin sem fóru á hausinn.

Hvernig sem ţetta er reiknađ, blasir strax viđ, ađ hlutur okkar er langt umfram hlut okkar í fólksfjölda heimsins. Ef viđ segđum t.d. ađ hlutur okkar í ţessum kostnađi vćri "ađeins" 6.000 milljarđar króna (= 6 milljónir milljóna, ţ.e. 6 billjónir), ţá vćri hann 6/291 af heildarkostnađi fjármálakreppu heimsins, ţ.e. um 2,06%. Og viđ sem erum vart nema um 0,00005% af mannkyni!

Ef ábyrgđarlausum pólitíkusum tekst ađ smeygja á okkur ólögvarđa Icesave-klafanum og ef hann reynist međ 30% gengisfellingu og vöxtunum ólöglegu geta fariđ upp í 1.000 milljarđa, eins og Jón Daníelsson, lektor viđ Lundúnaháskóla, hefur taliđ mögulegt, ţá vćri sú ein upphćđ 1/291 af fjármálakreppu-kostnađi alls heimsins!

Svo láta Steingrímsmenn og Jóhönnu, ţ. á m. heimspekingar eins og Huginn Freyr Ţorsteinsson, Björgvin G. Sigurđsson, Guđmundur Heiđar Frímannsson og Jón Ólafsson, eins og ţetta sé í hćsta máta eđlilegt og bćrilegt ađ bera!

Ţótt prestum og kristnum stjórnmálamönnum hafi á stundum veriđ boriđ skynsemisleysi á brýn, sýnist afar hćpiđ ađ heimspekingar eins og ţessir eigi meira erindi inn á hiđ pólitíska sviđ.

Jón Valur Jensson


mbl.is Fjármálakreppan kostađi 291.000.000.000.000 krónur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Höfum viđ gengiđ til góđs götuna fram eftir veg?

Eftir Tómas Ibsen Halldórsson

 Tómas Ibsen Halldórsson

 "Spillingaröflin hafa heltekiđ ţjóđina og fjötrađ hana..."

 

ER ŢAĐ ekki okkar eigin löngun eftir meira og meira, grćđgi, öfund, og illkvittni sem hefur veriđ okkar leiđarljós undanfarin ár og áratugi? Viđ höfum kastađ gömlu góđu gildunum á bál Mammons og illskunnar, en á sama tíma taliđ okkur trú um ađ viđ vćrum svo góđ og göfug.

 

Á sama tíma og viđ höfum blekkt okkur sjálf í okkar eigin hroka og sjálfshyggju höfum viđ meinađ börnum okkar ađ lćra og alast upp viđ ţau gildi sem gefa lífinu tilgang. Biblíufrćđsla og kristinfrćđi hafa veriđ tekin út úr skólunum, ţeim eru ekki kenndar bćnir lengur og trúnni sem varđ forfeđrum okkar til blessunar hefur veriđ kastađ á glć. Viđ höfum gleymt ţeim blessunum sem trúin á almáttugan Guđ hefur veriđ okkur og ţví ţurfum viđ ekki ađ vera undrandi á ađ blessanir Hans hafa látiđ á sér standa. Guđ er ekki ađ trođa sér upp á okkur ef viđ viljum ekkert međ Hann hafa og ţar af leiđandi getum viđ ekki vćnst blessana Hans.

 

Hvađ hefur komiđ á daginn? Spillingaröflin hafa heltekiđ ţjóđina og fjötrađ hana, hver höndin er upp á móti annarri og stjórnmálaöflin geta ekki komiđ sér saman um neitt er máli skiptir.

 

Er ekki kominn tími til ađ leita í bók bókanna, Biblíuna, sem hefur stađist tímans tönn? Er ekki kominn tími til ađ taka upp gömlu gildin, gildin sem eru varanleg, ţ.e. ađ elska Drottin Guđ af öllu hjarta og náungann eins og sjálfan sig? Er ekki kominn tími til ađ viđ iđrumst okkar eigin synda og fyrirgefum ţeim sem brotiđ hafa á okkur? Biđja fyrir stjórnvöldum, stjórnmálamönnum, embćttismönnum, fólkinu í viđskiptalífinu, bankamönnum, áhrifamönnum í atvinnulífinu og verkalýđshreyfingunni og náunga okkar, ţeim sem viđ höfum pirrast út í og látiđ fara í taugarnar á okkur? Ţví miđur hafa mannvonska, biturleiki, öfund og illkvittni veriđ allsráđandi međal okkar, og er ég ţar enginn eftirbátur annarra. Viđ ţurfum ađ iđrast og snúa okkur til höfundar lífsins, hleypa Honum inn í líf okkar og fylla okkur af Hans Orđi, Orđinu sem gefur líf og fyllir okkur friđi sem okkur veitir ekki af í dag. Í síđari Kronikubók 7. kafla og 14. versi stendur: „... og lýđur minn sá er viđ mig er kenndur auđmýkir sig og ţeir biđja og leita auglitis míns og snúa frá sínum vondu vegum, ţá vil ég heyra ţá frá himnum, fyrirgefa ţeim syndir ţeirra og grćđa upp land ţeirra.“

 

Ţetta eru dásamleg fyrirheit sem okkur standa til bođa. Ţađ vćri ţjóđ okkar sćmd ađ eiga Drottin ađ Guđi og ađ ţjóđsöngur okkar yrđi lifandi í hjörtum okkar, ţar sem viđ lofum Guđ vors lands og lands vors Guđ.

 

Höfundur er bókari.

Greinin birtist upphaflega í Mbl. miđvikud. 14. apríl sl.
Birt hér međ leyfi höfundar, sem er félagi í Kristnum stjórnmálasamtökum.
HÉR er Moggabloggsíđa Tómasar.

Skemmdarverk á frćgri Kristsstyttu

Kristsstyttan mikla, sem gnćfir yfir Rio de Janeiro, stćrstu borg Brasilíu, hefur nú í fyrsta sinn frá ţví ađ hún var reist (1931) orđiđ fyrir skemmdarverki. Ţetta ber vitni um öfgar ţeirra sem amast viđ Kristi og bođskap hans. Á ţeim slóđum er ekki tekiđ hanzkatökum á skemmdarverkamönnum, ţeim verđur varpađ bak viđ lás og slá, segir borgarstjórinn. Framferđiđ verđur ađ teljast andsamfélagslegt, móđgun viđ brasilísku ţjóđina og guđlast.

En ţeir, sem setja sig gegn Kristi, mega hafa ţetta hugfast: 

 • Kristur leiđ einnig fyrir ykkur og lét ykkur eftir fyrirmynd til ţess ađ ţiđ skylduđ feta í fótspor hans. (Fyrra Pétursbréf 2:21.)
 • Jesús Kristur er í gćr og í dag hinn sami og um aldir. (Hebreabréfiđ, 13:8.)

Margar mćđur hafa megnađ meira međ bćnum sínum heldur en stađfastur uppreisnarvilji vantrúađra sona ţeirra sem fara vildu eigin götur í lífinu.

JVJ. 


mbl.is Skemmdarverk „glćpur gegn ţjóđinni“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţetta er móđan

Engin furđa, ađ hún ţótti óhugnanleg á sínum tíma og leiddi til móđuharđinda og mannfellis. Nú steypist hún yfir Eyjafjallasveit í norđanáttinni eins og gríđarmikiđ öskuský sem "gleypir bćina". Allur búfénađur er sem betur fer kominn í hús og búiđ ađ ţétta dyr og glugga, samt óttast mađur um afdrif dýranna, en mannskapur allur er kominn á öruggan stađ og verđur ađ vitja skepna sinna međ morgninum.

Myndin hans Golla međ fréttinni segir mikiđ (stćkkiđ hana!); ţađ hríslast um mann hryllingur ađ sjá ţetta nálgast.

Ţetta og annađ skađsamlegt af völdum eldgossins í Eyjafjallajökli minnir okkur á, hve harđbýlt landiđ hefur veriđ og hve órafjarri veruleikanum ţađ er ađ líta bara á eldgos sem eitthvađ sem trekkir ađ túrista. Jafnvel á 20. öld heimtuđu ţau mannslíf, og nú eru tveir einstaklingar ţegar látnir af óbeinum ástćđum vegna eldgossins í Fimmvörđuhálsi, reyndar vegna veđráttunnar.

Viđ skulum, eins og Jón Steingrímsson eldklerkur, treysta Guđi fyrir giftu okkar og biđja hann ađ bćgja frá allri ógćfu – frá mönnum og saklausum skepnunum.

Ţökkum einnig björgunarsveitunum á Suđurlandi. Já, minnumst ţeirra ţegar viđ getum látiđ fé af hendi rakna til góđs málefnis. Ţađ fólk hefur svo sannarlega stađiđ sína vakt međ prýđi.

PS. Magnús Ţór Hafsteinsson, fv. alţm., er međ mjög góđa fćrslu um ţau öryggismál sem ţessu tengjast.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Askan gleypti bćina
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Um bloggiđ

Kristinn þjóðarflokk !

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Nóv. 2018
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Eldri fćrslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (17.11.): 6
 • Sl. sólarhring: 120
 • Sl. viku: 966
 • Frá upphafi: 439220

Annađ

 • Innlit í dag: 6
 • Innlit sl. viku: 847
 • Gestir í dag: 5
 • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband