Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2011

Óskar Guđmundsson sér ekkert annađ en jákvćtt viđ miđaldakirkju í Skálholti

Aumkunarverđar eru tillögur ókirkjurćkinna um ađ stöđvuđ verđi í fćđingu endurbygging miđaldakirkju í Skálholti. Óskar Guđmundsson, glöggur og vinsćll höfundur bóka um síđmiđaldir (2 eđa 3 aldabćkur) og um Snorra Sturluson, kvađst í dag hissa á ţví, ađ menn úr frćđasamfélaginu amist viđ ţessum áformum.

"Ég sé ekkert annađ en jákvćtt viđ ţetta," sagđi Óskar í ţćttinum Vikulokunum á Rás 1 nú fyrir hádegiđ. Slíkar endurgerđir af fornum byggingum hafi hann séđ í Noregi, af hinu góđa, "m.a. af ţví ađ ţađ er ţókknanlegt ferđamannaiđnađinum". Öll ţjóđfélög reyni ađ endurbyggja menningarhús eđa varđveita, ef ţau geta.

Svona lagađ er tilgátubygging, en hún byggir á ákveđnum heimildum, bćtti hann viđ.

Viđtal var einnig viđ Guđjón Arngrímsson, kynningarfulltrúa Icelandair, í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í dag, og međal ţess, sem fram kom í máli hans, var: "Ţessi bygging mun fjármagna sig af sjálfri sér."

Andstađa viđ ţetta mál er ţví annađhvort á misskilningi byggđ eđa skorti á velvilja gagnvart ţessu verkefni. Sá, sem skrifađi um máliđ ađsenda grein í Fréttablađiđ nú í vikunni, virđist ennfremur ímynda sér, ađ Skálholtsstađur eigi ekki ađ fá ađ vaxa og eflast – eđa ađ arkitektúr helztu bygginga ţar nú sé eitthvert eilíft viđmiđ. Ţađ er undarleg hugsun.

Sjá einnig hér:

Verđur "miđaldakirkjan" endurreist í Skálholti? Megi svo verđa!

Kirkjubyggingar í Skálholti, árin 1000–1963 

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Kanna alla ţćtti miđaldakirkju
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Kirkjubyggingar í Skálholti, árin 1000–1963

Rćtt er um ađ endurreisa miđaldakirkjuna síđustu í Skálholti, en hún var um ţrefalt stćrri en núverandi kirkja. HÉR var ritađ um hana, međ myndum, en ţennan fróđleik má líka finna á Skalholt.is:

Ţarna er vísađ á frekari upplýsingar.  Sjá einnig eftirfarandi grein, sem hér birtist eftir miđnćttiđ vegna hinna nýju frétta: Verđur "miđaldakirkjan" endurreist í Skálholti? Megi svo verđa!

Kostnađur viđ endurgerđ síđustu miđalda-dómkirkjunnar (Ögmundar biskups) er talinn nema um hálfum milljarđi króna. Vćri ţađ vel sloppiđ miđađ viđ Hörpuna t.d.

JVJ.


Verđur "miđaldakirkjan" endurreist í Skálholti? Megi svo verđa!

Ţađ vćri verđugt verkefni, hvort heldur ţessarar aldar eđa ţeirrar nćstu, og gćti vel borgađ sig međ tíđ og tíma í ljósi aukins ferđamannastraums og blómstrandi menningarstarfs á stađnum.

Í Skálholti reis menning Íslands hvađ hćst og miđaldakirkjurnar sérstakt undrunar- og ađdáunarefni. Hörđur Ágústsson listmálari, skólastjóri Myndlistar- og handíđaskólans, gerđi ţeim málum góđ skil og vann reyndar lengi ađ rannsóknum sínum á íslenzku kirkjunum. (Undirritađur tók viđ hann viđtal, langt og skreytt ýmsum teikningum Harđar, um ţau mál í Orđinu, tímariti guđfrćđinema, á námsárum mínum og mun ţađ hafa birzt um 1975.)

 

Tölvugerđ mynd af dómkirkjunni, eins og hún gćtiđ litiđ út endanlega.

 

 • "Í Ţjóđminjasafni er stórt líkan ađ miđaldakirkjunni sem um rćđir. Hún var tćplega 50 metra löng, 12 metra breiđ og 14 metra há á efst í mćni. Ţetta voru mestu mannvirki á Íslandi frá upphafi Íslandsbyggđar og fram á 19. öld, eđa í um ţúsund ár," 

segir í greinargerđ um ţetta mál á kirkjan.is. Forsvarsmenn Icelandair hafa ţá framsýni til ađ bera ađ vilja styđja ţetta risavaxna framtak og stuđla ađ ţví, ađ ţessi endurreisn verđi sem bezt úr garđi gerđ.

Hjáróma raddir eru ţegar farnar ađ heyrast gegn hugmyndinni, en ekki er ţađ í raun af víđsýni hugsađ ađ loka augum fyrir ţeirri stađreynd, ađ menning Íslands ţreifst ekki ađeins í torfbćjum fyrri tíđar, og engin framsýni birtist í ţví ađ telja ţetta verkefni hjákátlegt eđa gervilegan tilbúning. 

"Miđaldakirkjur eru eitt helsta ađdráttarafl ferđamanna í Evrópu og ađstandendur telja ađ endurreist miđaldadómkirkja í Skálholti mundi vekja mikla athygli, og gefa fćri á ađ draga fram merka ţćtti í sögu ţjóđarinnar og Skálholtsstađar. Sömuleiđis mundi byggingin hafa ađdráttarafl vegna mikillar byggingarsögulegrar sérstöđu.

„Dómkirkjur miđalda voru vegleg og merkileg hús, sérkennilegt framlag Íslendinga til heimslistarinnar“, sagđi Hörđur Ágústsson í riti sínu, Skálholti. Ţćr voru reistar undir áhrifum evrópskra steinkirkna, gotnesku dómkirknanna sem allir ţekkja, en voru úr timbri ađ hćtti norskra stafkirkna. Í Fitjaannál segir um Skálholtsdómkirkju 1527 ađ hún „hafi stćrst veriđ af tréhúsum á Norđurlöndum“. Sú stađreynd ađ langt inn í hinu skóglausa Íslandi hafi á 16. öld risiđ stćrsta timburhús Norđurlanda er spennandi ráđgáta.

Hugmyndin er ađ reka safna- og sýningatengda starfsemi í byggingunni og leita samstarfs viđ hinar skapandi greinar; frćđi- og listamenn, um skreytingu hússins, innihald og dagskrá í ţví."

Meira um efniđ hér: Vilja endurreisa miđaldadómkirkju í Skálholti. Ennfremur hér: Greinargerđ um verkefniđ.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Miđaldakirkja rísi í Skálholti
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Parkinsonslögmál hjá stjórnvöldum ţrátt fyrir neyđarástand ríkisfjármála!

Merkilegt er í krepputíđ, ţegar reynt er ađ skera niđur, jafnvel í bráđnauđsynlegri heilbrigđisţjónustu, og hćkka skatta til ađ hafa ţó fyrir ţeim útgjöldum sem sinna verđur, ađ á sama tíma ţenur ríkisbákniđ sig út í stofnunum sínum, fćkkar ţeim ekki, heldur fjölgar, og stendur í afar kostnađarsamri endurnýjun húsnćđis ţeirra, sem fyrir eru.

Dćmi:

 • Lánasjóđur íslenzkra námsmanna, fluttur í nýtt og stćrra og dýrara húsnćđi viđ Borgartún.
 • Hagstofan: flutt í Borgartún úr Lindargötu/Skuggasundi.
 • Ríkisskattstjóri: fluttur í Víđishúsiđ viđ Laugaveg og í Hafnarfjörđ.
 • Skattstofa Reykjavíkur: flutt í Víđishúsiđ viđ Laugaveg og í Hafnarfjörđ.

Fleiri mćtti eflaust nefna. Ekki ţarf ađ efast um, ađ betur sé nú búiđ ađ starfsmönnum ţessara stofnana, en tilgangur ţessa örpistils er ekki sá ađ öfundast út í ţađ fólk. Hitt hlýtur mađur ađ undrast, ađ ríkisvaldiđ skuli standa í ţessum kostnađarsömu breytingum á samdráttartímum launafólks og fyrirtćkja í landinu og stórlega skertra skatttekna miđađ viđ ţá skattstofna sem fyrir voru.

Ţađ ţarf ađ fara yfir fjölgun ríkisstofnana á síđari árum og saxa á ýmsar ţćr nýlegri. Ţađ á kannski öđru fremur viđ um eftirlitsstofnanir landsins.

JVJ. 


Vatnsauđlindir okkar eru hvorki fyrir Skattmann né fyrir OR til ađ spilla ţeim!

Já, íslenzka vatniđ er verđmćtt samkvćmt skýrslu Hagfrćđistofnunar – viđ notum mest vatn allra íbúa Evrópu og eigum mestar ferskvatnsbirgđirnar. En ţađ er glćpi nćst af Orkuveitu Reykjavíkur ađ taka stórkostlega áhćttu međ ađ menga ferskvatnsforđabúr mesta ţéttbýlissvćđis landsins, allt vegna ótrúlegrar nízku eđa örvćntingarfullrar, afvegaleiddrar sparnađarviđleitni ađ leiđa ekki yfirfallsvatn burt af Hellisheiđi í leiđslum í átt til sjávar.

Ferskvatnsbirgđir okkar eru taldar nema nál. 532 ţúsund tonnum á hvern íbúa landsins, en vatnsnotkun okkar er 296 rúmmetrar á ári á hvern íbúa – ekki svo lítiđ.

 • Í skýrslunni er reynt ađ leggja mat á hvers virđi vatniđ á Íslandi er. Heildartekjur vatnsveitna voru um 5,5 milljarđar áriđ 2009, hitaveitna um 9 milljarđar, tekjur af fráveitustarfsemi námu um 5 milljörđum og tekjur af raforkusölu námu um 46 milljörđum króna á árinu. Verđmćti lax- og silungsveiđi er áćtlađ 11,6 til 13,5 milljarđar á verđlagi ársins 2010. 

Hvernig datt ţeim í hug ađ láta Steingrím J. vita af ţessu? Nú er einhver laus!

 • Fram kemur í skýrslunni, ađ rafmagn sé ađ mestu framleitt međ endurnýjanlegum orkugjöfum hér á landi en vatnsaflsvirkjanir nota 42 milljarđa rúmmetra af vatni viđ raforkuframleiđsluna. Um 98% landsmanna fá neysluvatn úr grunnvatni ... (Mbl.is).

Ţetta er gagnlegur fróđleikur – bara ađ hann verđi ekki misnotađur ...

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Íslenska vatniđ verđmćtt
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Mitt Romney styđur Ísrael

Vegna Ísraels-andstöđu araba, sem fóru á mis viđ sem svarar 1% af landsvćđi sínu, ţegar önnur semítísk ţjóđ endurreisti ríki sitt í Landinu helga, er mikilvćgt, ađ einhver ríki, sem um munar, styđji tilverurétt Ísraels.

Mitt Romney, forsetaframbjóđandi.

Mitt Romney, einn vćnlegasti frambjóđandi Repúblikana til forsetakosninga á nćsta ári, vill skera niđur alla ađstođ viđ erlend ríki, jafnvel niđur í núll, og afgreiđa svo beiđnir um ađstođ međ ţví ađ skođa öll mál upp á nýtt. En hann tekur ţó sérstaklega fram, ađ Bandaríkin eigi ađ styđja Ísrael. Ţađ eru góđar fréttir.

JVJ. 


mbl.is Romney segist vinur Ísraels
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Biđjum fyrir Svíanum sem týndur er á Sólheimajökli

Ţetta er bráđungur mađur, 25 ára, og hefur villzt í vondu skyggni og ráfađ um hćttulega sprunginn jökulinn. Sem betur fer er óvenjuhlýtt í veđri, en ţó er naumast hlýtt á jöklinum. Fjölskylda hans bíđur fregna óttaslegin. Beygjum hnén og biđjum. Biđjum ţess líka, ađ hjálparsveitarmenn fái laun erfiđis síns, en dýrmćtur tími tapađist, međan ţađ var ekki vitađ, ađ mađurinn var mun austar en haldiđ var, ekki á Fimmvörđuhálsi, heldur Sólheimajökli. Biđjum.
mbl.is Leitađ áfram í nótt
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Einelti vantrúarfélaga og borgarfulltrúa viđ Ţjóđkirkjuna

 • "Ţćr hreyfingar sem kalla sig Vantrú og Siđmennt hafa lagt ţjóđkirkjuna í einelti í langan tíma og varla linnt látum í ţeim efnum og kórónuđu ţađ međ ályktun fulltrúa ţeirra og Margrétar Sverrisdóttur um samskipti kirkjunnar og skólanna nýlega."

Ţannig ritar Guđbjörg Snót Jónsdóttir guđfrćđingur, mjög einlćg, kristin kona, í Velvakanda Morgunblađsins í dag, og heldur áfram:

 • "Í grein, sem Margrét skrifađi um daginn hér í blađiđ vogar hún sér svo ađ segja, ađ „kirkjan verđi seint afnumin hér á landi" ..." [ !!! – upphrópunarmerki jvj.]

Framhald ţessarar spennandi umrćđu Guđbjargar má lesa í Morgunblađinu í dag, einnig hér: Samfylkingarkonu ofbýđur andkirkjuleg stefna Samfylkingar í borgarstjórn og stefnan í leikskólamálum.

Upphaf pistils hennar var reyndar ţannig:

 • Ţađ er svo sem engin furđa ţótt sumir borgarfulltrúar skóla- og menningarráđs borgarinnar hafi ekki haft áhuga á ađ taka ţátt í degi um einelti og hvetji til námskeiđa um ţađ efni, ţví ađ ţeim veitti sjálfum ekki af ađ sćkja slíkt námskeiđ. Ţeir skildu ţá kannski sjálfir hvađ ţeir eru ađ gera.  

Menn, ekki sízt kristnir, eru hvattir til ađ fylgjast međ skrifum Guđbjargar (smelliđ á orđin og skođiđ greinalista!). Hún sameinar ţađ ađ tala í nafni trúar og skynsemi.

Jón Valur Jensson.


Samfylkingarkonu ofbýđur andkirkjuleg stefna Samfylkingar í borgarstjórn og stefnan í leikskólamálum

 • Í grein, sem Margrét [Sverrisdóttir] skrifađi um daginn hér í [Morgun]blađiđ vogar hún sér svo ađ segja, ađ „kirkjan verđi seint afnumin hér á landi". Ef ţetta átti ađ vera einhver háđsglósa eđa fyndni, ţá verđur hún ađ fara ađ lćra eins og ađrir borgarfulltrúar, ađ ţessi svokallađa fyndni í ţeim er löngu búin ađ missa marks.

 Ţannig skrifar Guđbjörg Snót Jónsdóttir, guđfrćđingur og mjög einlćg, kristin kona, laus viđ hagsmuna- eđa valdaađstöđu innan Ţjóđkirkjunnar, í Morgunblađiđ í dag, í ţćtti Velvakanda. Hún heldur hér áfram í sinni fullkomnu hreinskilni:

 • Var Margrét kannski ađ meina, ađ hún vildi koma trúmálum landsins aftur á ţađ stig, sem ţađ var á í kringum landnámiđ? Kippa ţar međ Íslandi burtu úr samfélagi kristinna ţjóđa? Hvađ er manneskjan eiginlega ađ hugsa? Henni veitti greinilega ekki af ađ lćra um einelti og hvađ ţađ er, eins og hún hefur hugsađ og talađ í ţessum efnum.
 • Ekki er Oddný Sturludóttir skárri, eins og nýjustu fregnir bera vott um varđandi leikskólana. Vita skulu ţćr ađ ég mun strika yfir nöfnin ţeirra á lista Samfylkingarinnar í nćstu kosningum, eins og ţćr hafa stađiđ sig ömurlega fram til ţessa. Ég treysti ţeim ekki til ađ stjórna nokkrum einustu málum hjá borginni.

(Tilvitnun lýkur.)

Langt er gengiđ hjá öđrum flokknum í borgarstjórnarmeirihlutanum, ţeim flokki sem hafđi fyrir verulegan stuđning úti í ţjóđfélaginu (ekki skyndi- og örţrifaráđa-stuđning ćsingarafla og vonsvikinna kjósenda), ţegar kominn er tími fyrir kristiđ fólk í ţeim flokki ađ tala ţannig um verk ţess flokks!

Svik Samfylkingar viđ foreldra barna á 2. ári í leikskólamálum, framkvćmd í fullkominni valdsmennsku, voru kapítuli út af fyrir sig. En gróf árás Margrétar Sverrisdóttur á kirkjuna, í orđum hennar og gjörđum, kemur jafnvel enn meira á óvart og verđur ekki líkt viđ neitt annađ fremur en stanzlausar árásir á vegum félaganna Vantrúar og Siđmenntar á undirstöđu og rćtur kristindóms hér á landi, enda rćđir Guđbjörg Snót einmitt um ţau félög í ađdraganda ţessa pistils síns í Velvakanda í dag (sjá hér: Um einelti og skólastefnu borgarfulltrúa).

Guđbjörgu skulu ţökkuđ ţessi (og önnur) skrif hennar í Morgunblađiđ, og eru menn hvattir til ađ lesa meira af ţeim.

Ţví má bćta viđ, ađ Samfylkingin hefur verđlaunađ frammistöđu Margrétar Sverrisdóttur í borgarstjórn međ ţví ađ kjósa hana í miđstjórn flokksins á nýafstöđnu flokksţingi og ţađ međ mestum fjölda atkvćđa! Af ýmsu öđru hefur líka mátt ráđa, ađ orđ og gjörđir Margrétar í ţessu máli á vettvangi borgarmála eru ţví ekki einstaklings-undantekning innan Samfylkingarinnar, heldur mynztriđ sjálft í stefnu flokksins. 

Jón Valur Jensson.


Um bloggiđ

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri fćrslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.11.): 17
 • Sl. sólarhring: 17
 • Sl. viku: 749
 • Frá upphafi: 469973

Annađ

 • Innlit í dag: 15
 • Innlit sl. viku: 671
 • Gestir í dag: 15
 • IP-tölur í dag: 15

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband