Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2012

Vel mćlt í makrílmáli; stöndum vörđ um hagsmuni okkar og veitum varasömum stjórnvöldum ađhald

Sigurđur Ingi Jóhannsson alţm. átti mjög góđa innkomu í makrílmálinu í dag, vakti athygli á, ađ gögn um makrílstofninn í NA-Atlantshafi benda til vanmats á stćrđ hans. Ţrátt fyrir ofveiđi skozkra útgerđa sé stofninn líklega mun stćrri en taliđ var "og ţoli fyrir vikiđ ţá miklu veiđi sem stunduđ hafi veriđ undanfarin ár. Ennfremur er ţađ niđurstađa rannsókna hafrannsóknastofnana Íslands, Noregs og Fćreyinga ađ makríll hafi ekki veriđ í meira mćli í íslensku efnahagslögsögunni en í ár" (Mbl.is).

 • Sigurđur segist telja rétt í stöđunni ađ leggja áherslu á öflun frekari upplýsinga og gagna og semja um skiptingu makrílkvótans til skemmri tíma frekar en lengri. Hann bendir á ađ ţađ vćri mjög bagalegt ađ semja um makrílveiđarnar miđađ viđ núverandi ađstćđur til langs tíma ef makrílgengd inn í íslensku lögsöguna á eftir ađ halda áfram ađ aukast á nćstu árum.
 • „Svo er hitt ađ viđ höfum ekki stađiđ okkur nćgjanlega vel í áróđursstríđinu út á viđ og viđ framsóknarmenn hvetjum til ţess ađ tekiđ verđi verulega á í ţeim efnum,“ segir Sigurđur Ingi. (Mbl.is.)

Nú verđum viđ ađ vona (en ekki ađeins vona), ađ stjórnvöld hér svíki ekki í málinu á samningafundi um ţađ í London mánudag 3. nćsta mánađar. Viđ ţekkjum svik Steingríms í Icesave-málinu, og ekki hafđi hann enn iđrazt vegna ţess, nema síđur vćri, ţegar hann var í viđtali snemma í ţessari viku á Útvarpi Sögu. Ţví ber ađ veita ţessum manni fullt ađhald -- hafandi ennfremur í huga, ađ hann er einn hinna ábyrgu fyrir ţeirri ákvörđun Össurar Esb-utanríkisráđherra ađ víkja Tómasi H. Heiđar, hinum fćra ţjóđréttarfrćđingi, úr samninganefndinni um makrílinn!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Makrílstofninn hugsanlega vanmetinn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Kannabis forheimskar fólk

Ţetta er fyrirsögn fréttar á Ruv.is í dag; hún hefst ţannig:

 • Ungt fólk sem neytir kannabisefna í lengri tíma, reykir hass og marjúana, sćtir gjarnan mikilli og varanlegri greindarskerđingu. Ţetta er stađfest í viđamikilli rannsókn sérfrćđinga á Nýja Sjálandi.

Ekki er ţetta ástćđa til ađ draga neitt úr gagnrýni, sem haldiđ hefur veriđ uppi á ţessum vef, á ţćr frökku hugmyndir sem ýmsir hafa mćlt fyrir hér á landi međ lögleiđingu neyzlu kannabisefna.

 • Fylgst var grannt međ ţúsund manns í tvo áratugi, frá barnsaldri og fram á fertugsaldur, og greind ţeirra mćld. Ţegar tillit er tekiđ til alls annars; svo sem skólagöngu, áfengisneyslu, og neyslu annarra fíkniefna, telja sérfrćđingarnir ađ ţeir sem reykja hass eđa marjúana ađ minnsta kosti fjórum sinnum í viku í lengri tíma, skerđi andlegt atgervi sitt verulega. Ţetta á einkum viđ ţá sem byrja snemma og hefja neysluna á unglingsárum ţegar heilinn er enn í mótun. Ţannig sé hćgt ađ tapa átta stigum hinnar almennu greindarvísitölu. (Allar leturbr. undirritađs.)
 • Og ţví meira kannabis, ţví meiri greindarskerđing, segja vísindamennirnir. Ađ auki er hún óafturkrćf ţví skerđingin gekk ekki ađ fullu til baka hjá ţeim sem hćttu ađ reykja eđa drógu úr neyslunni. Grein um rannsóknina birtist í vísindatímaritinu Procedings of the National Academy of Sciences

Svo sem hér má sjá, er ţetta hiđ alvarlegasta mál. Ţessi vitneskja ćtti ađ styrkja foreldra í ţeim góđa ásetningi ađ halda unglingum sínum frá neyzlu kannabisefna, einkum á međan heilinn er enn í mótun. Ţetta á raunar einnig viđ um neyzlu áfengis: hún er, í verulegum mćli a.m.k., hćttulegri ţeim, sem enn hafa ekki tekiđ út fullan vitsmunaţroska.

En ađ lokum ţetta úr fréttinni, til enn frekari áréttingar:

 • Breskir frćđimenn segja niđurstöđuna koma fáum á óvart, ţađ sé alkunna ađ árangur kannabisneytenda í hvers konar vitsmunastarfi sé snöggtum lakari en ţeirra sem láti ţessi fíkniefni eiga sig. 

"Vituđ ér enn eđa hvat?"

Jón Valur Jensson. 


Tímabćr áminning um nauđsyn ţjóđarvarna gegn uppgjöf stjórnvalda í makrílmálinu

Gústaf Adolf Skúlason á enn eina grein í Mbl. í dag, beittur ađ vanda.

 • „Sem bandamađur andstćđinga Íslands í makrílstríđinu mun ríkisstjórn Jóhönnu Sigurđardóttur beita ríkisvaldinu gegn landsmönnum til ađ tryggja framgang kröfu ESB. Ţjóđin ţarf ađ sameinast í vörnum lífshagsmuna sinna og verja sjávarauđlind sína og sjálfsákvörđunarrétt og koma í veg fyrir nýjan „Icesave"-samning, sem skađa mun lífsafkomu okkar allra," segir hann međal annars.

Hann bendir á, ađ "ESB á viđ gríđarlegt fiskveiđivandamál ađ stríđa međ yfir 80% ofveiđi og 30% útrýmingarhćttu fiskistofna, en vill samt eigna sér meginhluta makrílveiđa á NA-Atlantshafi.

"Í stađ ţess ađ leysa málin friđsamlega ćtlar ESB í fullt stríđ viđ Ísland og Fćreyjar međ löndunar- og hafnbanni og afnámi viđskiptafrelsis međ viđskiptabanni á útflutning varnings til sjávarútvegs frá ríkjum ESB," segir Gústaf Adolf í greininni, Hverjar eru varnir Íslands í makríldeilunni?Hverjar eru varnir Íslands í makríldeilunni?, sem er á miđopnu Mbl. í dag. Réttilega bendir hann á, "ađ hvorki makríll né annađ líf í sjónum er einkaeign ESB og ESB verđur ađ virđa sjálfsákvörđunarrétt og fullveldi lítilla ríkja."

ESB mun nota makrílstríđiđ til ađ ásaka Íslendinga og Fćreyinga um hegđun, sem ESB stendur sjálft fyrir og koma ábyrgđ á eigin ofveiđum yfir á EES-samningsađila. Sýnir ţessi framkoma enn á ný, ađ vöđvastćrđ rćđur för en ekki fylgni viđ gerđa samninga. Öfugmćli aldarinnar eru, ađ ESB vinni í ţágu verndar makrílstofnsins.

Íslendingar verđa ađ krefjast ţess, ađ ESB virđi sjávarlögsögu Íslands og Fćreyja. Krefjast verđur viđurkenningar ESB á hafrannsóknum Íslendinga og úrskurđi um ábyrgar fiskveiđar, stöđva ađlögunarferliđ og draga umsókn til baka. Gera ţarf áćtlun um, hvernig Íslendingar eiga ađ mćta lygaáróđri ESB,

segir Gústaf í greininni -- ţörf og tímabćr orđ, sem hér skal tekiđ undir, ţví ađ sannarlega er veriđ ađ undirbúa áróđursherferđ ESB gegn sjálfu "umsóknarríkinu" Íslandi í ţessu máli.

Hér má svo gjarnan koma fram, ađ Kristin stjórnmálasamtök taka einarđa afstöđu GEGN inngöngu/inntöku Íslands í Evrópusambandiđ. Einróma ákvörđun félagsmanna um ţessa stefnu var tekin í sumar, og verđur hún međal helztu stefnumála samtakanna í vćntanlegu frambođi.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Makríldeilan
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Snildargrein til áminningar um mannréttindi

Vekja má athygli á frábćrlega skýrri grein eftir Sigríđi Ásthildi Andersen, lögfrćđing og varaţingmann, í grein í Mbl. í dag. Ţar beinir hún sjónum ađ undarlegum forsendum Sigrúnar Davíđsdóttur Spegilskonu sem virđist telja persónvernd ekki meira virđi en svo, ađ birta megi opinberlega á Internetinu símtöl manna! Sigríđur tekur á hinum léttvćgu ástćđum fréttaritarans Sigrúnar í Rúv-ţćttinum og ber fram andmćli sín međ skýrri rökhyggju. Ţađ er fengur ađ slíku í fjölmiđlum hér.

Allstór hluti greinarinnar er hér á Mbl.is, sjá tengil neđar.

Sigríđur er dóttir Geirs Andersen blađamanns og Brynhildar Andersen, fyrrv. formanns Félags sjálfstćđismanna í Miđ- og Vesturbć. Mađur Sigríđar er Glúmur Björnsson, sem skrifađi margar góđar kjallaragreinarnar í DV hér um áriđ.

JVJ. 


mbl.is „Hér varđ náttúrlega hrun“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţjóđaratkvćđagreiđslu um Reykjavíkurflugvöll

Hún er athyglisverđ tillagan frá Leifi Magnússyni í Mbl. í dag, ađ haldin verđi ţjóđaratkvćđagreiđsla um Reykjavíkurflugvöll. "Ţađ er ţjóđin öll sem á Reykjavíkurflugvöll, og ţjóđin öll á drjúgan hluta ţess lands, sem hann stendur á í Vatnsmýrinni," segir hann réttilega; ţess vegna virđist ţetta ţjóđarinnar mál, ekki Reykvíkinga einna, a.m.k. ekki ţeirrar borgarstjórnar sem er jafn trausti rúin og landsstjórnin sjálf.

En skođiđ ţessa grein Leifs verkfrćđings, sem í raun er ţar međ rökum ađ taka undir raddir annarra sem hafa fariđ fram á ţjóđaratkvćđagreiđslu um endanlega ákvörđun ţessa máls. Ţađ er afar mikilvćgt fyrir sjúkraflug í landinu, enda ljóst, ađ ekki getur orđiđ af flugvelli á Hólmsheiđi.

Jón Valur Jensson.


Bjarni Harđarson og músin sem stökkur yfir í Brussel-herbúđirnar

 • "Međ rćđu sinni hefur Katrín Jakobsdóttir blásiđ hressilega á allar hugmyndir manna um ađ forystan hafi í hyggju ađ endurmeta ESB-ferliđ og ESB-sinnar geta andađ léttar. Og Vinstri hreyfingin grćnt frambođ hefur hafiđ sinn kosningaundirbúning." Ţetta segir Bjarni Harđarson, fv. alţm. og fv. upplýsingafulltrúi fv. sjávarútvegs- og landbúnađarráđherra, Jóns Bjarnasonar, í Moggabloggi sínu.

Skarpur er hann í greiningunni, en ţessi orđ hans koma til af ţví, ađ í rćđu sinni á flokksţinginu fyrir norđan kaus Katrín ađ beina spjótum sínum ađ ESB-innlimunar-andstćđingum í flokknum (sjá tengil).

Katrín Jakobsdóttir hćtti hér ađ vera tvístígandi mús, tók međvitađa međvirka afstöđu međ evrókrötunum í eigin flokki og Samfylkingunni, stökk beint í fangiđ á ţeim og ítrekađi hollustu sína og undirgefni viđ Steingríms J.-veldiđ međ ţví ađ flokka stefnuskrár-trúa ESB-andstćđinga eigin flokks ... ađ vísu ekki sem "villiketti" (mýs nefna slíka helzt ekki á nafn Grin), heldur sem ómerkilega einsmálsmenn.Angry

Verđi ţeim ađ góđu í Vinstri grćnum ađ hrekja frá sér ţađ sem eftir er af fullveldissinnuđu fólki innan flokksins. En í ţessu birtist siđferđishrun forystunnar greinilega. Veganesti hennar til kosningaslags verđur: svik og aftur svik viđ ekki ađeins landiđ, heldur eigin flokksmenn ađ auki.

Jón Valur Jensson.


mbl.is „Subbulegar alhćfingar“ í rćđu Katrínar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Katrín í VG predikar "bjartsýni" og gumar af stolnum fjöđrum; reynir enn jájá/neinei-stefnu gagnvart Evrópusambandinu

Katrín Jakobsdóttir, varaformađur VG, segist "stolt af ríkisstjórninni" og verkum hennar, enda er hún sjálf samsek um ţau: Icesave-kröfumáliđ, Esb-umsóknina og svikin viđ loforđiđ um ađ slá skjaldborg um skyndilega ofurskuldsett heimili.

Hún gumar af lítilli verđbólgu (4,6%) og jafnlitlu atvinnuleysi, en horfir ţar ekki á ţćr ţúsundir manna sem hrakizt hafa úr landi og eru ţví ekki á atvinnuleysisskrá. Hún lćtur eins og Jóhanna -- og ţá er mikiđ sagt! -- ţegar hún telur međal "árangurs" ţessarar ríkisstjórnar, ađ kominn sé "kröftugur vöxtur ... í landsframleiđsluna sem byggir á raunverulegum forsendum," en ţćr forsendur eru nóta bene ekki stjórnvalda, sem stađiđ hafa gegn atvinnuuppbyggingu, heldur himnasendingar eins og uppgrip í sjávarútvegi og ferđaţjónustu vegna falls krónunnar og makríl- og lođnugöngur sem stóraukiđ hafa tekjur sjómanna og landsins alls í kjölfariđ, međ gjaldeyrisöflun sem ríkisstjórnin kom hvergi nálćgt.

Nú lćzt Katrín Jakobsdóttir segja skýrt NEI viđ ţví, hvort Ísland eigi ađ verđa partur af Evrópusambandinu (sjálf notar hún hiđ veika og villandi orđ "ađild"), og segist byggja ţađ á ţví, ađ stjórnarsamstarfiđ snúist "um ađ skapa velferđarsamfélag á Íslandi," en "ekki um umsókn Íslands ađ Evrópusambandinu." Samt tók hún fullan ţátt í ađ sćkja um "ađild" ađ ţví ríkjasambandi gamalla nýlenduvelda! (ţ. á m. eru fjögur sem hafa ágirnzt Ísland í rás sögunnar).

 • "Međal ţeirra spurninga sem viđ ţurfum ađ svara í ţví samhengi er hvort ađild ađ Evrópusambandinu ţjóni ţví markmiđi [ađ skapa velferđarsamfélag á Íslandi] eđa ekki. Mitt svar viđ ţeirri spurningu er NEI, en ég vil eigi ađ síđur spyrja ţjóđina sömu spurningar,“ sagđi Katrín.

Ţetta er undarlegt hjal. Af hverju var hún ţá á móti ţví ađ spyrja ţjóđina ţessarar spurningar sumariđ 2009? Treysti hún ekki ţjóđinni ţá, eđa var hún ađ hliđra til fyrir Samfylkinguna og til ţess ađ hún sjálf o.fl. vinstri grćnir fengju ráđherrastóla?

Og af hverju heldur hún, ţessi mennta- og menningarmálaráđherra, ekki uppi FRĆĐSLU í samrćmi viđ meinta sannfćringu sína um ađ viđ eigum ekki heima í ESB? Af hverju ţegir hún 365 daga ársins um ţá óhvikanlegu skilmála ESB-"ađildar" ađ viđ gefum frá okkur ćđsta löggjafarvald og veitum öđrum ESB-ţjóđum JAFNAN AĐGANG ađ fiskimiđum okkar? Ţykist hún kannski ekki vita ţetta?

Jón Valur Jensson.


mbl.is „Mitt svar er NEI“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bakslag í réttindum kvenna í Íran vegna trúarlegra afturhaldsafla

Hryggileg er sú stađreynd, ađ háskólar í Íran útiloka nú konur frá 77 námsleiđum í 36 háskólum til BA- og BS-prófs. Ţetta virđist svar múslima-klerkaveldis gegn sókn kvenna á menntaveginum á seinni árum.

 • Undanfarin ár hafa konur skotist fram úr körlum í írönskum háskólum. 65% háskólanema eru konur, einungis tveir karlar standast inntökuprófin á móti hverjum ţremur konum, og konur hafa í auknum mćli sótt í greinar eins og eđlisfrćđi og verkfrćđi.
 • Fram kemur á vef breska blađsins Telegraph ađ ţessi ţróun sé ćđstuklerkum Írans áhyggjuefni. Ţeir séu uggandi yfir félagslegum áhrifum aukinnar menntunar kvenna, en reynslan sýnir ađ međ hćrra menntunarstigi eignast konur fćrri börn og ganga seinna í hjónaband en láta fyrir vikiđ meira ađ sér kveđa í atvinnulífinu og á opinberum vettvangi. [...]
 • Samkvćmt hinni nýju stefnu verđa kvenstúdentar útilokađir frá sumum helstu námsgreinum, s.s. enskum bókmenntum og enskum ţýđingum, fornleifafrćđi, kjarneđlisfrćđi, tölvunarfrćđi, hótelrekstri, rafmagnsverkfrćđi, iđnađarverkfrćđi og viđskiptafrćđi. 
 • Olíuiđnađarháskóli Írans, sem er međ útibú á nokkrum stöđum í landinu, lokar nú dyrum sínum alfariđ fyrir kvenstúdentum og segir ástćđuna ţá ađ ekki sé nógu mikil eftirspurn eftir kvenkyns útskriftarnemum á vinnumarkađinum. Sama segir Isfahan-háskólinn, sem segir ađ 98% kvenstúdenta endi hvort sem er atvinnulaus. (Mbl.is, leturbr. hér.)

Horfurnar í ţessum efnum nú eru svo alvarlegar, ađ íranskur mannréttindalögfrćđingur, nóbelsverđlaunahafinn Shirin Ebadi, hefur

 • skrifađ til Ban Ki-moon, ađalritara Sameinuđu ţjóđanna, og Navi Pillay, mannréttindafulltrúa SŢ, og óskađ eftir afskiptum ţeirra . Segir hún ađ raunveruleg ástćđa breytinganna sé einfaldlega ađ fćkka konum í írönskum háskólum og draga úr baráttu ţeirra fyrir auknum réttindum.„Ţetta er allt saman liđur í nýrri stefnumótun Lýđveldisins Írans sem gengur út á ađ koma konum aftur inn á heimilin, vegna ţess ađ ţeir ţola ekki metnađarfulla framgöngu ţeirra á opinberum vettvangi,“ segir í bréfi Ebadi (Mbl.is).

Telja má víst, ađ ţetta stuđli ađ árekstrum og mikilli gerjun og óánćgju í Íran, sem undir kraumi, unz upp úr getur sođiđ í flokkadráttum og jafnvel nýrri lýđrćđisbyltingu gegn ofríki klerkavaldsins.

 • Nokkrir íranskir ţingmenn hafa einnig gagnrýnt hina nýju menntastefnu en menntamálaráđherra landsins, Kamran Daneshjoo, vísar allri gagnrýni á bug og segir ţetta nauđsynlega breytingu til ađ koma á „jafnvćgi“.

Jafnvćgi verđur ekki ríkjandi ţar međ ţessu móti, kúgun og niđurbćling hins vegar um tíma. En annars stađar gćti ţetta óbeint orđiđ sýnikennsla fyrir ţá, sem haldnir eru ofurbjartsýni á islamismann eins og hann birtist víđa. Ćtli ţeir ađhyllist líka endurupptöku sjaríalaga í Líbýu og Egyptalandi?

Á sama tíma virđast sömu svefngenglar ćvinlega vakna upp međ andfćlum, ef stađiđ er gegn eđa stuggađ viđ ţeim sem telja sig hafa rétt til ađ ryđjast yfir helga dóma kristninnar međ vanhelgun og röskun á kirkjufriđi. Frelsi kirkjunnar er lítils virt, en hins vegar ţagađ ţunnu hljóđi yfir stórfelldum mannréttindabrotum sem viđgangast í trúarnafni á nćsta stóra menningarsvćđi: viđ sunnanvert Miđjarđarhaf og í múslimaríkjum Asíu og Afríku.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Konur útilokađar í háskólum Írans
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Blessun - séra Cho

Ţađ er mikil blessun fyrir áhorfendur sjónvarpsstöđvarinnar Omega ađ geta hlustađ ţar á fyrirlestra og trúarbođun prestsins Chos.

Dr. Cho er frá Kóreu, var hćtt kominn 17 ára vegna berkla, en ţá var honum bođuđ kristin trú; eftir ađ hafa hafnađ henni tók hann viđ henni sem sínu síđasta hálmstrái -- tók viđ "órökréttum" (illogical) bođskap Guđs í Biblíunni (međ kraftaverkum) gegn "rökréttum" hugmyndum Búddhismans og fekk blessun síns lífs á hinni kristnu leiđ.

Frá algerri fátćkt og líkamlegri eymd er Cho ríkur orđinn í Kristi, hefur fengiđ ţćr andans gjafir sem veitt hafa öđrum svo mikiđ, enda er frásagnargáfa hans og leiđ í trúnni ljós fyrir marga, og frá ţví ađ byrja aleinn stýrir hann nú 750.000 manna söfnuđi.

Menn trúa ekki blessandi mćtti orđsins í ţessum ţjóni Guđs, fyrr en ţeir gefa sér tíma til ađ hlusta á hann, og sannarlega er hann verkfćri Heilags Anda.

Margt setja ýmsir fyrir sig í Omega, einkum vantrúađir, og ýmsum trúuđum gezt heldur ekki ţar ađ sérhverju, en dr. Cho bćtir upp allan ófullkomleik sem ţar kann ađ finnast ađ mati undirritađs.

Horfum ţví og hlustum!

Jón Valur Jensson. 


Pussy Riot-máliđ: Gott ađ sýna hér mildi, en um leiđ ákveđni

Ţađ var fallegt og til eftirbreytni, ađ rússneska rétttrúnađarkirkjan fyrirgaf ungu konunum í pönkhljómsveitinni Pussy Riot óspektir ţeirra strax í febrúar.

 • „Kirkjan hefur stundum veriđ sökuđ um ađ hafa ekki fyrirgefiđ ţeim,“ sagđi Tikhon Shevkunov, sem fer fyrir Sretensky-klaustrinu í Moskvu, og bćtti síđan viđ: „Viđ fyrirgáfum ţeim strax í byrjun. En slíkar gerđir verđur ađ stöđva af samfélaginu og yfirvöldum.“

Einnig ţetta síđastnefnda er laukrétt. Ţađ var ekki hćgt ađ umbera ţađ, ađ fordćmi myndađist um ađ ţannig vćri leyfilegt ađ ryđjast inn í helgihús kristindómsins međ röskun á kirkjufriđi. Vonandi verđur samt dómurinn yfir ţeim mildađur verulega í áfrýjunardómstól. Fengju ţćr t.d. 6 mánađa dóm, vćru ţćr nú búnar ađ sitja af sér 5 mánuđi af honum.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Kirkjan segist hafa fyrirgefiđ Pussy Riot
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Um bloggiđ

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri fćrslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.11.): 2
 • Sl. sólarhring: 46
 • Sl. viku: 734
 • Frá upphafi: 469958

Annađ

 • Innlit í dag: 2
 • Innlit sl. viku: 658
 • Gestir í dag: 2
 • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband