Bloggfćrslur mánađarins, júní 2012

Er sama hvađ ţingmál kosta skattgreiđendur?

Margt er erfitt: árs-biđ eftir međferđ viđ aumum hnjáliđ eđa sjúkdómi - og blindum ađ fá ekki kjósa međ leynd eins og ađrir - og eflaust er kynáttunarvandi ţungbćr. En skiptir kostnađur viđ könsskifte (dönsk lög), jafnvel 70-80 millj. kr., alls engu máli? Ef ţetta er rétt tala, sem undirrituđum var tjáđ nýlega og vćri jafnvel komin upp í 80–90 millj. kr. á hvert tilfelli, og ef hitt er líka rétt, sem fram kemur í greinargerđ međ frumvarpinu sem samţykkt var um daginn, ţ.e. ađ um mikla fjölgun er ađ rćđa á trans-tilfellum,* var ţá nógu varlega fariđ af hálfu Alţingis, fjárveitingavaldsins?

Sjúkratryggingum Íslands er víst ćtlađ ađ standa undir (mestum?) kostnađi af ţessum ađgerđum og kynbreytingarferli, sem heldur áfram međ hormónagjöfum áratugum saman. En átti velferđarráđherra ađ komast upp međ ţađ gagnvart Alţingi ađ upplýsa EKKI um kostnađinn og síđan alţingismenn sjálfir halda honum leyndum gagnvart skattgreiđendum, sjúklingum og öllum almenningi?

Aldrei voru kjósendur spurđir álits á ţessum nýju útgjöldum ríkissjóđs. Gagnsćtt virđist fátt í ţessu stefnumáli Samfylkingar, sem ţingheimur féll ţó flatur fyrr: engin mótatkvćđi.

Eitt er víst, ađ ekki endurspeglar sú afstađa vilja almennings, sbr. ţá netkönnun, sem HÉR var sagt frá og sýndi 82,87% andstöđu viđ samţykkt Alţingis á ţessu máli, en rúmlega 9. hver mađur var ţví hins vegar samţykkur.

Ţađ ber ađ minnsta kosti ađ halda í ţá von, ađ mönnum leyfist ađ tala og skrifa um ţessi mál og ađ ekki verđi ţaggađ niđur í ţeim í krafti félagspólitískrar rétttrúnađarhyggju. Angi af slíkum "rétttrúnađi" kemur fram í orđavali frumvarpsins sjálfs, ađ mati undirritađs, og bergmálar víđar.

* "Erfitt er ađ segja nákvćmlega til um tíđni transsexúalisma í alţjóđlegu samhengi en greinilegt er ađ um mikla fjölgun er ađ rćđa, bćđi hérlendis og í nágrannalöndum." (Athss. međ frv., kaflinn Núverandi stađa transfólks.)

Jón Valur Jensson.


mbl.is Transmađur í hormónasprautu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Fara Tyrkir aftur í íhlutun og innrás međ Vesturlöndum?

Ţeir áttu sinn ţátt í falli Líbýustjórnar, og nú segja ţeir tyrkneska herţotu öđru sinni áreitta af Sýrlendingum, en sú fyrri var skotin niđur. Í tyrkneska ţinginu í dag sagđi Erdogan forsćtisráđherra, ađ stjórnvöld muni láta sverfa til stáls vegna ţessa og "grípa til nauđsynlegra ađgerđa og ákveđa tíma, stađ og ađferđ sem gripiđ verđur til gagnvart ţessu óréttlćti."

 • Búiđ er ađ auka viđbúnađarstig hersins í landinu og ađ sögn forsćtisráđherrans verđur litiđ á ţađ sem beina hótun ef sýrlenskir hermenn ógni landamćrum Tyrklands.Hann segir ennfremur ađ stjórn Bashar al-Assads Sýrlandsforseta sé bein ađsteđjandi ógn gagnvart Tyrklandi.
 • Atlantshafsbandalagiđ (NATO) hefur haldiđ fund til ađ rćđa máliđ sérstaklega. Anders Fogh Rasmussen, framkvćmdastjóri NATO, hefur fordćmt árásina og segir ţađ óviđunandi ađ Sýrlandi hafi skotiđ niđur tyrkneska herţotu. Rasmussen hefur auk ţess lýst yfir stuđningi viđ stjórnvöld í Tyrklandi. (Mbl.is.)

Hér er greinilega mikiđ i gangi, sennilega loftárásir á Sýrland og enn eitt stríđiđ í Miđ-Austurlöndum. Í Sýrlandi hefur reyndar stađiđ yfir mannskćđ borgarastyrjöld nokkra mánuđi. Tyrkir hafa tekiđ viđ tugţúsundum flóttamanna ţađan.

Hér kann Erdogan ađ vera ađ nota ţetta mál til ađ koma sér betur í mjúkinn viđ Evrópumenn.  Ţađ gćti m.a. hangiđ á spýtunni, ađ hann vilji eiga hönk upp í bakiđ á Brusselmönnum og auka líkurnar á inntöku Tyrkja í Evrópusambandiđ, en ţeir eru ţar umsóknarađili og í sínu ferli eins og fleiri ţjóđir, sem voru reyndar ekkert endilega spurđar álits á ţví (ţađ á t.d. viđ um okkur Íslendinga, og hefur meirihluti í öllum skođanakönnunum hér alla tíđ frá umsókninni veriđ andstćđur inngöngu í ESB, og nýlegar kannanir sýna, ađ enn viljum viđ fá ţjóđaratkvćđagreiđslu strax, ekki bara ţegar Össuri og Füle ţókknast).

Verđi Tyrkir ESB-ţjóđ og viđ jafnframt, verđa Tyrkir jafnréttháir okkur hér, bćđi um búsetu og um félagsleg réttindi. Ţjóđverjar eru enn heldur fleiri en Tyrkir, en ţeim síđarnefndu fjölgar mun meira og fara senn fram úr ţeim ţýzku, sem eru illa haldnir af völdum fósturdeyđinga og munu finna ţađ enn betur á eigin skinni eftir fáeina áratugi. 

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Erdogan: Árásinni verđur svarađ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nóg er af konum í biskupsembćtti í Ţjóđkirkjunni nú um stundir, en Ţóra Arnórsdóttir er hins vegar ekki kristinnar trúar

Fram kom í ţćttinum Harmageddon á X-inu í dag, ađ Ţóra Arnórsdóttir er ekki kristinnar trúar og er hvorki í Ţjóđkirkjunni né öđrum trúfélögum. 

 • Hún telur samt ekki endilega rétt ađ skilja milli ríkis og kirkju. „Ég sé bara hvađ kirkjan skiptir miklu máli í lífi margra," sagđi Ţóra. Ţví er hún sammála ţví sem segir í stjórnarskrá um ađ stjórnvöld eigi ađ styđja viđ ţjóđkirkjuna jafnvel ţó yfir 40 trúfélög séu á landinu. Forsetinn eigi hins vegar ađ vera forseti allra, sama hvađa trúarskođun ţeir hafi. (Heimild hér: Blađamađurinn BBI, sem skrifađi á Vísi.is greinina Ţóra er ekki kristinnar trúar.)

Ţá kom ţetta ennfremur fram í viđtalinu:

 • Ţóra er sömuleiđis á ţeirri skođun ađ ekki sé rétt ađ bođa trú í grunnskólum landsins. 

Spyrja mćtti hér: Af hverju tekur Ţóra ţetta sérstaklega fram? Var einhver ađ leggja til, ađ trú yrđi bođuđ hér í grunnskólum? Eđa heldur Ţóra í alvöru, ađ slíkt trúbođ fari ţar fram? Má ekki frćđa börn um kristindóm, án ţess ađ ţađ sé kallađ trúbođ? Upplifa menn frćđslu um Búddhisma eđa islam í menntaskóla sem trúbođ? Ef ekki, hvers vegna er ţá sífellt veriđ ađ veitast sérstaklega ađ frćđslu um útbreiddustu trúarbrögđ Norđurálfunnar og láta sem slík frćđsla feli í sér trúbođ?

Jón Valur Jensson. 


Vćndi bannađ međ öllu í Frakklandi?

Najat Vallaud-Belkacem, ráđherra kvenréttindamála í frönsku...   Ánćgjuleg er sú frétt, ađ harđar verđi gengiđ gegn vćndi í Frakklandi, fái vilji ráđfrúar kvenréttindamála í frönsku ríkisstjórninni, Najat Vallaud-Belkacem, ađ ráđa. Hún vill ađ vćndi verđi ekki lengur leyfilegt, en nú er ţó bannađ ađ selja blíđu sína á götum úti. Um 18-20 ţúsund manns gera ţađ samt í trássi viđ lögin, auk annars (leyfilegs) vćndis.

Unga konan, sem hefur hér frumkvćđi ađ nýrri lagasetningu, vill svo auđvitađ í takt viđ stefnu femínista, sem víđa eru í bandalagi viđ sósíalista, hafa ţessi lög ţannig, ađ einungis ţeir, sem kaupa vćndi, verđi sóttir til saka.

"Spurningin er ekki hvort viđ viljum binda enda á vćndi, svariđ viđ ţví er . Stóra spurningin er hvernig viđ ćtlum ađ gera ţađ," sagđi ráđfrúin í samtali viđ franska vikublađiđ Le JDD í gćr, sunnudag.

Ţađ lögbrot ađ selja sig á götum úti varđar nú tveggja mánađa fangelsi og 3.750 evra sekt (um 600 ţúsund kr.).  

 • Ennfremur kemur fram ađ samkvćmt skýrslu fyrir franska ţingiđ frá 2011 séu 80% ţeirra sem stunda vćndi í Frakklandi útlendingar sem eru fórnarlömb mansals.

Hér réttlćta menn stundum vćndisstarfsemi međ ţví, ađ hún tíđkist í stórum Evrópulöndum eins og Frakklandi og Ţýzkalandi. Viđ eigum frekar ađ horfa til kristinnar arfleifđar okkar en einhverra helztu einkenna evrópskrar spillingar. Jafnframt ćttum viđ ađ sjá, ađ hreyfingin er öll heldur í ţá átt ađ binda enda á mikiđ af ţessari vanvirđandi starfsemi og heilsuspillandi fyrir samfélagiđ.

Nýleg umfjöllun um vćndismál og andspyrnu "Stórra stelpna" gefur einnig sterkt til kynna, ađ hér á landi sé allt of linlega tekiđ á vćndismálum í dómskerfinu, banniđ viđ ţessari starfsemi nánast gert áhrifalítiđ. Nánar um ţađ seinna, í ţessum efnisflokki Krist.bloggsins: Vćndi

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Vill banna franskt vćndi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Agnes M. Sigurđardóttir sett inn í embćtti sem biskup Íslands

Hátíđleg er sú stund ţegar nýr yfirmađur Ţjóđkirkjunnar er vígđur til ţeirrar ţjónustu sinnar. "Séra frú Agnes", eins og Pétur biskup Sigurgeirsson kallađi hana hlýlega, býđur af sér góđan ţokka og nýtur mikils trausts sem sálusorgari og predikari, eins og ljóst er af ýmsum vitnisburđum samstarfsmanna hennar og sóknarbarna.

Margt fyrirmenna var viđstatt vígslu Agnesar í Hallgrímskirkju, Ólafur forseti, Karl biskup, sem fyrstur manna fekk biskupsvígslu í ţeirri kirkju, sem hann hafđi raunar ţjónađ áđur, og ellefu erlendir biskupar, frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, ennfremur Jóhanna Sigurđardóttir, forsćtisráđherra, sem spáđi a.m.k. í ađ segja sig úr Ţjóđkirkjunni, og Ögmundur Jónasson, innanríkisráđherrann sem vill setja félög trúlausra á bekk međ og jafnfćtis trúfélögum.

Í frétt á Mbl.is er ţađ eđlilega rifjađ upp, ađ frú Agnes sé sú "57. í röđinni, taliđ frá Ísleifi Gissurarsyni, sem vígđur var til biskups í Skálholti áriđ 1056," en ţó er ţetta ekki nema ađ hluta rétt, ţví ađ inntak vígslunnar og embćttisins er međ ólíku sniđi hjá kaţólskum og lútherskum og ekki eins og ţetta embćtti í kaţólsku kirkjunni hafi bara haldiđ áfram eftir siđaskiptin. Í kaţólsku kirkjunni var embćttinu handsalađ áfram til hvers eftirmanns í senn, en vísvitandi var hins vegar slitin vígsluröđ biskupa í Danaveldi (öllum vestnorrćnum löndum) viđ siđskiptin á 16. öld og embćttisheitiđ biskup jafnvel fellt niđur um tíma; í stađinn var ţá talađ um superintendent eđa yfirtilsjónarmann; merking ţess orđs og biskupshugtaksins (gr. epi-skopos) er raunar sú sama. Međal Svía og Breta var hins vegar vísvitandi haldiđ í successionem apostolicam, ţ.e. postullega vígsluröđ, en međal kaţólskra, anglíkanskra og orţódoxra er litiđ á biskupsembćttiđ sem framhald postulastarfsins.

Biskupi ber í kristinni kirkju ađ standa vörđ um kristna kenningu og bođa fagnađarerindiđ hreint og ómengađ. Á ţađ fagnađarerindi minnist Páll postuli međal annars í 1. kafla I. Tímotheusarbréfs (1.11), en ekki hefur orđum hans ţar (1.10) veriđ fylgt í hinni lúthersk-evangelísku Ţjóđkirkju Agnesar, sem búiđ hefur til hjónavígslu fólks af sama kyni, ţvert gegn orđum Jesú um hjónabandiđ (Mt. 19.4n, Mk. 10.7n) og ítrekuđum orđum Páls postula, helztu mannlegu fyrirmyndar Lúthers í guđfrćđilegum efnum (sbr. Fyrra Kor. 6, Fyrra Tím. 1 og Róm. 1). Ţví miđur virđist eitthvađ hafa villt séra Agnesi sýn á ţessi órćku Biblíusannindi, ţví ađ sjálf var hún međal ţeirra presta, sem samţykktu hjónavígslu samkynhneigđra, sem hlutfallslega sárafáar kirkjur heims viđurkenna.

Ţrátt fyrir nauđsyn ţess ađ minna hér á ţennan ófullkomleik í kenningunni, er frú Agnesi Sigurđardóttur hér međ óskađ allra heilla og blessunarríks árangurs í leiđandi starfi hennar fyrir Ţjóđkirkjuna á Íslandi.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Biskupsvígslan hafin
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ronald Reagan speaking

Ronald Reagan
“I have wondered at times what the Ten Commandments would have looked like if Moses had run them through the US Congress.” -- Ronald Reagan
 

“Freedom prospers when religion is vibrant and the rule of law under God is acknowledged.” -- Ronald Reagan

 

“Live simply, love generously, care deeply, speak kindly, leave the rest to God.” -- Ronald Reagan 

 

“I know in my heart that man is good, that what is right will always eventually triumph, and there is purpose and worth to each and every life.” -- Ronald Reagan 


Reagan hitti oft naglann á höfuđiđ

Ronald Reagan  “Sometimes when I'm faced with an atheist, I am tempted to invite him to the greatest gourmet dinner that one could ever serve, and when we have finished eating that magnificent dinner, to ask him if he believes there's a cook.” -- Ronald Reagan, Speaking My Mind


A.B. Breivik getur enn valdiđ miklu mannfalli á Norđurlöndum međ áhrifum sínum á öfgamenn og brjálćđinga

Fáheyrđri mannfyrirlitningu fjöldamorđingjans Breiviks linnir ekki ţrátt fyrir alla vitnisburđina um ţjáningu fórnarlamba hans og ađstandenda ţeirra. Honum voru gefnar 45 mínútur til lokarćđu, stórundarlegt málfrelsi sem flestir ćttingjar og vinir fórnarlamba hans létu verđa sér til áminningar um, ađ ţeim bćri engin skylda til ađ hlusta á hann, og yfirgáfu ţví réttarsalinn.

 • "... stćrsti hluti rćđunnar var um nauđsyn árásanna en Breivik sagđi ţćr hafa veriđ nauđsynlegar til ađ verja Noreg gegn fjölmenningu og innrás múslíma. Breivik, sem er 33 ára ađ aldri, segir ađ hann hafi veriđ ađ verja norsku ţjóđina og Noreg međ árásunum og ţví beri dómurum ađ sýkna hann." (Mbl.is.)

Ţessi heimskulegu orđ lýsa afkáralegum "skilningi" á skyldum norskra dómara. Ţeir eiga sem sé ekki ađ stađfesta mannhelgi hvers saklauss manns, sem ráđizt er á, jafnvel drepinn, né gera ţennan mann, sem ţykist ţó heilbrigđur, ábyrgan gerđa sinna, og heldur ekki ađ stađfesta međ dómsfellingu afstyrmisins alvarlega viđvörun til allra, sem vilja feta sömu slóđ blóđs og glćpa, heldur ćtlast kvikindiđ til verđlauna í formi sýknudóms!!!

Vitsmuna- og karakterheimska hefur  löngum veriđ ađall öfgastefnumanna. Ţađ virđist Breivik vilja stađfesta hér.

En hann hafđi í heitingum viđ vestrćnt samfélag á Norđurlöndum -- kvađ fleiri skođanabrćđur sína myndu fylgja í fótspor sín og ađ allt ađ 40.000 manns gćtu farizt í hliđstćđum fjöldamorđum ţar á komandi árum. Svo efast sumir um, ađ ţetta andsamfélagslega afstyrmi verđskuldi dauđadóm! Gegn slíkum röklausum allsherjarfordómum á móti dauđarefsingu í vissum tilvikum tala jafnt beztu heimspekingar Forn-Grikkja sem kristin hugsun frá öndverđu. Ţađ eiga öll ţjóđfélög rétt á ţví ađ verja sín helgustu vé.

Breivik sagđist í ţriggja kortera rćđu sinni hafa "framiđ illvirki til ţess ađ stöđva enn meira illvirki." Hann játar ţar međ á sig illvirkiđ, en réttlćtir ţađ, og sést ţar bezt, hve órafjarri hann er kristinni hugsun. Mađur, sem vílar ekki fyrir sér ađ gera unglinga í tuga tali, allt niđur í fjórtán ára, ađ skotmarki sínu og murka úr ţeim lífiđ, á ekki frekari virđingu skilda en ţá, ađ lífiđ sé međ lögum tekiđ frá honum sjálfum. Ţađ er jafnframt hentugasta viđvörun annarra sem vilja feta sömu slóđ.

Ef endurupptaka dauđarefsingar vegna svćsinna fjöldamorđa verđur ekki leiđ vestrćnna ţjóđfélaga međ lagabreytingu í ljósi nauđsynjar, ţá er mjög sennilegt, ađ viđbrögđ almennings viđ endurteknum tilfellum ţessa geti orđiđ til dćmis af tvennum toga: (1) međ ţví, ađ gerendurnir verđi teknir af lífi af ćstum múg, jafnvel međ ţví ađ ná ţeim úr höndum lögreglu, og (2) međ auknum vopnaburđi međal almennings. Er ţađ nú betri og tryggari leiđ en einfaldir dauđadómar fjöldamorđingja?!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Reyndi ađ réttlćta fjöldamorđin
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Kemur vönun barnaníđinga til greina hér eins og víđar?

Er ţađ leiđ fyrir Íslendinga eins og fleiri ţjóđir ađ dćma barnaníđinga til geldingar eđa lyfjameđferđar sem deyfir kynhvöt ţeirra og jafngildir vönun? Ţessi lausnarleiđ er tekin upp í vaxandi mćli og naut ţverpólitísks stuđnings ţingmeirihluta í Litháen í dag. Má ţví búist viđ "ađ lög um vönun barnaníđinga taki gildi í landinu í september," en Mbl.is fjallar um ţetta mál í frétt (sjá tengil neđar).

 • Flytjendur frumvarpsins tóku fram ađ samskonar lög séu ţegar í gildi í Evrópusambandsríkjunum Tékklandi, Eistlandi og í Póllandi. Ţá standi svipuđ úrrćđi til bođa í Kanada, Danmörku, Svíţjóđ og í Bandaríkjunum ţótt ţar séu kynferđisafbrotamenn ekki ţvingađir til lyfjameđferđar. (Mbl.is.)

Hryllileg tilfelli af ţessu tagi, jafnvel margítrekuđ hjá sömu gerendum, eru annađ veifiđ í fréttum. Fróđlegt vćri ađ sjá hvađ kćmi út úr skođanakönnun á ţessu efnissviđl hér á landi.

Á vef Útvarps Sögu (HÉR) var spurt sl. fimmtudag til föstudags: "Á ađ ţyngja dóma í kynferđisbrotamálum gagnvart börnum?" Án ţess ađ taka ţađ sem gefiđ, ađ svörin séu dćmigerđ fyrir ţversniđ af ţjóđinni, er athyglisvert ađ skođa niđurstöđuna. Hún var ţessi: Hlutlaus voru 2,33%. Nei sögđu ađeins 2,62%. JÁ sögđu heil 95,06%! Fjöldi greiddra atkvćđa: 346.

Til hvers bendir ţetta? Og er lausnin ţá lengri fangelsisdómar, eđa á ađ reyna hér nýjar leiđir? Mćtti ekki kanna reynslu annarra ţjóđa af fyrrgreindri leiđ?

Jón Valur Jensson.


mbl.is Vilja gelda barnaníđinga
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Takmarkađ fylgi viđ kynskiptiađgerđir

HÉR á vefsíđu Útvarps Sögu var spurt 14.-15. júní: Var rétt hjá Alţingi ađ samţykkja ađ ríkissjóđur greiđi fyrir kynskiptiađgerđir? Niđurstađan í ţetta sinn var greinilega mjög afgerandi. Hlutlausir reyndust 5,9% af 356 sem svöruđu, en NEI sögđu 82,87% og JÁ einungis 11,24%.

Ţetta er í góđu samrćmi viđ ţađ sem undirritađur hefur taliđ sig hafa orđiđ áskynja um, ţ.e. um afar takmarkađ fylgi međal almennings viđ ţetta lagafrumvarp, sem svo skyndilega var afgreitt frá ţinginu ţrátt fyrir miklar annir ţar.

Um máliđ var fjallađ hér í grein í liđinni viku: Enn setur Alţingi ofan: fráleitt frumvarp um kynbreytingu samţykkt; ţar voru allnokkrar umrćđur um máliđ, međ og á móti.

Ţetta verkefni verđur örugglega ekki ţađ ódýrasta fyrir skattgreiđendur. Engar upplýsingar fylgdu ţó frumvarpinu um kostnađinn, frekar undanfćrslur frá upplýsingagjöf.

Í ljósi ţessa og sýnilegrar andstöđu margra međal almennings, er kannski ástćđa til ađ spyrja hina voldugu ráđamenn okkar: Var ofrausn ađ spyrja okkur álits?

Jón Valur Jensson. 


Nćsta síđa »

Um bloggiđ

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri fćrslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.11.): 2
 • Sl. sólarhring: 46
 • Sl. viku: 734
 • Frá upphafi: 469958

Annađ

 • Innlit í dag: 2
 • Innlit sl. viku: 658
 • Gestir í dag: 2
 • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband