Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2010

Hvorum ber ađ ţjóna – Guđi eđa mammon?

Eiga prestar Ţjóđkirkjunnar ekki ađ ganga fram međ fögru fordćmi og láta lćkka laun sín um 25–40–50% eftir tekjum? Eru fréttir DV af međaltals-mánađarlaunum ţeirra áriđ 2009 ekki hneykslanlegar í reynd? Lítum á nokkra toppana (og ţó má vera, ađ hér séu ekki allir ţeir tekjuhćstu; hvar er t.d. sóknarpresturinn á Valţjófsstađ?):

Cecil Haraldsson, sóknarprestur á Seyđisfirđi: međal-mánađarlaun: 1.158.064 kr.

Jóna Kristín Ţorvaldsdóttir, sóknarprestur á Fáskrúđsfirđi: 1.151.089 kr.

Sigurđur Sigurđarson, vígslubiskup í Skálholti: 1.033.372 kr.

Sigurđur Jónsson, sóknarprestur í Áskirkju, Reykjavík: 987.775 kr.

Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands: 961.698 kr. 

Kjartan Sigurbjörnsson, sjúkrahúsprestur á Landspitala: 945.982 kr.

Ţorvaldur Karl Helgason biskupsritari: 899.533 kr.

Bragi Ingibergsson, sóknarprestur í Víđistađakirkju, Hafnarfirđi: 837.598 kr.

Sigurđur Rúnar Ragnarsson, sóknarprestur á Neskaupstađ: 808.686 kr.

Pálmi Matthíasson, sóknarprestur í Bústađakirkju: 807.502 kr.

Hjörtur Magni Jóhannsson, sóknarprestur Fríkirkjunnar í Reykjavík: 807.014 kr.

Sigríđur Guđmarsdóttir, sóknarprestur í Grafarholtssókn: 790.609 kr.

Athygli vekur einnig ţessi tekjutoppur í guđfrćđideild háskólans:

 • Hjalti Hugason, prófessor í kirkjusögu: 797.379 kr.

Listi DV (Tekjublađ, sem fylgdi DV í gćr, bls. 9 og 14) er margfalt lengri um prestana. Ţar er enginn Ţjóđkirkjuprestur međ minna en 515.000 kr. á mánuđi. Til samanburđar má nefna ţessa ţrjá forstöđumenn sjálfstćđra safnađa:

 • Pjetur Ţorsteinsson, prestur Óháđa safnađarins, Reykjavík: 449.598 kr.
 • Gunnar Ţorsteinsson, forstöđumađur Krossins, Kópavogi: 401.246 kr.
 • Vörđur Traustason, forstöđumađur Fíladelfíu, Reykjavík: 341.826 kr.

Eru menn ekki fullsćmdir af slíkum launum, sem forstöđumenn ţessara frjálsu safnađa fá? Hvenćr fá menn nóg? Og er ţađ eđlilegt, ađ Ţjóđkirkjuprestar beiti sér gegn niđurskurđi í formi launalćkkunar í ţeirra stétt?

Jón Valur Jensson. 


Betri eru ávítur viturra en lofsöngur heimskra manna

4Hjarta spekinganna er í sorgarhúsi
en hjarta heimskingjanna í gleđihúsi.
5Betra er ađ hlýđa á ávítur viturs manns
en á lofsöng heimskra manna.
6Hlátur heimskingjans er eins og
ţegar snarkar í hrísi undir potti.
Einnig ţađ er hégómi.
7Kúgun gerir vitran mann ađ heimskingja
og mútur spilla hjartanu.

Predikarinn, úr 7. kafla. 


Stöđuráđningar Samfylkingar – eru ţćr flestar út í hött, jafnvel hneyksli?

Styđja ber viđ kröfu Ástu Sigrúnar Helgadóttur, forstöđumanns Ráđgjafarstofu heimilanna, sem óskar eftir rökstuđningi fyrir ráđningu félagsmálaráđherra á Runólfi Ágústssyni í embćtti umbođsmanns skuldara. Skuldugur er Runólfur ađ vísu, ef rétt er ţađ, sem DV upplýsti um mál hans í gćr, hann var međ hálfan milljarđ á herđunum, en sleppur sennilega betur en flestir íbúđaeigendur frá skuldum sínum. En Ásta Sigrún hefur ţó alla reynslu, ţekkingu og yfirsýn um ţetta málefni, langt fram yfir Runólf Ágústsson.

Ráđning ţessa gćđings Samfylkingar og fleiri slíkar vekja umhugsun. Hvers vegna skipađi ţessi flokkur myndmenntakennarann Unni G. Kristjánsdóttur formann nefndar um erlendar fjárfestingar á Íslandi? Hefur hún einhverja sérstaka hćfni til ađ bera umfram löglćrđa menn til ađ fjalla um svo erfiđ mál?

Og hvers vegna skipađi Jóhanna Guđrúnu Pétursdóttur, lífefna- eđa lífeindafrćđing, sem formann stjórnlaganefndar? Er hún hćfari okkar beztu lögfrćđingum til ađ stýra ţeim málum? Ţótt ţessi ágćta kona sé hálćrđur forstöđumađur Sjávarútvegsstofnunar Háskóla Íslands, sýnist undirrituđum, ađ sérfrćđiţekking hennar á stjórnarskrám og stjórnlögum hafi aldrei komizt í hámćli.

Nćgir Samfylkingunni, ađ umsćkjendur um störf hjá ríkinu séu međ rétt flokksskírteini ... eđa réttan, pólitískan lit? 

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Ćtlar ađ krefjast rökstuđnings
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hćttur auđćfanna og hégómi ţeirra

9Sá sem elskar peninga seđst aldrei af peningum og sá sem elskar auđinn hefur ekki gagn af honum. Einnig ţađ er hégómi.

10Ţar sem eigurnar vaxa, ţar fjölgar og ţeim er eyđa ţeim, og hvađa gagn hefur eigandinn af ţeim annađ en ađ horfa á ţćr?

11Sćtur er svefninn ţeim sem erfiđar, hvort sem hann matast lítiđ eđa mikiđ, en offylli auđmanns ljćr honum ekki svefnfriđ. 

12Mikiđ böl hef ég séđ undir sólinni: auđ sem eigandinn varđveitir sjálfum sér til ógagns.

 Predikarinn, úr 5. kafla.


Réttinum hallađ – Efliđ réttinn!

7Vei ţeim sem breyta réttinum í malurt
og steypa réttlćtinu til jarđar.
10Ţeir hata ţann sem fellir réttlátan dóm í borgarhliđinu
og forđast ţann sem segir satt.
11Af ţví ađ ţér takiđ vexti af landleigu lítilmagnans
og leggiđ skatt á kornuppskeru hans
munuđ ţér reisa hús úr höggnu grjóti
en ekki búa í ţeim sjálfir,
gróđursetja afbragđs víngarđa
en ekki drekka víniđ sjálfir.
12Já, ég veit ađ glćpir yđar eru margir
og syndir yđar miklar.
Ţér ţröngviđ ţeim sem hefur á réttu ađ standa,
ţiggiđ mútur og vísiđ hinum snauđa frá réttinum.
13Ţess vegna ţegir hygginn mađur á slíkri tíđ
ţví ađ ţađ er vond tíđ.
14Leitiđ hins góđa en ekki hins illa,
ţá munuđ ţér lifa
og ţá verđur Drottinn, Guđ hersveitanna, međ yđur
eins og ţér hafiđ sagt.
15Hatiđ hiđ illa og elskiđ hiđ góđa,
efliđ réttinn í borgarhliđinu.

Úr spádómsbók Amosar, 5. kafla.


Guđfríđur Lilja Grétarsdóttir: "Ríkisstjórn sem getur ekki variđ auđlindir landsins, hvers vegna er hún ađ sitja, til hvers er setiđ?!"

Meginstraumur í ţingflokki VG, sem rćddi Magma-máliđ í gćr, vill slíta samningum viđ fyrirtćkiđ. Guđfríđur Lilja, formađur ţingflokks VG, var í sögulegu viđtali í hádegisfréttum Rúv.

En Katrín Júlíusdóttir ber hausnum viđ stein og reynir ađ bera fyrir sig formsatriđi. Augljóst er ţó, hve gagnsćtt og gagnslaust ţađ er ţetta Samfylkingarliđ í máli ţessu, bćđi ráđfrúin Katrín, ţingmenn flokksins og frú Unnur G. Kristjánsdóttir, kennarinn sem Samfylkingin skipađi sem formann nefndar um erlenda fjárfestingu til ađ fjalla ţar um gríđarlega mikilvćg lagaúrskurđaratriđi!

Ţví ber ađ fagna, ađ Guđfríđur Lilja segir, ađ ógilda beri samningana viđ Magma og tryggja ţađ, ađ yfirráđ yfir íslenzkum auđlindum haldist í okkar höndum.

Af orđum hennar í viđtalinu, sem tilfćrđ eru orđrétt hér í fyrirsögninni, er ennfremur ljóst, ađ ţessi ţingflokksformađur VG er reiđubúinn ađ láta á ţađ reyna ađ ţrýsta á Samfylkinguna til uppgjafar í ţessu máli, ella sé síđarnefndi flokkurinn ađ kalla ţađ yfir sig ađ fella ríkisstjórnina.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Rifti samningum viđ Magma
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Vitaskuld verđur ein helzta réttlćting ESB-hersins hinn nauđsynlegi niđurskurđur og hagrćđing í bandalagslöndunum

Nú er varnarmálaráđherra Breta farinn ađ tala um, ađ land hans hafi ekki efni á ađ halda úti öllum sínum mikla her. En samanlögđ eru ESB-löndin međ fleiri menn undir vopnum en Bandaríkin og jafnvel Kína. Hér er sóknarfćri miđstýringarstefnu Brussel-manna, enda er ţegar fariđ ađ tala um stofnun Evrópuhers, Angela Merkel hefur rćtt ţađ mál, einnig Frakkar, međ almennum hćtti, en einnig sértćkum, t.d. um sjóherina, og mógađ međ ţví suma Breta, sem vilja halda sínum sjóher undir fullri brezkri stjórn. Var um ţađ skrifađ á athyglisverđan hátt í brezka blađiđ (Daily eđa Sunday) Telegraph í sumar.

En íslenzkir baráttumenn framsals landsréttinda til Brussel berja hausnum viđ steininn og hamast gegn samtökum ungra bćnda sem hafa beint athygli manna ađ ţessari leyndu og ljósu stefnu ESB. Fráleitt er ađ hafna ţeirri stađreynd, ađ byrđarnar af rekstri ESB-hers myndu leggjast á Íslendinga, ef viđ yrđum lokkađir inn í yfirríkjabandalagiđ, ekkert síđur en á ađrar ţjóđir ţar. Ef Íslendingar reyndu – eins og Írar (sem sjálfir standa ţó undir vörnum sínum og ţađ duglega) – ađ losa sig undan allri herţjónustu í ESB-her, ţá yrđi ţađ ekki heimilađ nema eitthvađ kćmi á móti: ţeim mun meira fjárframlag til hervarnanna og/eđa endurgjaldlaust framlag herstöđvaađstöđu á Íslandi.

En ţađ ţyrfti ekki nema einn Íslending til, sem höfđađ gćti mál fyrir ESB-dómstóli til ađ krefjast réttar síns ađ ESB-lögum til ađ fá ađ ţjóna í ESB-her, til ađ undanţágubann á herţjónustu Íslendinga yrđi dćmt óbindandi og ađ engu hafandi.

Hér má einnig vísa til ágćtrar, upplýsandi greinar, Hervćđing Evrópusambandsins, eftir Tryggva Hjaltason, öryggismála- og greiningarfrćđing, í Morgunblađinu mánudaginn 19. júlí sl. Og í mjög athyglisverđri ritstjórnargrein Mbl. degi síđar, Myrkvuđ umrćđa, leiđara sem fjallar um ESB-mál og ekki sízt ţessi hermál, er skýrt og greinilega fariđ yfir ţessi mál. Vćri vert ađ taka ţann ESB-hermálatexta hér upp og verđur e.t.v. gert í athugasemd hér á eftir.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Bretar ţurfa ađ minnka herinn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Konungur Saúdi-Arabíu og Mahmoud Abbas, leiđtogi Palestínumanna, sagđir "hćttulegri zíonistar en gyđingazíonistar"!

Ekki er á góđu von í Arabaheiminum, ţegar al-Zawahiri, nćstráđandi Osama bin Laden í al-Qaída, kallar Arabaleiđtoga zíonista, "sem ađstođi Ísraelsmenn viđ umsátriđ um Gazasvćđiđ" og jafnvel "hćttulegri en gyđingasíonista," eins og hann segir í ávarpi, sem nýbirt er.

 • Zawahiri, sem er egypskur, gagnrýndi Egyptaland sérstaklega fyrir ađ áforma ađ leggja grindverk neđanjarđar til ađ koma í veg fyrir ađ Palestínumenn á Gasasvćđinu grafi jarđgöng til ađ smygla vopnum og ýmsum varningi frá Egyptalandi.
 • Hann sakađi Abdullah Jórdaníukonung, Abdullah konung Sádi-Arabíu og Mahmud Abbas um ađ vera síonistar sem veittu leyniţjónustum Ísraels og Bandaríkjanna upplýsingar. (Mbl.is.)

Viđ vitum, ađ ţegar harđlínumenn í islömskum trúarbrögđum í Miđ-Austurlöndum tjá sig mjög eindregiđ um, ađ einhverjir trúbrćđur ţeirra (ekkert síđur en fólk međ ađra trú) séu óalandi og óferjandi, ţá eru ţađ ekki orđin tóm, heldur er ţví fylgt eftir í verki. Nýleg dćmi um fjöldamorđ Írak, Íran og Afganistan vitna um ţetta, rétt eins og morđárásin á HM-áhorfendurna 76 í Úganda á dögunum.

Ísraelsmenn prísa sig sennilega sćla, ađ ţessi áhrifamikli al-Qaídamađur skuli hafa fundiđ "hćttulegri zíonista" en ţá sjálfa!

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Segir Arabaleiđtoga vera síonista
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Eitt dauđsfall vímuefnafólks í hverri viku?

Skelfilegt er, ađ fólk undir áhrifum fíkniefna er fariđ ađ aka um á svimandi miklum hrađa, en mikil mildi, ađ ekki hafi fariđ enn verr en raunin er. Hitt er ekki síđur uggvćnlegt ađ lesa um mannfall vímuefnafólks: 20 manns á fimm mánuđum, ţađ gerir fjóra á mánuđi og mun ţó vantaliđ ađ sögn forsvarsmanna SÁÁ, og hér er ađeins veriđ ađ tala um fólk undir fimmtugu. Ţetta er ţá a.m.k. eitt dauđsfall drykkjumanns undir fimmtugu í hverri viku.

Ţetta er tilefni til bćna okkar jafnt sem virkra ađgerđa til hjálpar ţessu fólki. 

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Ökuníđingur undir áhrifum fíkniefna
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Áfram, lafđi Ashton, áfram til Kaíró!

Lady Ashton, sjálfur utanríkisráđherra Evrópubandalagsins, segir nauđsynlegt ađ opna landamćri Gaza, annađ dugi ekki, t.d. ekki nýlegar tilslakanir Ísraela.

Lafđin ćtti ađ fljúga beint frá Gaza til Kaíró. Ţar gćti hún boriđ ţetta upp viđ Mubarak forseta og beđiđ hann ađ opna 12 kílómetra löngu landamćrin milli Egyptalands og brćđralandsins á Gazasvćđinu.

Hvađ heldur aftur af ţeim?

Ţađ er deginum ljósara, ađ Ísraelsmenn eru ekki ginnkeyptir fyrir ţví ađ opna land sitt fyrir Hamas-liđum frá Gaza. Á lafđi Ashton bágt međ ađ skilja ástćđur ţeirra?

Og nú ţarf hún ađ skreppa til Kaíró til ađ finna ástćđur Egyptanna fyrir ţví ađ halda landamćrunum lokuđum og lćstum. 

Ađ ţessu rituđu skal tekiđ fram, ađ hér er alls ekki veriđ ađ tala gegn ţví, ađ fólkinu á Gaza berist hjálpargögn, lyf og matvćli. En Evrópubandalagiđ virđist enn sem fyrr eiga erfitt međ ađ sanna fyrir umheiminum, ađ ţađ hafi smellpassandi lausnir á öllum málum.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is ESB vill opna landamćri Gaza
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Um bloggiđ

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri fćrslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.11.): 2
 • Sl. sólarhring: 46
 • Sl. viku: 734
 • Frá upphafi: 469958

Annađ

 • Innlit í dag: 2
 • Innlit sl. viku: 658
 • Gestir í dag: 2
 • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband