Bloggfćrslur mánađarins, desember 2012

Bretar kannski á leiđ úr Evrópusambandinu - íslenzkir ráđamenn eins og álfar út úr hól?

Umbođslaus, sí-óvinsćl ráđleysisumsókn ríkjandi flokka hér, sem sjálfir njóta ekki nema 1/3 fylgis, er ekki í takti viđ helztu hrćringar međal ESB-ţjóđa. Andstađa Breta viđ aukiđ vald ESB er ţvílík, ađ áhrifamenn ţar og jafnvel í ESB eru farnir ađ viđurkenna, ađ "Bretland gćti yfirgefiđ Evrópusambandiđ og tekiđ ţess í stađ upp laustengdara efnahagslegt samstarf viđ sambandiđ á sama tíma og evrusvćđiđ ţróađist yfir í ađ verđa sambandsríki," eins og haft er eftir Jacques Delors, fyrrverandi forseta framkvćmdastjórnar Evrópusambandsins, á fréttavef brezka dagblađsins Daily Telegraph.

Delors var forseti framkvćmdastjórnarinnar (mun virtari og áhrifameiri en Barroso nú) árin 1985-1995, en hann "hefur oft veriđ kallađur arkitektinn ađ sambandinu, eins og ţađ ţekkist í dag, og evrunni," eins og segir í frétt í fyrradag á Mbl.is. Ekki nóg međ ţađ, heldur hefur sjálft klóklega fyrirbćriđ Evrópska efnahagssvćđiđ réttilega veriđ kallađ (af Jón Baldvin Hannibalssyni) Delors's Baby). Ţetta er hinn sami Delors sem sagđi: "Wir müßen Großmacht werden!" (viđ ţurfum ađ verđa stórveldi). En er ţađ löngun margra Íslendinga ađ verđa tannhjól í stórveldi? Fjarri fer ţví.

 • "Bretar eru einungis ađ hugsa um efnahagslega hagsmuni sína, annađ ekki. Ţađ vćri hćgt ađ bjóđa ţeim annars konar samvinnufyrirkomulag. Ef Bretar geta ekki stutt stefnuna í átt til meiri samruna innan Evrópusambandsins getum viđ eftir sem áđur veriđ vinir en ţá á breyttum forsendum. Ég gćti ímyndađ mér fyrirkomulag eins og evrópskt efnahagssvćđi eđa fríverslunarsamning," er ennfremur haft eftir honum [Delors] og vísađ í viđtal viđ hann í ţýska viđskiptablađinu Handelsblatt.
 • Ţá er ađ lokum haft eftir Delors ađ Frakkland gćti veriđ reiđubúiđ ađ styđja ţađ ađ Bretum yrđi "sleppt lausum" úr Evrópusambandinu enda gćti ţađ orđiđ til ţess ađ auka áhrif Frakka innan sambandsins á sama tíma og stefnt sé ađ ţví ađ breyta ţví í fjármálalegt- og stjórnmálalegt bandalag áriđ 2014 vegna efnahagserfiđleikanna á evrusvćđinu, en Delors er sjálfur franskur. (Mbl.is.)

Greinilegt er, ađ samrunastefnumönnum Evrópusambandsins er ekkert um sjálfstćđishugsun Breta gefiđ og telja jafnvel skást ađ láta ţá róa, ţar sem ţeir vilja ekki slást međ í "lestarferđ" ţeirra inn í evrópskt stórríki. Andstađa Breta hefur sennilega aldrei veriđ meiri en einmitt nú, sbr. hér: Breskir kjósendur snúast gegn ESB-ađild og hér: Meirihluti Breta vill úr ESB (ţar á međal rúmlega 2/3 kjósenda hins ráđandi Íhaldsflokks).

Íslenzka valdastéttin gerir ţađ hins vegar ekki endasleppt međ Evrópusambands-draumóra sína, keyrir áfram á "fulla ESB-ađild" ţrátt fyrir ađ ALDREI birtist ein einasta skođanakönnun sem sýni meirihlutafylgi viđ ţađ, heldur ţvert á móti hátt í 20 slíkar sem allar sýna yfirgnćfandi andstöđu ţjóđarinnar viđ ţessa stefnu ţeirra (sjá HÉR, samantekt á Wikipediu), og á móti hverjum einum, sem nú er mjög áhugasamur um ađ Ísland gangi í ESB, eru nálega fjórir og hálfur sem eru mjög andvígir ţví.. Er ţađ sennilega sorglegasta dćmi íslenzkrar stjórnmálasögu um svik viđ kjósendur og ófyrirleitin hrosskaup, hvernig foringjar Vinstri grćnna hafa selt sannfćringu sína í ţessu máli í skiptum fyrir ráđherrastóla.

Ţrátt fyrir óvefengjandlega andstöđu ţjóđarinnar standa samt fáir flokkar heilir í andstöđu viđ ţetta, einna helzt Hćgri grćnir og Framsóknarflokkurinn, en sá síđarnefndi er ţó ekki án sinna vafagemlinga eins og Eyglóar Harđardóttur og jafnvel ESB-predikara eins og tveggja fyrrverandi ráđherra: Jóns Kristjánssonar og Jóns Sigurđssonar. Skemmst er líka ađ minnast svika flokksins í ţessu máli veturinn 2008-2009.

Á einarđri, fullveldissinnađri afstöđu grasrótar Sjálfstćđisflokksins, eins og hún birtist m.a. á landsfundum, leikur reyndar enginn vafi, en ţar eru ţó ESB-frambjóđendur líka, eins og Ragnhildur Ríkharđsdóttir og fáeinir nýir, sem komizt hafa ađ í prófkjörum, og forystan sjálf er grunuđ um grćsku, eins og sannađist líka á hana í Icesave-málinu.

Nýju smáflokkarnir eru hér engin bragarbót, "Björt framtíđ" Guđmundar Steingrímssonar og Róberts Marshall er hreinrćktađ ESB-frambođ, "Dögun" međ marga ESB-undanvillinga, og "Samstađa" kemst enn meira á vald ESB-taglhnýtinga ţar eftir ađ Lilja Mósesdóttir missti ţví miđur trúna á vćntingar almennings eftir frambođi hennar.

Svo ömurlegt er ástandiđ á Alţingi, ađ í atkvćđagreiđslu um stjórnarskrárandstćtt EES-lagafrumvarp um viđskipti međ kvóta í losun svokallađra gróđurhúsalofttegunda voru ţađ "ađeins fjórir ţingmenn [sem] töldu sér skylt ađ greiđa atkvćđi gegn stjórnarskrárbroti, ţau Atli Gíslason, Gunnar Bragi Sveinsson, Lilja Mósesdóttir og Vigdís Hauksdóttir," sjá hér á Vinstrivaktinni gegn ESB: Einbeittur brotavilji Alţingis gagnvart Stjórnarskrá Íslands.

Ţađ er ţví ánćgjulegt ađ geta upplýst um ţađ hér, ađ félagar Kristinna stjórnmálasamtaka, sem hyggja á frambođ til Alţingis rétt eins og til borgarstjórnar, eru heilsteyptir í sinni andstöđu viđ "ađild" ađ Evrópusambandinu og munu hafa ţađ međal sinna helztu og bindandi stefnumála, ţannig ađ enginn, sem ekki skrifar upp á ţá stefnu, getur gerzt frambjóđandi vćntanlegs kristins flokks.

Ţetta land var okkur ekki gefiđ međ auđlindum ţess og réttindum međal ţjóđanna, eftir langa sjálfstćđisbaráttu, til ţess ađ viđ glutruđum niđur fullveldi okkar og sjálfstćđi.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Telur ađ ESB gćti fallist á úrsögn Breta
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Jól Jesú veita flestum birtu og yl, ólíkt gegndarlausri fyrirfram-markađssetningu ţeirra undir merki hjátrúar-jólasveina!

Halda mátti á ađventunni, ađ jólin snúist um JÓLASVEINA fremur en Jesúm og fćđingu hans í Betlehem! Ţetta rugl hefur ágerzt međ árunum, en ţegar kom ađ sjálfri jólahátíđinni, ţokađi hávađinn frá, og helgi stundarinnar lét fáa ósnortna sem gáfu sig ađ ţví ađ hlusta á messur og lifandi jólasöng. Ţar fekk Jesús ađ vera í öndvegi, í Guđshúsum, í almennum söng og vćntanlega hugvekjum flestra kennimanna.

Ýmsir eru kannski ósammála undirrituđum um upphaf ţessa pistils, en ég nefni hér dćmi um annađ furđulegt fyrirbćri varđandi jólin: Í íslenzkum bóka- og ritfangaverzlunum heyrir nánast til undantekninga ađ sjá jólakort sem hafa ađ myndefni sjálft tilefni jólanna: fćđingu Jesú (sem er söguleg stađreynd, eins og minnt var á í afar góđum leiđara Morgunblađsins á ađfangadag: Blessuđ jól), en allt er hins vegar yfirfljótanlegt af kortum međ íslenzku jólasveinunum, sem eru hjátrúarfyrirbćri sem aldrei hefur veriđ til í raun!

Viđ verđum ađ gera bragarbót í ţessu efni og ţađ strax fyrir nćstu jól. Ţađ á ekki ađ vera svo, ađ ţađ verđi leitun ađ fallegum jólakortum međ trúarlegu myndverki. Erlendis er mikiđ úrval af slíku og auđvelt ađ semja viđ útgefendur um ađ senda hingađ textalaus jólakort sem einfalt mál er ađ prenta á fallega jólatexta og -kveđjur.

Hinn alţjóđlegi jólasveinn -- ólíkt íslenzku óţekktarormunum sem hafa reyndar friđazt mikiđ á liđnum áratugum -- kemur beina leiđ frá heilögum Nikulási, biskupi í bćnum Myra í Lýkíu í SV-hluta Litlu-Asíu á fjórđu öld. Hann var einn vinsćlasti dýrlingur kirkjunnar gegnum aldirnar, kirkja helguđ honum í Konstantínópel ţegar á 6. öld og á 11. öld í Vesturkirkjunni, og er hann kallađur verndardýrlingur bćđi landa, hérađa, biskupsdćma, borga og kirkjustađa, ennfremur sjómanna, barna, kaupmanna o.fl., međ messudag 6. desember, og er mikiđ til af alţýđusögnum um hann og yfirfljótanlegt af myndverki, en fátt í raun um hann vitađ međ nokkrum sanni. Ţessi Nikulás var í Hollandi kallađur Sinta Klaus, og er ţađan komiđ (gegnum Bandaríkin) hiđ ţekkta heiti hans Santa Claus. Ţótt fátt sé um hann vitađ međ nokkurri vissu (en "ćvisaga" hans rituđ á 9. öld), er ţó vitađ, ađ áriđ 1087 rćndu ítalskir kaupmenn meintum jarđneskum leifum hans í Myra og fluttu ţćr til Bari í Apuleiu á Ítalíu, ţar sem ţćr eru enn, og er ţađ ástćđa ţess, ađ hann er oft kallađur Nikulás frá Bari. Tákn hans er ţrjár gullkúlur, sem tengjast ţekktustu helgisögninni um hann. (Heimild um hann hér: Donald Attwater: The Penguin Dictionary of Saints, 1970, s. 250-1, en nánar er um hann fjallađ í hinu mikla verki eftir sr. S. Baring-Gould: The Lives of the Saints, 15. bindi: December, Lond. 1898, bls. 64-68, og eru ţar m.a. harla ótrúlegar sagnir af frumbernsku hans og reglulegum föstum á miđvikudögum og föstudögum, međan hann enn var ungbarn á brjósti.)

Eigum viđ ekki ađ halda okkur viđ helgidóminn sjálfan, gjafara jólagleđinnar, barniđ frá Betlehem, Jesúm frá Nazaret? Í íslenzkum jafnt sem alţjóđlegum sálmum getum viđ tignađ hann og blessađ líf okkar og ástvina okkar í hans ljósi -- og reynt ađ bjóđa sem flestum inn til fagnađar hans međ okkur.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Margir einmana um jólin
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Einföld skođanakönnun segir ekki allt í viđkvćmu áhorfsmáli

Ađ 62% allra Breta styđji hjónabönd samkynhneigđra (en 31% andvígir) skv. nýrri könnun, merkir ekki, ađ svo margir styđji hjónavígslu ţeirra í kirkju, og enn síđur, ađ virkir kristnir menn í landinu styđji slíkt, og ţađ á eins viđ um stuđningsmenn Íhaldsflokksins, en ţar styđja 52% almennt lagasetningu um ađ heimila hjónabönd samkynhneigđra, en 42% eru á móti. Ţćr tölur gćtu hćglega hafa snúizt viđ, ef spurt hefđi veriđ um kirkjulega vígslu, og munurinn orđiđ enn meiri, ef spurt yrđi međal virkra kirkjugesta. Til vitnis um ţađ eru ýmis fordćmi í skođanakönnunum.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Aukinn stuđningur viđ hjónabönd samkynhneigđra
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

ŢÚ SKALT VERA STJARNA MÍN DROTTINN

Eftir Ragnhildi Ófeigsdóttur

 

 

Ţú skalt vera stjarna mín Drottinn

yfir dimm höf

yfir djúpa dali

og eyđimerkur

 

ég geng í geisla ţínum

 

og eitt sinn mun geisli ţinn verđa ađ gullstiga

ţar sem ég geng upp fagnandi skrefum

 

Birt međ leyfi höfundar.

Tekiđ hér úr Trúarlegum ljóđum ungra skálda

(Almenna bókafélagiđ, Rvík 1972). 


Um bloggiđ

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri fćrslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.11.): 2
 • Sl. sólarhring: 46
 • Sl. viku: 734
 • Frá upphafi: 469958

Annađ

 • Innlit í dag: 2
 • Innlit sl. viku: 658
 • Gestir í dag: 2
 • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband