Bloggfćrslur mánađarins, október 2011

Ţorri manna virđist andvígur afskiptum Jóhönnu Sigurđardóttur af forsetaembćttinu

Ţetta kom nokkuđ ótvírćtt í ljós í skođanakönnun á vef Útvarps Sögu sl. fimmtudag–föstudag, ţar sem spurt var: "Eru afskipti Jóhönnu Sigurđardóttur af forsetaembćttinu ásćttanleg?" 

Fjöldi atkvćđa var 564. NEI sögđu 90,2%, JÁ 8,91%, en 0,89% voru hlutlaus.

Ţetta er ekki traustsyfirlýsing fólks á fr. Jóhönnu og brambolt hennar, ţađ er ljóst!

Og ţađ er sama hversu straumurinn er strangur gegn meintri vinstri stjórn Jóhönnu og Steingríms međal fastra hlustenda Útvarps Sögu: ţó ađ fyrir fram sé gert ráđ fyrir slíkri "slagsíđu" í könnun sem ţessari, á samt ađ vera ljóst, ađ í ţessu árekstramáli hennar viđ forseta landsins hefur hún lítiđ fylgi, kannski einungis um 20% međal ţjóđarinnar, álíka og ţađ fylgi sem Samfylkingin lafir í ađ hafa á síđustu mánuđum.

Menn sáu ţađ í Icesave-málinu, ađ forsetinn stóđ međ ţjóđinni. Ţví hefur hún ekki gleymt og heldur ekki svikum Steingríms J. og Jóhönnu. 

Jón Valur Jensson. 


Samfylkingin er ekki fćrari í flestan sjó en bláskel í öldugangi

Vinstri flokkarnir lugu sig inn á ţjóđina snemma árs 2009 í krafti falskra kosningaloforđa. Ţeir hafa síđan hangiđ á ţví eins og hundur á rođi ađ halda í völdin, ţótt engar skođanakannanir ađ fenginni reynslu sýni meira en ţriđjungsfylgi ţeirra. Völd ţeirra eru illa fengin og illa veriđ međ ţau fariđ, svo ađ ýmsir ţingmenn Vinstri grćnna hafa hrökklazt frá, en sjálfsvirđingin hjá hinum ekki meiri en svo, ađ notazt er viđ sprungna bauju til ađ halda ţessari manndrápsfleytu á réttum kili.

Manndrápsfleyta er hún réttilega nefnd, vegna ţess ađ hún á sök á sjálfsvígum.

Svik ţessa liđs viđ lofađa "skjaldborg heimilanna" leiddi til örvćntingar margra.

Svik Vinstri grćnna viđ eigin ESB-stefnu munu koma ţeim sjálfum í koll. 

Nýr verkalýđssinnađur flokkur ţarf ađ taka viđ af vitagagnslausu gervivinstrinu. 

Innantóm geipan Jóhönnu Sigurđardóttur og Steingríms J. er raun ţessarar ţjóđar.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Samfylkingin fćr í flestan sjó
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Alvörunnar rödd frá grasrót Ţjóđkirkjunnar

Kirkjan, í skjóli trúarinnar! í skjóli kirkjunnar manna hefur veriđ svert og smáđ af kirkjunnar mönnum! Viđ sem höfum leitađ til kirkjunnar, stađiđ viđ bakiđ á kirkjunni, tekiđ ţátt í kirkjustarfi og síđast en ekki síst, boriđ ómćlda virđingu fyrir ykkur, kirkjunnar ţjónum! ...Viđ erum sem lömuđ, vćngbrotin og hrćdd.
 

Hvernig má ţađ vera ađ á okkar tímum skuli ţetta geta gerst, ađ ţegar umbjóđendur ykkar leita til kirkjunnar manna međ sín mál, ţá tekur kirkjan til ţess ráđs ađ reyna ađ ţagga ţađ niđur! Af hverju? Ţiđ sem hafiđ valiđ ţađ ađ starfa fyrir kirkjuna, af hverju?

Ţannig ritar Ţorgrímur E. Guđbjartsson, bóndi og sóknarnefndarmađur, í alvöruţrunginni grein í Morgunblađinu í dag: Svo bregđast krosstré.... Full ástćđa er til ađ vekja hér athygli á henni.
 
JVJ. 

Trúbođ eđa saklaus trúariđkun í skólum? Hvađ um litlu jólin? Fá jólasveinar, sem aldrei voru til, einir ađgang, en Jesús engan?

 • Fram hefur fariđ allnokkur, á köflum hörđ umrćđa um ákvörđun borgarstjórnar um trúmál í grunnskólum. M.a. hefur nokkuđ frjór díalóg fariđ fram á vef Jóns Baldurs L'Orange, sem ritađi greinina fjölsóttu, Tjáningarfrelsi presta afnumiđ í skólum í borg Gnarrs, á vef sinn islandsfengur.blog.is. Hér á eftir má sjá dćmi kristinnar raddar (félaga í Kristnum stjórnmálasamtökum) um hluta ţessara deilumála, en ţau hafa komiđ inn á mun fleiri sviđ en hér er um rćtt.

Ekki er ég málsvari trúbođs í skólastofum landsins, ţ.e.a.s. ekki opinberra skóla og heldur ekki Landakotsskóla [undirritađur er kaţólskrar trúar], ţótt vitaskuld sé ekki hćgt ađ banna mönnum ađ stofna trúbođsskóla, utan skólaskyldu. Andmćlendur mínir á vefsíđu Jóns Baldurs virđast gefa sér meira um forsendur mínar en ég hef gefiđ tilefni til. En trúbođ er eitt, saklaus iđkun trúar (eins og međ lestri Fađirvorsins í byrjun kennslustundar í Landakoti, sem lengi tíđkađist–––e.t.v. ennţá, veit ţađ ekki) er annađ mál, og er auđvelt ađ undanskilja ţau börn frá slíkri iđkun, sem ekki vilja vera međ, eđa ef foreldrar ţeirra leggjast gegn ţátttöku ţeirra; "auđvelt" segi ég, enda tekur bćnin af á um 32-40 sekúndum!

Eins er rangt ađ kalla "litlu jólin" trúbođ–––ţau eru iđkun trúarsiđa eđa gleđisöngva úr samfélaginu, sem tengjast jólum, en ekki ćtlunin ađ bođa neinum trú ţar; og sambćrilegt á ađ mínu mati ađ leyfa um páska; eđa eru ţađ jólasveinarnir og páskaeggin sem ein á ađ leyfast ađ nefna?!–––Nei, enda eru ţá orđin rof í menningu landsins og raunar veriđ ađ lćđa ţví ţannig ađ börnum, ađ ţetta eigi allt ađ vera tabú–––kristindómur sé eitthvađ, sem alls ekki megi koma nálćgt skólastarfi.

Ţessum síđasta málsliđ mínum andmćla eflaust ýmsir, sem skrifađ hafa í ţessari umrćđu, en takiđ eftir: borgarstjórnarmeirihlutinn gerir ţađ EKKI. Ţó vantar hann ekki viljann til ţess, hygg ég, en brast til ţess ţoriđ. Ţađ er nefnilega alveg borđleggjandi, ađ ef ţau hefđu samţykkt slíka árás á síđasta vottinn um kristindóm í skólum, ţá hefđu foreldrafélög í landinu orđiđ yfir sig hneyksluđ og gert gegn ţeim uppreisn, jafnvel hrakiđ ţau frá völdum, enda hefur vilji alls ţorra manna veriđ međ ţessum litlu jólum, og ţađ er mjög hćpiđ ađ trúleysingjar hafi fólk annarrar trúar en kristinnar međ sér í ţví ćtlunarverki ađ afnema litlu jólin.

Ţađ er ekki fólk úr fjölmenningargeiranum, sem hefur stađiđ fyrir árásum á kristindóm í landinu, enda er yfirgnćfandi meirihluti nýbúa kristinnar trúar, m.a. Pólverjar o.fl. Evrópumenn, fólk úr báđum hlutum Ameríku, fólk frá SA-Asíu, s.s. Filippseyjum, og jafnvel ýmsir frá Afríku.

Róttćkir vantrúarmenn hafa náđ sínu fram međ ađferđum Rauđsokka frá ţví um 1972-1975 í málefnum fósturdeyđinga: međ margfaldri virkni ţjóđfélagslega miđađ viđ sjálft hlutfal utantrúfélagsmanna, virkni sem á ađ hafa á sér yfirbragđ breiđrar hreyfingar, sem ţó engin er. Formađur smáfélagsins Siđmenntar situr t.d. í "mannréttindaráđi" Reykjavíkurborgar, og einhvers stađar gegnir Svanur lćknir Sigurbjörnsson ţarna hlutverki líka. Hryggjarstykkiđ í hreyfingu hinna herskáu trúleysingja hefur mér sýnzt ungt og róttćkt vinstra liđ úr 101, ţótt vissulega séu ţar líka hćgri menn, enda margir ţeirra efnishyggjufólk, einkum ţeir ungu og óstađfestu.

Ţetta unga hćgra fólk er yfirleitt ofurfrjálshyggjufólk, raunar fólk af sama kalíber og sú stuttbuxnadeild Sjálfstćđisflokksins, sem hafđi ţau áhrif fyrir fáeinum árum, í gegnum sinn flokk, ađ vćndi var lögleitt á Íslandi–––međ ţá makalausu grundvallarforsendu í stafni, ađ fólki ćtti ađ vera frjálst ađ selja líkama sinn!!!

Jón Valur Jensson.

PS. Bendi einnig á fyrri grein hér: Hneyksli ađ meina skólabörnum ađ fá Nýja testamentiđ ađ gjöf.


Hneyksli ađ meina skólabörnum ađ fá Nýja testamentiđ ađ gjöf

Borgarstjórn Samfylkingar og s.k. "Besta flokks" hefur samţykkt ađ banna Gídeonfélögum ađ gefa Nýja testamentiđ í skólum borgarinnar. Sú hefđ náđi marga áratugi aftur í tímann, en hefur nú veriđ umsnúiđ af trúlausum mönnum ađ miklu leyti.

Menn gleymi ţví ekki, ađ róttćk veraldarhyggja grasserar međal margra olnbogafrekra í yngra liđinu í vinstri flokkunum, raunar til skapraunar mörgum eldri jafnađarmönnum, enda er kristindómur ekki andstćđur bćttum kjörum alţýđu og réttmćtri verkalýđsbaráttu, og sannarlega leita fjölmargir, án tillits til flokkshollustu, í orkubrunn gefandi Guđstrúar.

Róttćkni Gnarrista er viđbrugđiđ, en menn gleymi ekki ábyrgđ Samfylkingar á athćfinu.

Kristindómurinn hefur gefiđ ţjóđ okkar mikiđ, bćđi í mildandi siđferđi, afnámi ţrćlahalds og barnaútburđar, hvatningu til fátćkrahjálpar og ölmusuverka, fyrirgefningar og miskunnar, međ "Guđsfriđi" á miđöldum (banni viđ vopnaviđskiptum á vissum dögum og međ kirkjugriđum) og međ menntandi áhrifum á sviđi bókmennta og lista. Umfram allt er ţađ kćrleiksbođskapur Jesú, Fjallrćđan og önnur leiđsögn hans, sem ţjóđin fekk ađ kynnast og međtók sér til blessunar.

"Leyfiđ börnunum ađ koma til mín og banniđ ţeim ţađ ekki," sagđi Kristur. Ţađ er stórt skref aftur á bak, ađ valdfrekir stjórnhyggjumenn vogi sér ađ svipta börn okkar hinni góđu gjöf Nýja testamentisins til ađ eiga sem bók Jesú og sína, sjálfum sér til haldreipis, íhugunar og leiđsagnar, međ Davíđssálmunum og Orđskviđum Salómós.

Árás veraldarhyggjumanna er víđtćkari en ţetta eitt, ţótt hér hafi ađeins veriđ rćtt um árásina á ţann fagra siđ ađ gefa heilum árgangi skólabarna í senn (nema ţeim, sem ekki vilja) Nýja testamentiđ. Um ţetta fjallađi stuttur, en góđur leiđari í Morgunblađinu í gćr:

Veist ađ kristinni trú

Svo undarlegt sem ţađ er ţá hefur meirihlutinn í Reykjavík haft ţađ sem eitt sitt helsta stefnumál ađ úthýsa kristinni trú úr skólum landsins. Ţetta er gert undir ţeim formerkjum ađ veriđ sé ađ setja almennar reglur um trúar- og lífsskođunarfélög en öllum er ljóst hver tilgangurinn er.

Íslendingar eru kristin ţjóđ og eđlilegt er ađ ţađ endurspeglist međ einhverjum hćtti í skólum landsins. Í gegnum tíđina hefur ţađ veriđ gert án ţess ađ ástćđa hafi veriđ til ađ amast viđ ţví, nema síđur sé. En nú hefur pólitísk rétthugsun náđ tökum á meirihluta borgarfulltrúa međ ţeim afleiđingum međal annars ađ hindra börnin í ađ ţiggja fallega bókargjöf.

Vinda ţarf ofan af ţessum fordómafulla ofstopa viđ fyrsta tćkifćri.

Orđ í tíma töluđ.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Banna trúbođ í skólum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Um bloggiđ

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri fćrslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.11.): 18
 • Sl. sólarhring: 18
 • Sl. viku: 750
 • Frá upphafi: 469974

Annađ

 • Innlit í dag: 16
 • Innlit sl. viku: 672
 • Gestir í dag: 16
 • IP-tölur í dag: 16

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband