Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2012

Ofurróttćkni 68-kynslóđar um Ísrael

Á sama tíma og fagnađ er friđarsamningi báđum megin landamćra Ísraels og Gazasvćđis, gerist ţađ undarlega á Íslandi ađ ţingmenn úr fjórum flokkum á Alţingi og einn utan flokka bera fram fráleita ţingsályktunartillögu:

Alţingi ályktar ađ fela ríkisstjórninni ađ slíta öll stjórnmálatengsl viđ Ísraelsríki, leggja bann viđ innflutningi á ísraelskum vörum og hvetja ríkisstjórnir annarra Norđurlanda til hins sama.

Til stóđ ađ fá ţingmenn úr öllum flokkum til ađ standa ađ tillögunni, en ofurróttćkni hennar hefur komiđ í veg fyrir, ađ sjálfstćđis- og framsóknarmenn gćtu tekiđ undir hana. Sex ţingmenn báru hana ţví fram: fyrsti flutningsmađur: Birgitta Jónsdóttir, ţingmađur Hreyfingarinnar (bođar reyndar stofnun Sjórćningjaflokks), og ađrir flutningsmenn: Lilja Mósesdóttir, ţingmađur Samstöđu, Sigmundur Ernir Rúnarsson, ţingmađur Samfylkingarinnar, Bjarkey Gunnarsdóttir, varaţingmađur Vinstrihreyfingarinnar - grćns frambođs og Atli Gíslason, ţingmađur utan flokka, auk Ţórs Saari.

Hyggst ţetta liđ auka friđarhorfur í Miđjarđarhafsbotnum međ viđskiptabanni á Ísrael?! Hefur ţví ekki hugkvćmzt, ađ stórfelldir vopnaflutningar standa yfir til Sýrlands, ţar sem tugţúsundir hafa látiđ lífiđ á innan viđ ári? Veit ţađ ekki, ađ Íran er ađ áliti Sameinuđu ţjóđanna meira hćttusvćđi en Landiđ helga? Íranir eru, eftir öllum sólarmerkjum ađ dćma, ađ reyna ađ ţróa kjarnorkuvopn, auk ţess ađ vinna ađ sífellt langdrćgari eldflaugum sem nota má til ađ flytja kjarnorkuvopn allt til SA-Evrópu. Yfirvöld í Teheran hatast viđ vestrćn ríki og Ísrael umfram allt og eru nú ţegar ábyrg fyrir smyglsendingum flugskeyta til Gaza, ţađan sem ţeim er skotiđ á Ísrael, jafnvel beint ađ stórborginni Tel Aviv og sjálfri Jerúsalem.

Biđjiđ Jerúsalem friđar, segir Ritningin. Ţađ gera ţessi sexmenningar á ţingi ekki međ tillögu sinni, heldur taka ţátt í einhliđa ţrýstingi á Ísrael og freista ţess ađ einangra landiđ, međ ţeirri áhćttu sem ţví fylgir.

Ofurróttćkni hefur sjaldan fylgt mikil skynsemi, allt frá frönsku stjórnarbyltingunni, en ţetta er kannski gamalt unglingavandamál ţessara ţingmanna ađ taka sig upp aftur, ţegar halla tekur á ţingmennskuna hjá ţeim flestum.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Reyndu ađ fá stuđning allra ţingmanna
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hvor leiđin verđur fyrir valinu?

Evrópsk ţjóđfélög, vestan og austan gamla járntjaldsins, virđast komin töluvert áleiđis međ ađ verđa bćđi kristindómslaus og barneigna-fjandsamleg. En ţau eiga nú tvo skýra valkosti fyrir sér: 1) ađ mannfjölgunin verđi mest međal ađfluttra, einkum frá Miđ-Austurlöndum og Norđur-Afríku, og ađ islam verđi í vaxandi mćli trúarbrögđ Evrópu; 2) ađ upp rísi ţjóđfélagsöfl, hugarfars- og trúarleg og pólitísk, sem ţori ađ takast á hendur ađ beita sér af fullum krafti fyrir viđsnúningi ţessarar öfugţróunar.

Jón Valur Jensson. 


Er röskun kristinna hátíđa ţáttur í afkristnunarviđleitni sósíalista?

Ţađ kemur sízt á óvart ađ ţađ er Samfylkingar-ţingmađur sem telur sér heimilt ađ raska kristnum helgidögum. Ţeir í Samfylkingunni eru litlu skárri en Castro, sem frestađi jólunum, og raunar öllu verri, ţar sem ţeir hafa tekiđ drjúgan ţátt í árásum á kristna kenningu aldanna allt frá ţví, er Kristur Jesús gekk hér um jörđ og fól svo postulum sínum ađ varđveita kenningu sína.

Kristnar hátíđir eins og uppstigningardagur eru ekki raskanlegar af einhverjum fáfengilegum ferđa- eđa frídaga-hugleiđingum hinna afkristnuđu Samfylkingarmanna. Viđ höfum löngu fengiđ nóg af illum sendingum frá ţeim flokki.

Og hvenćr ćtla Samfylking og Vinstri grćn ađ byrja á ţví skylduverki sínu ađ skila rangteknum félagsgjöldum međlima trúfélaganna í landinu? Sbr. grein sr. Gísla Jónassonar prófasts í Mbl. 6.okt. sl.: 'Hver er ţín afstađa? - Opiđ bréf til alţingismanna'.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Hátíđisdagar fćrđir ađ helgum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Um bloggiđ

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri fćrslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.11.): 2
 • Sl. sólarhring: 46
 • Sl. viku: 734
 • Frá upphafi: 469958

Annađ

 • Innlit í dag: 2
 • Innlit sl. viku: 658
 • Gestir í dag: 2
 • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband