Bloggfćrslur mánađarins, september 2012

Emil Brunner um ólík kjarnaatriđi kristindóms

"God does not desire "something" from us -- he desires us, ourselves; not our works, but our personality, our will, our heart." (Emil Brunner, Love and Marriage, bls. 69, sbr. áfram ţar.)

"... we know no other will of the Creator than that which has destined me for existence in love, and this means existence in community." (Sama rit, bls. 150.)


Hinn ókvćnti Jesús

Ţađ kemur ekki á óvart, ađ uppblásin frétt um ađ handrit frá 4. öld sýni, "ađ Jesús hafi átt eiginkonu", byggist á fölsun. Guđspjöllin byggjast á samtímaheimildum 1. aldar, sjónar- og heyrnarvottum frelsarans, og segja frá hingađkomu hans, uppvexti, bođun hans, kraftaverkum og píslargöngu. Hvergi er ţar minnzt á neina "eiginkonu" Jesú og hefur aldrei veriđ í neinum heimildum.

 •  Francis Watson, prófessor viđ Durham-háskóla telur sig hafa sannađ ađ um fölsun sé ađ rćđa. „Ég held ađ ţađ sé nú óumdeilt ađ ég hafi sýnt fram á ađ hvernig ţetta var gert,“ segir Watson í grein í Guardian. „Ég yrđi mjög undrandi ef ţetta er ekki nútíma fölsun en ţađ er ţó ekki útilokađ ađ ţetta hafi veriđ gert á 4. öld.“ 

Segir hann ţarna um eftirgerđ af Tómasar-guđspjalli (apokrýfu riti) ađ rćđa "og ađ orđum hafi augljóslega veriđ breytt á pappírnum."

 • Niđurstađa Watsons er sú ađ sá sem skrifađi eđa endurskrifađi á pappírinn hafi ekki haft egypsku ađ móđurmáli en orđin eru skrifuđ međ fornegypskum táknum. Hann gagnrýnir ekki kollega sinn í Harvard, sem gerđi fyrri rannsóknina, beinlínis. Hann telur ađ pappírinn geti vel veriđ frá 4. öld, en orđin, segir hann, bera međ sér ađ vera mun yngri. (Mbl.is.)

Kristnir menn vissu hér betur en Harvardmađurinn, en athugun Durham-prófessorsins á málinu var gagnleg og fagnađarefni.

JVJ. 


mbl.is Skjaliđ um konu Jesú falsađ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ástralir kolfella frumvarp um hjónabönd samkynhneigđra

Ţetta gerđist á ástralska ţinginu í morgun. Julia Gillard, formađur Verkamannaflokksins og forsćtisráđherra landsins, greiddi atkvćđi gegn frumvarpinu. Einungis 42 ţingmenn vildu samţykkja frumvarpiđ, en 98 greiddu atkvćđi á móti ţví. Ţetta mćttu sumir hafa hugfast, sem halda, ađ öll ţróunin sé í ţá átt sem ţeir sjálfir óska.

jvj


mbl.is Frumvarp um hjónabönd samkynhneigđra fellt
Tenging viđ ţessa frétt hefur veriđ rofin vegna kvartana.

Kvikmyndin "Sakleysi múslima" ţegar orđin átylla 30 manndrápa

Af ţessum 30 voru átta Suđur-Afríkubúar sem létust (auk fjögurra Afgana, 11 sćrđust) ţegar sjálfsmorđssprengja sprakk í Khabúl í gćrmorgun. Ţeir ţeldökku höfđu vitaskuld ekkert til saka unniđ.

Ţetta er afar frumleg ađferđ til ađ tjá og sýna trú sína, og hefđi harla fáum kristnum mönnum dottiđ slíkt í hug, jafnvel á öldum áđur.

 • Konan sem framdi verknađinn ók bíl sínum, hlöđnum sprengiefnum, á flutningabíl skammt frá flugvellinum í borginni.... Hryđjuverkasamtökin Hezb-i-Islami, sem eru ţau nćststćrstu í landinu, hafa lýst ódćđinu á hendur sér og segja ţađ hafa veriđ framiđ til ađ hefna fyrir sýningu kvikmyndarinnar umdeildu (Mbl.is, tengill neđar, sjá líka HÉR).

En af ţví ađ hér er ekki um einangrađan atburđ ađ rćđa, heldur hefndarviđbrögđ sem eiga sér stađ víđa um hinn múslimska heim, ţá má velta ţví fyrir sér, hvort ţetta er eitthvađ sem múhameđsk trú gerendanna ýtir undir fremur en fćlir frá.

Ef ţađ fyrrnefnda á hér viđ, gefur ţađ innanríkisráđherra Lýđveldisins Íslands fulla ástćđu til ađ taka til endurskođunar sína lánuđu afstöđu til innflytjendamála, sem ekki sízt varđa hingađstreymi fólks frá löndum islams. 

"Lánađa" kallar undirritađur afstöđu ráđherrans, af ţví ađ ţarna mun hann undir áhrifum frá ađstođarkonu sinni Höllu Gunnarsdóttur sem leiđir ţá nefnd sem um ţessi mál hefur fjallađ og hyggur á algera byltingu í međferđ ţeirra í anda bláeygrar fjölmenningarhyggju. Sagt er, ađ Guđrún Ögmundsdóttir geri ráđ fyrir komu 3.000 hćlisleitenda hingađ á nćstu árum, í takt viđ tillögur nefndarinnar, sem Ögmundur mun hafa tekiđ upp á arma sína.

En leitađi hann álits ţjóđarinnar á ţessu máli fyrir kosningarnar 2009? Er ţađ kannski "ekkert ađalatriđi", hvađ ţjóđin hyggur í ţessum efnum? Á ekkert ađ horfa til reynslunnar í Skandinavíu, Bretlandi, Hollandi?

Ţetta er ekki skrifađ af óvild gagnvart útlendingum og nýbúum -- ađ ţeim ber ađ hlúa, sem hingađ hafa flutzt (án eyđslusemi ţó) og hjálpa ţeim ađ gerast fullgildir Íslendingar og mćlandi á íslenzka tungu; en ráđherrann ágćti má sannarlega hugsa sig um betur, áđur en hann tekur í skammsýni og umbođsleysi ákvarđanir sem aldrei hafa veriđ bornar undir ţjóđina sem byggir ţetta land.

Jón Valur Jensson. 

PS: Hér er einnig frétt af öđrum anga ţessa máls, í Bandaríkjunum:


mbl.is Sjálfsmorđssprengja vegna kvikmyndar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ekkert réttlćtir svívirđilegar árásir

Tekiđ skal undir međ innanríkisráđherra Frakka, Manuel Valls, sem fordćmdi í dag ađ moska var vanhelguđ í Limoges međ ţví ađ atađ var mannasaur á hurđ moskunnar. Tilbeiđslustađir trúfélaga eiga ađ njóta friđar. Kristnum er sízt greiđi gerđur međ ţví ađ egna múslima til reiđi međ svívirđilegum hćtti.

 • „Árásin er grafalvarleg árás á heiđur múslíma og áfall fyrir alla borgara landsins sem hafa virđingu og umhyggju ađ leiđarljósi,“ segir í yfirlýsingu frá Valls. (Mbl.is.)

Grimmileg árás á bandaríska sendiráđiđ í Líbýu og rćđismannsskrifstofu Bandaríkjanna í Benghazi, ţar sem fjórir einstaklingar voru drepnir, er engin réttlćting ţessara atburđa, en sú árás var sjálf hluti af reiđiöldu međal heittrúađra múslima í Egyptalandi og Líbýu "vegna bandarískrar myndar sem einhverjir múslímar líta á sem móđgun viđ Múhameđ spámann. Framleiđandi myndarinnar, Terry Jones, er helst ţekktur fyrir ađ hafa hótađ ţví fyrir hönd safnađar síns fyrir tveimur árum ađ brenna Kóraninn 11. september, níu árum eftir hryđjuverkaárásirnar á tvíburaturnana." (Mbl.is.)

Stigmögnun fjandsamlegra ađgerđa er sízt ţađ sem Vesturlönd ţurfa á ađ halda og tryggir síđur en svo öryggi kristinna í nábýli viđ múslima. Ţađ merkir samt ekki, ađ Vesturlandamenn eigi ađ sofa á verđinum gagnvart uppivöđslusemi ofsatrúarmanna sem tekiđ hafa sér bústađ međal Evrópumanna og fer fjölgandi langt umfram vöxt frumbyggjaţjóđanna.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Moska vanhelguđ međ mannasaur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Úr ritningartextum dagsins

Hallelúja. Lofa ţú Drottin, sála mín! Hann rekur réttar kúgađra og veitir brauđ hungruđum. Drottinn leysir hina bundnu, Drottinn opnar augu blindra, Drottinn reisir upp niđurbeygđa, Drottinn elskar réttláta. Drottinn varđveitir útlendingana, hann annast ekkjur og föđurlausa, en óguđlega lćtur hann fara villa vegar. Drottinn er konungur ađ eilífu, hann er Guđ ţinn, Zíon, frá kyni til kyns. Hallelúja.

Sálm. 146.1,7-10.


Góđ vörn gegn innflutningi öfgamanna

Harđlínu-islamismi má ekki festa rćtur á Íslandi, ţ.e. öfgakennd múslimatrú. Ágćt vörn í ţví efni er ađ BANNA MEĐ ÖLLU umskurn hér á landi (sbr. ţessa frétt á Mbl.is í gćr) - ţá verđur ţetta land engin útópía wahabíta og annarra múslimskra öfgamanna.

JVJ. 


mbl.is Skýrt bann ţarf viđ umskurđi drengja
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Um bloggiđ

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri fćrslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.11.): 17
 • Sl. sólarhring: 17
 • Sl. viku: 749
 • Frá upphafi: 469973

Annađ

 • Innlit í dag: 15
 • Innlit sl. viku: 671
 • Gestir í dag: 15
 • IP-tölur í dag: 15

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband