Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2012

Afar gróf mannréttindabrot viđgangast enn í Kína. Virđum mannslíf ófćddra!

Allt er gott um ţađ ađ segja, ađ forsćtisráđherra Kína, Wen Jiabao, heimsćki Auschwitz-útrýmingarbúđirnar og tali um harmleik mannkyns, en ţađ sama á viđ um margt í sögu kínversks kommúnisma. Hrikaleg var ţessi frétt: Krefst refsingar fyrir barsmíđar. Ţar segir (í Mbl. í gćr, bls. 26) af mannréttindabaráttu fertugs, blinds manns, sem nú er hundeltur af kínverskum stjórnvöldum og kona hans og fjölskylda hans ofsótt, međ hrottalegum barsmíđum, af ţví ađ hann kom upp um hrikaleg mannréttindabrot á kínverskum konum og börnum ţeirra. Fyrir vikiđ var hann dćmdur í fjögurra ára fangelsi, en er ţó enn ofsóttur.

Í fréttinni segir m.a. (leturbr. hér):

 • "Chen Guangcheng er einkum ţekktur fyrir ađ afhjúpa mannréttindabrot embćttismanna í Shandong sem ţvinguđu a.m.k. 7.000 konur til ađ fara í ófrjósemisađgerđ eđa í fóstureyđingu eftir allt ađ átta mánađa međgöngu, í ţví skyni ađ tryggja ađ lög um eitt barn á fjölskyldu vćru virt. Afhjúpunin vakti mikla athygli víđa um heim og bandaríska tímaritiđ Time taldi Chen á međal hundrađ áhrifamestu manna í heiminum áriđ 2006 vegna baráttu hans gegn mannréttindabrotum í Kína ...
 • Chen varđ fyrst ţekktur í júní 2005 ţegar hann hóf hópmálsókn og sakađi embćttismenn í borginni Linyi í Shandong um ađ hafa neytt konur til ađ fara í ófrjósemisađgerđ eđa í fóstureyđingu seint á međgöngu, međal annars međ barsmíđum og árásum á heimili ţeirra. Uppljóstrunin varđ til ţess ađ Chen og fjölskyldu hans var haldiđ í stofufangelsi í hálft ár."

Ţessi sami mannréttindafrömuđur, Chen Guangcheng, hefur nú nafngreint "nokkra embćttismenn og lögregluţjóna sem hann sakar um ađ hafa misţyrmt fjölskyldunni," og hann skorar á engan annan en Wen Jiabao forsćtisráđherra ađ láta refsa ţeim.

Hvatninguna um ađ virđa mannslíf ófćddra ţurfa stjórnvöld og lćknar hér á landi einnig ađ taka til sín!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Heimsótti Auschwitz
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Undarleg frumvörp islamista í Egyptalandi

Flokkur islamista sem náđ hefur 27,8% atkvćđa á egypzka ţinginu, hefur lagt fram frumvarp (ef rétt er haft eftir) sem veldur hneykslan í landinu sjálfu og víđar, um ađ hafa megi kynmök viđ látinn maka,* en annađ, mun afdrifaríkara frumvarp, um ađ lćkka giftingaraldur kvenna niđur í 14 ár og afnema réttindi ţeirra til jafnrar menntunar og réttinda á vinnumarkađi, vekur minni athygli. Ţar er virđist konum fyrst og fremst ćtlađ ađ vera (međ grófu orđalagi) "til undaneldis", og jafnframt er islamistum ţar gefiđ fćri á ađ tímgast margfalt hrađar en kristnar ţjóđir Evrópu gera, ţar sem giftingaraldur hefur fćrzt upp á viđ og dregiđ svo úr barneignum, ađ sumum ţjóđum fer jafnvel nú ţegar fćkkandi. Ţetta mun í tímans rás ýta undir fólksflutninga til Evrópu og aukin áhrif islams ţar.

* Sjá fréttartengil hér neđar -- og blogg viđ ţá frétt.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Mega sćnga međ látnum konum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţurfa landeigendur ađ sćkja um undanţágu til umhverfisráđherra til ađ fara út á eigin tún?!

Ţađ blasir viđ af enn einu ríkisafskiptafrumvarpi sósíalistastjórnarinnar sem hér ríkir, nú í dauđateygjum eigin gerrćđisframferđis vegna skćđrar atlögu ađ sjávarbyggđunum (jafnvel Björn Valur sá sig um hönd í gćr!*), en einnig bćndur eru skotspónn ţess offljótanlega sósíalisma sem streymt hefur frá ţessum vanhćfustu stjórnvöldum frá stofnun lýđveldisins. Var ţá helzt á ţví ţörf eftir ađ ţau hafa hneppt atvinnulífiđ í viđjar stöđnunar og ofsköttunar.

En hvađ er ţá átt viđ međ fyrirsögninni hér ofar? Jú, "Landssamtök landeigenda [sem hafa ţegar ţurft ađ kljást viđ ásókn ríkisvaldsins -- og Fjórflokksins alls -- í landeignir (innskot JVJ)] og Landssamband veiđifélaga hafa sent öllum alţingismönnum bréf ţar sem óskađ er eftir ţví ađ ţingiđ leggi frumvarp til breytinga á lögum um náttúruvernd til hliđar ţar til Lagastofnun Háskóla Íslands hefur lokiđ vinnu viđ lögfrćđiálit sitt um máliđ," skv. frétt í Mbl. í gćr: Segir mannréttindi brotin. Skúli Hansen ritar fréttina, en ţar segir m.a.:

 • "Viđ viljum láta skođa ţetta og hvort ţetta standist stjórnarskrána og Mannréttindasáttmála Evrópu, okkur ţykir lagasetningarvaldiđ vera mjög lagaglatt í sambandi viđ ţennan utanvegaakstur," segir Örn Bergsson, formađur Landssamtaka landeigenda, og bćtir viđ: „Viđ erum ekki á móti ţví ađ takmarka utanvegaakstur óviđkomandi manna en ađ viđ getum ekki fariđ frjálsir um okkar eignarlönd í atvinnuskyni, ţađ finnst okkur ekki ná nokkurri átt.“ Ađ sögn Arnar er Alţingi međ ţessu frumvarpi ađ framselja umhverfisráđherra mikiđ vald í reglugerđaformi međ ţví ađ heimila ráđherra ađ setja reglugerđ um utanvegaakstur landeigenda.

Ţetta er augljós takmörkun á eignarrétti bćnda í reynd, en viđ ţessu var ađ búast af sósíalísku flokkunum. Ţetta kemur ađ vísu frá dóttur Svavars Gestssonar ţessu sinni, en ţetta er stjórnarfrumvarp (sjá HÉR) og nýtur ađ sjálfsögđu hylli ríkisafskiptamannsins Össurar, sem áđur hefur sótt ađ rétti bćnda, og í anda Jóns Baldvins Hannibalssonar er ţetta sömuleiđis.

Örn segist ekki sjá, til hvers veriđ sé ađ setja ţetta bann, "segist ekki vita til ţess ađ landeigendur séu ađ spilla eigin landareignum međ utanvegaakstri. "Ég tel ađ viđ séum eiginlega best til ţess fallnir einmitt ađ sjá til ţess ađ land sé ekki skemmt međ utanvegaakstri," segir Örn og bćtir viđ: "Ţađ er okkar hagur ađ fara vel međ landiđ ţannig ađ ţađ gefi eitthvađ af sér, ađ vernda landiđ til ađ viđhalda ţeim verđmćtum sem eru í ţví." (Úr sömu frétt.)

Ţađ er ţví eđlilegt, ađ landeigendur vilji láta reyna á rétt sinn hér međ ţví ađ vísa m.a. til mannréttinda sem eiga ađ vera tryggđ međ Mannréttindasáttmála Evrópu.

En ... "ađ sögn hans munu ákvćđi frumvarpsins um utanvegaakstur gera ţađ ađ verkum ađ landeigendur ţurfi ađ sćkja um undanţágu til umhverfisráđherra til ađ fara út á eigin tún" !!!

Glćsilega ćtla ţessi stjórnvöld ađ skilja viđ!

* Sjá hér: Hara-kiri sjávarútvegsráđherrans međ atlögunni ađ sjávarbyggđunum.

Jón Valur Jenson.


Krugman varar viđ "efnahagslegu sjálfsmorđi Evrópu" (European Economic Suicide)

Kristnir menn hafa ekki minni samfélagsskyldur en ađrir, ber ađ fylgjast međ ţjóđarhagsmuna-málum og taka afstöđu. Kreppan mikla má t.d. aldrei endurtaka sig fyrir einbera vanhćfni manna!

Eindregin hćttu-viđvörun berst okkur nú til eyrna. Um ţađ fjallar ţessi nýja frétt á Vísir.is:

 • Krugman: Leiđtogar Evrópuríkja ađ gera gríđarleg efnahagsleg mistök
 • Nóbelsverđlaunahafi í hagfrćđi og pistlahöfundur hjá New York Times segir ađ leiđtogar Evrópuríkja haldi áfram ađ gera gríđarleg efnahagsleg og pólitísk mistök, sem allur heimurinn muni gjalda fyrir á endanum. Ţetta kemur fram í pistli Krugmans sem ber heitiđ Efnahagslegt sjálfsmorđ Evrópu (European Economic Suicide).
 • Krugman segist hafa veriđ vongóđur um ađ leiđtogar Evruríkjanna myndu lćra af mistökum sínum, eftir ađ Evrópski seđlabankinn lánađi bönkunum ríflega 1.000 milljarđa evra, fyrst ríflega 530 milljarđa evra í desember í fyrra og síđan afganginn eftir áramótin. Ţví miđur hafi ţeir ekki gert ţađ.
 • Krugman segir ekkert benda til ţess ađ leiđtogar Evrópuríkja hafi endurskođađ hvernig sé veriđ ađ taka á málum, ţvert á móti sé gripiđ til ađgerđa sem mun bara dýpka vandamálin frekar, einkum í ríkjum ţar sem atvinnuleysi er hátt. Hrađur og mikill niđurskurđur ríkisútgjalda sé ekki lausn á vanda sem sé mun djúpstćđari og tengist ţví ađ evran vinni beinlínis gegn hagsmunum margra ríkja Evrópu.
 • Krugman lýkur pistli sínum á eftirfarandi orđum: "Leiđtogar Evrópuríkja virđast stađráđnir í ţví ađ keyra efnahagskerfi - og samfélögin - fram af hengibrún, og allur heimurinn mun líđa fyrir ţađ."
 • Sjá má pistil Krugmans hér.

JVJ miđlađi fréttinni HÉĐAN! (leturbr. JVJ).

Ef Krugman hefur rétt fyrir sér, höfum viđ -- og stjórnvöld hér -- um margt alvarlegt ađ hugsa, til viđbótar viđ allt annađ! Er óhćtt ađ láta stjórnvöldum ţađ eftir ađ stefna okkur inn í stórríkjasamband í Evrópu? Hér er velkomiđ ađ rćđa máliđ -- ţađ ţarf ađ rćđa ţessi mál, einnig á ţessum vettvangi. Tjáiđ ykkur endilega, ekki sízt ţeir sem tengjast Kristnum stjórnmálasamtökum. --JVJ.


Ţessi talađi af reynslu

Unnt er ađ bjargast vel međ ófullkomin lög, en góđa embćttismenn, en illt ađ komast af međ lélega embćttismenn, ţótt löggjöf sé fullkomin. --Bismarck. (Hér eftir bókinni Kjarnyrđi. Pétur Sigurđsson tók saman, Ísafoldarprentsmiđja, Reykjavík 1964, s. 75.)

Siđbótar er ţörf

Á ţessum siđferđis- og guđstrúar-upplausnartímum í ţjóđfélagi vors samtíma ćttu forsvarsmenn stjórnmála ađ hrópa lögmál Guđs af húsţökum í stađinn fyrir ađ ţrasa í ţingsölum.

Rithöfundar okkar mćttu höggva ţau í stein í stađinn fyrir ađ semja reyfara fyrir hégóma mannanna.Siđbótar er nú ţörf á Íslandi, ţó fyrr hefđi veriđ, svo komandi kynslóđir megi búa viđ himneskt stjórnarfar og njóta allra ţeirra fyrirheita, sem Guđ hefur lofađ ţeim, sem halda bođorđ hans.

Í helgum ritningum kristinna manna segir: "Miskunn Guđs viđ ţá, er óttast hann, varir frá eilífđ til eilífđar og réttlćti hans nćr til barnabarna ţeirra er varđveita sáttmála hans og muna ađ breyta eftir bođum hans." (Sálmarnir 103:17-18)

Ţetta er kannski sá besti arfur, sem viđ kristnir menn getum lofađ afkomendum okkar ađ njóta um framtíđ alla.

Einar Ingvi Magnússon.


Fermingarbörn verđa fyrir ađkasti og áróđri

"Ég hef fyrir mér dćmi um ţađ ađ fermingarbörn hafi orđiđ fyrir ađkasti og áróđri. Ţetta hef ég heyrt bćđi frá prestum og fjölskyldum fermingarbarna. Ég undrast ţađ í rauninni ađ ţrátt fyrir ţetta haldi ţau og fjölskyldur ţeirra tryggđ viđ ţessa hefđ," segir Karl Sigurbjörnsson, biskup, ţegar hann er spurđur út í ummćli í páskaprédikun sinni í Dómkirkjunni.

Ţetta er upphaf fréttar í Morgunblađinu í dag, bls. 14: Biskup segir fermingarbörn verđa fyrir ađkasti, og eru menn hér međ hvattir til ađ lesa hana! --jvj.


Skreytingar

Ţegar ég var ađ gćđa mér á reyktum laxi međ súrri gúrku og ferskri rauđri papriku eitt hádegiđ, varđ mér hugsađ til gómsćtra snittubrauđa og hótelrétta.

Snittur eru venjulega fallega skreyttar međ grćnmeti og ávöxtum. Svo er einnig um marga glćsilega hótelrétti.

Hollustan í sjálfri skreytingunni nćgir ţó engan veginn til ađ mćta ţörfum líkamans fyrir fullnćgjandi nćringu. Til ţess er hún allt of rýr.

Ég hins vegar gćddi mér á heillri papriku međ laxabrauđinu mínu og fann hollustuna hríslast um líkamann.

Hollusta ćtti ekki ađ vera eingöngu til skrauts, heldur ćtti hún ađ vera meginuppistađan í fćđunni. Tákn um hollustu og heilbrigđi eru góđ til sín brúks, til ađ minna okkur á, en koma ţó aldrei í stađinn fyrir ţađ, sem ţau standa fyrir. Hiđ sama mćtti segja um andlega fćđu.

Krossarnir, sem tróna á kirkjum eđa viđ kristnir menn berum um hálsinn, eru góđir og gildir til ađ minna okkur á fyrir hvađ ţeir standa, en tákniđ og skrautiđ sjálft gerir ţann sem ţađ ber ekki sjálfkrafa ađ gćđablóđi. Ekki frekar en litlu skrautbitarnir á gómsćtu snittunum og skrautréttum veitingahúsanna fullnćgi dagsţörf líkamans fyrir vítamín (en vita á latínu ţýđir: líf).

Viđ ţörfnumst andlegrar fćđu og líkamlegrar fćđu í nćgilegu magni á hverjum degi til ađ öđlast hreysti og ţrótt. Skraut og skran gjörir enga menn ađ sönnum hreystimennum né einlćgum guđsmönnum. Ţađ er ţess vegna sem hringt er til kirkju á hverjum degi og stundum oft á dag.

í kaţólskum löndum og fólk kallađ ađ borđi Drottins.

Jesús Kristur sagđi: "Minn matur er ađ gjöra vilja ţess sem sendi mig og fullkomna hans verk" (Jóhannes 4:34). Hann nćrđist á ţví ađ gjöra Guđs vilja. Er ţađ kannski ekki ástćđa hinna siđferđilegu hörgulssjúkdóma í samfélaginu, ađ fólk er hćtt ađ gjöra vilja Guđs? Ţađ er hćtt ađ nćrast! Ţađ er stöđugt hungrađ í sálinni, ţví ţađ er hćtt ađ nćra andann, en rembist í stađinn viđ ađ fylla tómarúmiđ međ veraldarglingri og sćtabrauđi.

Tilveru sína skreytir ţađ međ skrani, sem enga veitir fró, og étur yfir sig í sćlkeraferđum til sólarlanda vegna ţess ađ sálina hungrar í hina sönnu fćđu skapara síns - orđ Guđs. En ţetta veit ţví miđur ekki ţetta vesalings fólk.

Heilög Ritning er fjársjóđur blessunarríkra fyrirheita um farsćld og heilbrigđi, sem nútímafólki, sem er ađ deyja úr andlegum nćringarskorti, vćri hollt ađ međtaka. Ţess vegna ganga kristnir menn ađ borđi Drottins og byrja sérhvern dag međ bćn og lestri guđsorđs til ađ fá stađgóđa undirstöđu fyrir daginn, áđur en haldiđ er út á andans eyđimörk hins nútíma ţjóđfélags, ţar sem enga heillega nćringu er ađ hafa fyrir sálina, sem stöđugt ţráir nćrveru guđs síns.

Einar Ingvi Magnússon.


Mesta njósnamál Danmerkur á seinni tímum

Öllum ríkjum ber, einum sér eđa í samstarfi međ öđrum, ađ reyna ađ tryggja innri sem ytri varnir ţjóđa sinna. Fréttir berast nú af alvarlegasta njósnamáli Danmerkur á seinni tímum. Lykilmađur ţar var ađ öllum líkindum ţekktur Dani og enn á lífi.

 • "Nafn hans kemur fram í leyniskjölum sem voru óţekkt ţar til ţau fundust nýlega.
 • Thomas Wegener Friis, lektor viđ Syddansk Universitet, sem mikiđ hefur rannsakađ tíma kalda stríđsins, fann skjölin. Ţar er mađurinn, sem um rćđir, víđa bendlađur viđ ađgerđir austur-ţýska öryggismálaráđuneytisins, Stasi, sem međal annars stóđ fyrir umfangsmikilli njósnastarfsemi í Danmörku í kalda stríđinu. 
 • Wegener Friis segir ţessar upplýsingar hafa valdiđ sér áfalli. Hann segir ţetta njósnamál vera af allt annarri stćrđargráđu en fyrri mál minniháttar njósnara. Ađgerđir ţessa manns hafi sannarlega skađađ danskt samfélag. 
 • „Ţađ leikur enginn vafi á ţví ađ ţetta er versta njósnamáliđ í Danmörku,“ sagđi Thomas Wegener Friis."  (Mbl.is)
Ađ njósnastarfsemi verđa ríki ađ hyggja og lćra af reynslunni. Viđ hrun Austur-Ţýzkalands reyndu STASI-menn ađ eyđa mikilvćgustu njósnagögnum sínum, og ţađ gerđist einnig varđandi ţennan mann:
  Sérstök mappa Stasi um danska njósnarann var eyđilögđ viđ fall múrsins ... Hins vegar leyndust gögn um hann annars stađar í skjölum Stasi og ţau fann danski frćđimađurinn. (Mbl.is, nánar ţar). 
Svo umfangsmiklar voru njósnir STASI á Norđurlöndunum, ađ Svíar hafa fengiđ, međ hjálp Bandaríkjamanna, "upplýsingar um 500-900 nöfn mögulegra njósnara og landráđamanna," ţótt Danir hafi hingađ til einungis fengiđ um 20 nöfn.
 
Ţessar uppljóstranir munu verđa gildur ţáttur í ţví uppgjöri viđ sögu alrćđisstefna á Norđurlöndunum, sem ţegar er hafiđ. Ţađ sama gćti átt sér stađ hér, en Ţór Whitehead prófessor, Snorri G. Bergsson sagnfrćđingur, Arnór Hannibalsson, fyrrv. prófessor, Hannes H. Gissurarson prófessor, Árni Snćvarr, fyrrv. fréttamađur, Guđni Th. Jóhannesson sagnfrćđingur o.fl. hafa reyndar lagt drjúgt til rannsókna á sögu kommúnistahreyfingarinnar á Íslandi og tengslum hennar viđ ráđamenn í austantjaldsríkjunum.
 
Njósnasagan á Íslandi á hins vegar eftir ađ upplýsast mun betur en orđiđ er, og af henni munu menn trúlega draga sína lćrdóma rétt eins og í Danmörku. 
 
Jón Valur Jensson. 

mbl.is Stórt njósnamál í Danmörku
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Rćtt um árásir á kristna kirkju í páskapredikunum leiđandi kirkjumanna

Gleđilega páska!

Ţađ er rétt hjá Karli biskupi, "ađ ţrátt fyrir skefjalausan áróđur gegn kirkjunni, hinum kristna siđ og trúarhefđum lifi flestar íslenskar fjölskyldur helgistundir og hátíđir um ársins hring. Börn eru borin til skírnar og unglingar fermast og játa trúna ţrátt fyrir andróđur og svívirđingar frá umhverfinu," sagđi hann í predikun sinni í Dómkirkjunni í morgun. -- ennfremur:

 • „Gömlu, góđu siđferđisgildin eru ekki horfin úr vitund ţjóđarinnar. Ţví fer fjarri ađ hér hafi orđiđ siđrof eins og ćtla mćtti af ýmsu ţví sem fyllir fréttir dagsins. Kirkjan er ein grunnstođa hins góđa mannúđarsamfélags sem viđ viljum sjá dafna á Íslandi. Stór hluti ţjóđarinnar heldur enn tryggđ viđ hinn kristna siđ, ţrátt fyrir allt, og vill sjá kirkjuna og hiđ kristna uppeldi í trú og siđ lifa og dafna međ ţjóđinni.“

Kirkjan gerir aldrei (og hefur ekki gert) of mikiđ af ţví ađ bođa kristiđ siđferđi.

En er Karl biskup ekki ađ gera of mikiđ úr áróđri gegn kirkjunni - og Benedikt páfi: ađ tala beinlínis um ofsóknir gegn kristnum mönnum?

Engan veginn -- báđir hafa ţeir rétt fyrir sér um ţau atvivik sem ţar um rćđir. Árásir á kristna menn hafa aukizt á ný á seinni tímum, m.a. í Nígeríu og múslimskum löndum. Samvizkufrelsi er víđa skert og bannađ ađ eiga Biblíur, til dćmis, í sumum löndum. Ţetta var almennt ástand í löndum kommúnismans, en hrođalegt ađ horfa upp á árásir hreinna vígasveita á ţessari 21. öld.

Hér á landi hefur ţessi 21. öld fćrt međ sér herskátt trúleysi, í fámennum hópum raunar, og ţess sér víđa stađ á bloggsíđum, en gjarnan ţeir sömu sem ţar eru ađ endurtaka sig og reyna ađ naga undan stođum trúarinnar á Guđ og ţann, sem hann sendi, Jesúm Krist, og ennfremur beint sér ţannig gegn kristnu hugarfari međal landsmanna. En kirkjan heldur áfram starfi sínu og breiđir áfram út blessun trúarinnar međal uppvaxandi barna og unglinga, en má áfram bćta sig!

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Siđferđisgildin ekki horfin
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Um bloggiđ

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri fćrslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.11.): 17
 • Sl. sólarhring: 17
 • Sl. viku: 749
 • Frá upphafi: 469973

Annađ

 • Innlit í dag: 15
 • Innlit sl. viku: 671
 • Gestir í dag: 15
 • IP-tölur í dag: 15

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband