Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2011

Orgelleikur Oliviers Latry

Olivier Latry er einn ţriggja organista Nôtre Dame-dómkirkjunnar í París. H É R leikur hann á orgeliđ viđ fagran söng (chant).

Hér er svo annađ, virkar kannski í upphafi sem ónettar ćfingar, en látiđ ekki blekkjast af ţeirri ásýnd, ţví ađ ţetta er í raun magnađ verk:

Ef ekki nćst ađ spila ţetta međ ţví ađ smella á myndina, smelliđ ţá á ţessa línu:

http://www.youtube.com/watch?v=qSxVO3EoCRM&NR=1

Bezt hljómgćđi nást međ ţví ađ nota heyrnartćki (headphones). 

Fleiri orgelverk síđar!

JVJ. 


92 látnir í mestu hryđjuverkum á Norđurlöndunum

85 voru myrtir í skotárásinni á Utřya í gćr og sjö til viđbótar í samhćfđri sprengjuárás í miđborg Óslóar. Ţetta er reiđarslag fyrir norskt samfélag, enn er óttazt ađ tala látinna eigi eftir ađ hćkka.

Gerandinn lagđi af stađ í ţessa ferđ međ hatur og mannfyrirlitningu sem kjölfestu lífsskođana sinna. Hryggilegt er, ađ hann hafi taliđ sig kristinn, en hann ađhylltist ţó ekki einfaldlega hefđbundinn kristindóm, heldur guđstrú frímúrara, sem voru í upphafi undir frönskum heimspekiáhrifum (deisma), ţar sem lögđ er áherzla á, ađ Guđ hafi ađ vísu skapađ heiminn, en skipti sér síđan ekki af framvindu hans. Ţetta er ekki kristin kenning, miklu fremur kenning sem leitt getur til ţess, ađ menn telji sig ţurfa ađ taka ráđin í sínar eigin hendur.

Allt um ţađ er langur vegur frá slíkri hugsun til ódćđisverka, enda eru frímúrarar ekki ţekktir ađ ofbeldi. Ţađ er sambrćđsla hugmynda ţessa manns viđ nazisma og hatur á múslimum, sem hefur greinilega mótađ hugarfar hans, ekki kristinn arfur.

Allt í útspekúleruđum hryllingsverknađi hins 32 ára norska öfgamanns bendir FRÁ kristnu hugarfari og siđakenningu, ekki til ţess. Náungakćrleikurinn er sćrđur holundarsárum, og ţarna er tilgangurinn látinn helga međaliđ, ţvert gegn kristinni grundvallarstefnu.

Norska ţjóđin er í sárum. Hryggđin eftir ástvinamissi hefur slegiđ svo ótal marga á ţessum myrkasta degi í sögu Noregs eftir innrás ţýzka hersins 1940. Íslendingar finna djúpt til međ Norđmönnum, og viđ biđjum ţeim blessunar og öryggis á komandi árum. 

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Stađfest ađ 92 hafi látist
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hörđ og upplýst gagnrýni á barnalegt samningamakk utanríkisráđherrans viđ hryđjuverkasamtökin Hamas

Hvöss og glćsileg er grein í Mbl. í dag: Össur semur viđ öfga- og hryđjuverkasamtök í okkar nafni eftir Ólöfu Einarsdóttur, sem á heima í Ísrael, nálćgt Gaza. Ţetta er meiri háttar lesning, látiđ hana ekki fram hjá ykkur fara, svo opinberandi er hún um ađstćđur í Ísrael, svo vel feykir hún burt ýmsum ranghugmyndum sem flestir hafa aliđ međ sér um ástandiđ ţarna.

Hér er eitt lítiđ dćmi úr greininni:

 

 • Ég er íslensk móđir í Ísrael. Ég er gift ísraelskum gyđingi og foreldrar hans voru á međal ţeirra 900.000 gyđinga sem flúđu arabalöndin hérna allt um kring um og eftir seinni heimstyrjöldina. Viđ búum í innan viđ 2 km fjarlćgđ frá Gazaströndinni og í gćr (13. júlí) féllu fjórar eldflaugar frá Gazaströndinni á okkur hérna í Suđur-Ísrael.
 • Eldflaugunum rignir yfir okkur
 • Í fyrradag (12. júlí) skutu ţeir öđrum 4 eldflaugum hingađ yfir. Dóttir mín var ein heima, úti í garđi ađ vökva blómin ţegar viđvörunarbjöllurnar fóru í gang. Hún hljóp inn í loftvarnarbyrgi og taldi upp ađ 10, en viđ höfum 15 sekúndur í besta falli til ađ bregđast viđ ţessum eldflaugaárásum. Oft ná viđvörunarbjöllurnar ekki ađ nema hćttuna vegna nálćgđarinnar. Viđ búum viđ rússneska rúllettu. Ţegar mest var hérna í vetur skutu Palestínuarabar 120 eldflaugum eina helgina. Kappleikjum var frestađ í Beersheva, höfuđborgin í suđri ţar sem ca. 300.000 manns búa. Grunnskólar í borgunum Beersheva, Askhelon, Sedrot og svo náttúrulega grunnskólarnir hér allt í kring voru lokađir í 3 daga vegna ţessa. Í janúarmánuđi síđastliđnum frömdu öfgamenn í röđum palestínuaraba 83 hryđjuverkaárásir gegn Ísrael, skutu 17 stórum eldflaugum á Ísrael og 26 litlum eldflaugum. Febrúarmánuđur var heldur „friđsamlegri“ međ 61 hryđjuverkaáarás, 6 stćrri eldflaugum og 19 minni! Ţessi grein er skrifuđ 14. júlí og á ţessum síđustu tveimur vikum höfum viđ fengiđ ađ finna fyrir 11 eldflaugum GaZverja. 

Ólöf Einarsdóttir hefur međ eftirminnilegum hćtti kveđiđ sér hljóđs í íslenzkum fjölmiđli. Ţađ verđur eftir hennar skrifum tekiđ eftirleiđis, svo mikiđ er víst.

En hvort Össur tekur sönsum, vitum viđ ekki, getum ţó vonađ og beđiđ.

Jón Valur Jensson. 


Er utanríkisráđherrann öfgamađur?

Leiđari Mbl. í dag, Hryđjuverkaakur plćgđur, vekur athygli. Ţótt Ingibjörg Sólrún hafi gengiđ langt međ ţví ađ "vera hinn eini úr hópi vestrćnna til ađ sćkja einrćđisherra Sýrlands heim," gengur Össur enn lengra međ vingan viđ hryđjuverkasamtök, eđa eins og ţar segir (leturbr. hér): "svilinn vildi ekki minni vera og Össur hitti ţví hryđjuverkasamtök Hamas og virtist vera ađ gera viđ ţau tvíhliđa samninga."

Ţessum leiđara, sem fer á fróđlegan hátt yfir hryđjuverkamál Afganistans, Pakistans, Indlands og fleiri landa, lýkur svo í beinu framhaldi af fyrrgreindri tilvitnun á ţessum orđum: "Hvađ svo sem hinum séríslenska kjánagangi líđur er ţví miđur ekki útlit fyrir ađ ţađ hćgist um á hryđjuverkaslóđum nćstu misseri eđa ár."

Ţađ má reyndar minnast ţess, ađ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lét öfgamenn ekki hanka sig á ţví ađ taka einhliđa afstöđu međ baráttusamtökum Palestínumanna viđ komu hennar til Landsins helga, hún benti á, ađ ţađ vćru tvćr hliđar á ţví máli.

Frá Íslendingi, sem dvaldist í Landinu helga, fekk undirritađur eftirfarandi sl. mánudag:

 • Mikiđ skammast ég mín fyrir ţessa stuđningsyfirlýsingu Össurar [ţ.e. viđ Hamas]. Viđ getum međ engu móti sett okkur í dómarasćti yfir ţessari deilu sem er flókin og erfiđ. Ísrael er pínulítiđ ríki umkringt risastórum óvinaţjóđum. Fólk gerir sér enga grein fyrir ţví ađ Ísraelsmönnum er stillt upp viđ vegg og ţetta er barátta uppá líf og dauđa á hverjum degi. Ţeir mega hvergi slaka á í öryggisgćslu og já ţeir eru međ vegartálma viđ landamćri og annađ slíkt en ţađ er af illri nauđsyn. 
 • Össur er svo barnalegur í lýsingum sínu á öryggisgćslunni hérna ađ ég fć kjánahroll. Ţrátt fyrir öfluga gćslu ná palestínuarabar ađ fremja hryđjuverk og svo náttúrulega ađ skjóta stórhćttulegum eldflaugum hingađ yfir. Nú síđast í mars (ađ mig minnir) voru 5 manns af 8 manna gyđingafjölskyldu myrt í svefni á Vesturbakkanum. Morđingjarnir 17 ára og 22 ára palestínuarabar brutust inn á heimiliđ ţeirra í skjóli nćtur. Ţetta er ástćđan fyrir mikilli öryggisgćslu á Vesturbakkanum. 
 • Ţrátt fyrir gífurlega landamćravörslu Ísraela á Gazaströndinni ná ţeir (Hamas) ađ smygla eldflaugum og vopnum sem aldrei fyrr. Ísraelska njósnadeildin telur ađ ţeir séu komnir međ birgđir af eldflaugum sem miđađ viđ ađ ţeir skytu 150 flaugum á Ísrael á dag ţá gćtu ţeir gert ţađ linnulaust í 66 daga!!! Er ţađ ekki alvarlegt? Engu ađ síđur er ţetta veruleikinn sem blasir viđ hér í Ísrael ..."

En Össur Skarphéđinsson fer sínu fram, hvernig sem veröldinni er háttađ. Afstöđu sína til málefna Miđ-Austurlanda gerđi hann líka heyrinkunna og augljósa, ţegar hann hélt ţví fram, ađ milljón manns hefđu farizt vegna Íraksstríđsins síđasta. Ţá var rétt tala raunar ekki komin hćrra en í nokkra tugi ţúsunda og ţá ţegar ađ meirihluta til vegna hryđjuverka vígasveita innfćddra og al-Qaída.

Viđ verđum víst ađ gera okkur grein fyrir ţví, Íslendingar, ađ viđ sitjum uppi međ utanríkisráđherra međ öfgaviđhorf í alţjóđamálum. Hvort viđ sćttum okkur viđ ţađ, er svo allt annađ mál.

PS: Hér verđur svo ađ minna á frábćra grein um ţessi mál, sem birtist í Morgunblađinu í fyrradag; Birgir Örn Steingrímsson, fjármálafrćđingur og MBA, ritar: Hamas, Össur og Arababandalagiđ. Sú grein verđskuldar reyndar sérstaka fćrslu hér. – Sbr. og ţennan pistil undirritađs sl. mánudag: Össur slćr fjölda feilskota í keiluspili sínu.

Jón Valur Jensson. 


Össur trausti rúinn? – reynir ţó enn blekkingar

Frá birtingu Vísisfréttar af Össuri, ESB-málum, Pólverjum og ţeirri nýju skođun hans "ađ farsćlla sé ađ fara leiđ sérlausna en ađ fara fram međ kröfu um varanlegar undanţágur frá fiskveiđistefnu sambandsins," hafa nú liđiđ 8 klst. án ţess ađ einum einasta manni hafi líkađ viđ ţá frétt međ Facebókarsmelli á orđin "Líkar ţetta".

Össur virđist trausti rúinn, fáir treysta sér til ađ taka mark á honum lengur – nema kannski Hamas.

Ţorbjörn blađamađur spyr hann á Vísisvefnum (kl. 7 sl. kvöld): "Mun ţá umbođ samninganefndarinnar í sjávarútvegsmálum grundvallast á ţví ađ ná fram ţessum sérlausnum fremur en ađ krefjast varanlegra undanţága frá fiskveiđistefnu sambandsins?" Hann fćr ţetta svar:

„Já, ţađ er leiđ sem viđ höfum fyrst og fremst veriđ ađ skođa," segir Össur.

Svo skrökvar hann hér beint framan í ţjóđina (ósannindin kristallast í ţví orđi, sem hér er feitletrađ): „Varđandi hvort ríki geti komiđ hingađ inn í efnahagslögsöguna og tekiđ frá okkur afla ţá liggur ţađ alveg fyrir ađ 70 prósent af okkar stofnum eru stađbundin. Ţessi regla um hlutfallslegan stöđugleika tryggir ţađ í reynd ađ ţađ getur enginn komiđ í krafti sögulegrar veiđireynslu og reynt ađ gera tilkall til ţess," segir Össur.

Ţetta er ALRANGT. Ţessi „regla" tryggir ekki eitt né neitt. Hún hefur ekkert vćgi á viđ sáttmála ESB – hana er ekki ađ finna í sáttmálum ESB – hún er forgengileg, getur gufađ upp „á nóinu" međ einfaldri atkvćđagreiđslu í ráđherraráđi ESB, sem skóp regluna, en ţar fengjum viđ 0,06% atkvćđavćgi – og í Grćnbók ESB er talađ um ađ farga ţessari reglu – og norskum stjórnvöldum var neitađ um ađ fá ađ hafa eitt né neitt af ţessu tagi inni í sínum ađildarsamningi 1994 – og ESB fer ekki ađ veita Íslendingum einhver varanleg réttindi ţar um.

Erlend (a.m.k. spćnsk og brezk) stjórnvöld og útgerđir ágirnast nú ţegar Íslandsmiđ, eins og ţau gerđu líka áđur fyrr og Bretar fylgdu jafnvel eftir međ ţví ađ senda hingađ HERSKIPAFLOTA.

Ţađ er kominn tími til ađ menn opni hér augun – og ađ Össur hćtti ađ blekkja ţjóđina.

Jón Valur Jensson.


Bretanjósnir

Ţeir eru stórtćkir Bretarnir, ţegar ţeir taka til viđ njósnir og símahlerun. Spćjari hlerađi 4000 síma fyrir News of the World, eitt elzta blađ Breta, sem nú gaf upp öndina.

Hvađ ćtli brezka leyniţjónustan hafi hlerađ marga síma hér á landi vegna Icesave? Voldug ríki fylgja jafnan ţungvćgum hagsmunum sínum eftir međ ýmsu móti, sér í lagi ţegar sótt er ađ öđrum ţjóđum međ órétti.

JVJ. 


mbl.is Sími hlerađur hjá 4000 manns
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Rangt er ađ gefa hjólreiđafólki falskt öryggi

Í hinni miklu hjólreiđaborg Amsterdam tíđkast ađ menn beri ekki hjálm á hjóli, og samt lenda fćstir í vandrćđum. Hjólreiđastígar, eins og viđ höfum hér líka, ađ nokkru, bćta líka öryggiđ. En ţađ hefur undirritađur reynt, ađ falskt er ţađ öryggi sem sumir hjólahjálmar a.m.k. eru taldir veita. Innan mánađar frá kaupum á einum var plastól aftur fyrir hnakka slitnuđ, og ţá gat hjálmurinn auđveldlega valsađ um á höfđinu, einkum ef ţrýstingur kćmi á hann ađ framan.

Ég skilađi hjálminum, vildi ekki búa viđ ţetta falska öryggi, og hef nú fengiđ mér annan mun betri. Samt vantađi ţađ ekki, ađ hinn vćri nógu dýr og flott útlítandi! En ţađ segir ekki alla sögu.

Gaman er ađ sjá, ađ viđ eru komin međ okkar eigin Tour de ... Hvolsvöllur!

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Keppandi datt af hjóli
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Um bloggiđ

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri fćrslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.11.): 2
 • Sl. sólarhring: 46
 • Sl. viku: 734
 • Frá upphafi: 469958

Annađ

 • Innlit í dag: 2
 • Innlit sl. viku: 658
 • Gestir í dag: 2
 • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband