Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2013

Óćđri trúarbrögđ sem vanvirđa mannhelgi og réttindi mannsins

Menn skulu ekki fara í grafgötur um ţađ ađ ýmis frumbyggja-trúarbrögđ í Afríku, latnesku Ameríku og Miđ-Austurlöndum hafa veriđ skađrćđisfyrirbćri sem iđkađ hafa mannfórnir og fleira hryllilegt. Vúdúismi ungs manns frá Tógó er af ţessu tagi og frá honum sagt í  frétt á Mbl.is á nýliđnum degi (tengill neđar).

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Nauđgađi til ađ sćra út illa anda
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Fermingarbörn og gefendur bćta međ rúmlega 7 milljóna framlagi úr vatnsskorti Afríkubúa

Fallegt og gefandi var ţađ framtak hjá fermingarbörnum úr 65 sóknum landsins 4.-12. nóv. ađ safna fé til hjálpar fólki ţremur Afríkulöndum: Malaví, Úganda og Eţíópíu, til ađ grafa ţar brunna međ hreinu vatni.

Verkefniđ var á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar, og hafđi starfsfólk kirkjunnar áđur frćtt 2.800 fermingarbörn um vatnsskort og ađrar ađstćđur í ţessum löndum.

 • Fermingarbörn um allt land lögđu á sig ađ ţramma í hús í misjöfnu veđri og buđu landsmönnum ađ setja framlag sitt í merkta bauka Hjálparstarfsins. 7,3 milljónir króna söfnuđust sem er svipađ og áriđ áđur. Fjármunirnir fara í ađ grafa brunna međ hreinu vatni á svćđum ţar sem vatnsskortur er mikill. (Mbl.is.)

Ţakkarvert og göfugt er ţađ ađ safna og gefa fé til ađ hjálpa fátćkum ađ fá heilnćmt vatn. Hafi allt ţetta fólk, ungt sem gamalt, ţökk fyrir.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Fermingarbörn söfnuđu 7,3 milljónum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Stefan Wyszynski: Stafróf krossfara kćrleikans

 

1. Virđiđ alla menn -- Kristur býr í einum og sérhverjum.

   Sýniđ öđrum nćrgćtni -- ţeir eru brćđur okkar og systur.

2. Hugsiđ vel til allra -- hugsiđ ekki illa til neins.

   Reyniđ ađ sjá eitthvađ gott í jafnvel verstu kringumstćđum.

3. Taliđ ávallt vel um ađra -- varpiđ ekki rýrđ á nokkurn mann.

   Bćtiđ allan skađa sem hlotizt hefur af töluđum orđum.

   Egniđ ekki til deilna milli fólks.

4. Taliđ til allra međ tungu kćrleikans.

   Látiđ rödd ykkar ekki ćsast upp. Notiđ ekki blótsyrđi.

   Skaprauniđ engum. Grćtiđ engan.

   Róiđ ađra. Auđsýniđ hlýt hjarta.

5. Fyrirgefiđ öllum allt. Leggiđ ekki fćđ á ađra.

   Veriđ alltaf fyrst til ađ rétta út hönd í sáttaskyni.

6. Geriđ alltaf ţađ sem kemur náunga ykkar vel.

   Geriđ öđrum gott, eins og ţiđ viljiđ ađ ţeir geri ykkur.

   Leiđiđ aldrei hugann ađ ţví hvađ ađrir skulda ykkur, ađeins ţví sem ţiđ skuldiđ ţeim.

7. Veriđ virk í hluttekningu ykkar á ţjáningartíma.

   Veriđ fljót ađ bjóđa huggun, góđ ráđ, ađstođ og vinsemd.

8. Starfiđ samvizkusamlega -- ađrir njóta ávaxtanna af vinnu ykkar, rétt eins og ţiđ njótiđ ávaxtanna af vinnu annarra.

9. Veriđ virk í samfélagi ykkar.

   Veriđ opin fyrir hinum fátćku og sjúku. Deiliđ eigum ykkar međ öđrum.

   Reyniđ ađ sjá ţarfir ţeirra sem nćrri ykkur eru.

10. Biđjiđ fyrir öllum, jafnvel óvinum ykkar.

 

Stefan WyszyĹ„ski.jpg    Stefan Wyszynski (1901-1981) var leiđtogi kaţólsku kirkjunnar í Póllandi og var bćđi andófsmađur gegn hernámi nazista og stjórn kommúnista eftir stríđiđ. Hann var prestvígđur 1924 og lauk framhaldsnámi sínu í kirkjurétti 1929 međ doktorsritgerđ, Réttindi fjölskyldunnar, kirkju og ríkis til skólanna.

Hann beitti sér fyrir verkafólk, og var hans leitađ af nazistum, en leyndist međal andspyrnumanna sem sjúkrahúsprestur ţeirra og gekk ţá undir dulnefninu (nom de guerre) Radwan II. Hann var valinn biskup í Lublin 1946-48 og erkibiskup í Varsjá og Gniezno frá 1948 til 1981. Kardínáli og höfuđbiskup pólsku kirkjunnar var hann frá 1953.

Um ţriggja ára skeiđ, 1953-56, mátti hann sćta fangelsis- og varđhaldsvist af hálfu kommúnista í ofsóknaröldu og fjöldaréttarhöldum ţeirra gegn prestum og leikmönnum.

 • While imprisoned, he observed the brutal torture and mistreatment of the detainees, some highly perverse in nature. (Wikipedia. Sjá nánar Wyszynski, Stefan Cardinal (1984), The Prison Notes of Stefan Cardinal Wyszynski. Harcourt. ISBN 0-15-133466-8.)

Wiszynski var einn samstarfsmanna Karols Wojtyla, erkibiskups í Kraká, síđar Jóhannesar Páls 2. páfa. Stafrófsatriđin hans tíu hér ofar hef ég ţýtt úr ensku, úr blađi prentuđu í Reykjavík, The Catholic Messenger, haustútgáfu 2013.

Jón Valur Jensson. 


Afleiđingar réttlćtis og siđleysis

 • En hann [Jósía, Júdakonungur 640–609 f.Kr.] lagđi stund á rétt og réttlćti, og honum vegnađi ţví vel. Hann rak réttar hinna umkomulausu og snauđu, og allt gekk vel. Er ţađ ekki ađ játa mig? spyr Drottinn.

Hér eru vers úr Spádómsbók Jeremía (22.15b-16), ţar sem hann í fleiri köflum fjallar um siđspillingu Ísraels eftir daga Jósía konungs, dýrkun framandi guđa og barnafórnir til Baals eđa Móloks í Hinnomssonardal, utan Jerúsalem (sjá Jeremía, 19. kafla). Fyrir siđleysiđ eyddi Guđ Júdaríki (587 f.Kr.*) međ ţví ađ "helga eyđendur gegn" ţví (Jer. 22.7), sjálfan Nebúkadnesar Babýloníukonung. Allt ţađ sagđi Jeremía fyrir í kvalafullum spádómum sínum, eftir sínar vitjanir frá Drottni sjálfum.

Ţrátt fyrir náđarútvalningu Ísraels var ţjóđinni og valdsmönnum hennar ekki hlíft í ţetta skipti og oftar – ábyrgđ ţeirra var ţeim mun meiri. Međ sínum hćtti sleppti ţó Guđ aldrei hendi sinni af ţjóđinni, gekk ekki á bak fyrirheiti sínu, ţótt "leifar einar" yrđu eftir. Um ţađ verđur ađ fjalla í öđrum pistli.

Vökum, og gerum hvađ viđ getum til ađ halda aftur af siđleysi í samfélaginu, og verum sérstaklega minnug orđanna í ritningarversunum hér í upphafi.

* Eins og segir í tímatali Biblíunnar 1981, viđ áriđ 587 f.Kr.: "Jerúsalem fellur. Babýloníumenn (Nebúkadnesar) herleiđa flesta íbúa Júda og Jerúsalem til Babýloníu og leggja musteriđ og Jerúsalem í eyđi."

Jón Valur Jensson.


Sóknarfćri Samfylkingar á nýrri öld?

Ekki er ţađ björgulegt hjá ungmennum í Evrópusambandinu ţar sem 7,5 milljónir manns undir 25 ára aldri (23,5%) ganga atvinnulausar. Ţetta er um 25-föld gervöll íslenzka ţjóđin, ađ međtöldum pelabörnum, aldargömlu fólki og eldra.

 • Í verst stöddu löndunum eins og til dćmis Grikklandi, er atvinnuleysi ţessa hóps vel yfir 50%. (Mbl.is – sjá tengil neđar.)

Ţetta eiga kannski ađ vera sóknarfćri Samfylkingar á nýrri öld? Ćtli Árni Páll Árnason yrđi ekki fljótur ađ kippa ţessu í liđinn, ef hann ađeins fengi "sćti viđ bođiđ" í Brussel?

Jón Valur Jensson.


mbl.is 7,5 milljón atvinnulaus ungmenni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Siđspilling í ríkissjónvarpi

Lágkúra Sjónvarpsins í kynlífsmálefnum ofbýđur kristinni og heilbrigđri siđferđisvitund. Ný ţáttaröđ er hafin međ grófri kynlífssýningu fyrir kl. hálftíu á sunnudagskvöldi. Fleiri ţćttir hafa veriđ hneykslanlegir. Brúin hefđi ekki átt ađ vera sýnd á vökutíma barna nýlega, međ sjálfsfróunaratriđi. Og svo er ţađ danski ţátturinn, sem ţó er ađ vísu sýndur eftir miđnćtti, en á ađ heita kennsla í kynlífi, stílađur sérstaklega á unglinga og bođar ţó ýmiss konar siđleysi, en umfram allt ljóta nautnanálgun á kynlíf.

Eins er fariđ, í tilraunar-formi í byrjun, ađ mćla međ fjöl-kynlífi á Rás 2 á morgnana, eins og heyrđist líka í endurtekningu á ţeim ţćtti eftir miđnćttiđ í liđinni viku. Vita megum viđ, ađ verđi engir til ađ mótmćla, verđur ţessu hellt yfir landsmenn í vaxandi mćli af ţessu léttúđuga, grunna dagskrárfólki.

Allt er ţetta innrás siđspillingar á heimili landsmanna og mál ađ linni. Forráđamenn ríkissjónvarps, sem allir borga fyrir međ skylduáskrift (og margir hafa ekki efni á neinu öđru til viđbótar), eiga ađ gćta sóma síns í ţví ađ ţvinga ekki upp á fólk grófum kynlífssenum. Burt međ ţessa ţćtti á vökutíma barna og helzt (flesta ţeirra) međ öllu!

Jón Valur Jensson. 


Löggćzlunni var sćmd ađ ţessu máli

Hér fór vel í lokin, ţ.e.a.s. eins vel og unnt var eftir skelfilega reynslu konu af ofbeldisárás og nauđgun. Lögreglan og rannsóknarmenn eiga miklar ţakkir skildar fyrir vönduđ vinnubrögđ í ţessu máli, ţar sem saklaus áströlsk kona varđ fyrir verstu reynslu lífs síns (sjá fréttartengil hér neđar).

Lagaumhverfi og réttargćzlukerfi ţessara mála reynist hér vera betra en víđa, og fara ţó mörg kćrumál vegna nauđgana í vaskinn af ýmsum ástćđum (t.d. eru sum dregin til baka, jafnvel vegna hótana, ađ ýmsir telja, og önnur ekki talin nćgilega sönnuđ). Okkur er sćmd ađ ţví, ađ viđkomandi kona var ekki svikin hér af löggćzlu- og réttarkerfinu í ofanálag viđ glćpinn sem framinn var gegn henni.

Henni fylgja hér blessunaróskir.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Nauđgađ í helgarferđ til Íslands
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hér ţarf ađ mćla međ mildi og lausn úr prísund

Ţađ hljómar illa, ađ Pussy Riot-konan Nadezhda Tolokonnikova hafi veriđ flutt á gamlar Gulag-slóđir í Síberíu, og eins, ađ hennar nánustu heyra nú ekkert frá henni. Hótanir og illa međferđ í formi vinnuţrćlkunar bar hún vitni um í síđustu bréfaskriftum (sjá fréttartengil neđar), og er ţađ illt mál, ef satt er. Hún hefur nú setiđ af sér tćplega hálfan tveggja ára dóminn, en rússnesk stjórnvöld ćttu ađ gćta ţess, ađ dómurinn yfir ţessum hópi, sem truflađi messuhald međ skralli, öskrum og hringingu stórrar kirkjuklukku, hefur nú ţegar haft sín fráfćlandi áhrif ţar í landi – ţađ dettur engum ţar í hug ađ endurtaka annađ eins.

Nú ćttu rússnesk stjórnvöld ađ flytja ţessa konu aftur í heimaborg sína til ađ mađur hennar og ćttingjar geti heimsótt hana, en hún er nú talin verđa flutt í fanganýlendu nr. 50 í Krasnojarsk í Vestur-Síberíu, meira en 4000 km austan viđ Moskvu, eins og til ađ refsa henni fyrir bréfaskriftir. Stjórnvöld ćttu einnig ađ hugleiđa ađ veita henni lausn úr fangelsi, ţađ myndi bera vott um einhverja mildi af ţeirra hálfu.

Ađ lokum má benda Mbl.is á, ađ hefđ er fyrir ţví ađ beygja rússnesk kvenmannsnöfn í eignarfalli á íslenzku. Viđ tölum t.d. um Önnu Kareninu og Önnu Akhmatovu.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Flutt í fanganýlendu í Síberíu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nýjar reglur frá borgarráđi um samskipti skóla o.fl. viđ trúar- og lífsskođunarfélög

Hér er nokkuđ sem kristnir menn ţurfa ađ kynna sér og fara vel yfir, tiltölulega nýsamţykktar ...

Reglur um samskipti leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila 

Reykjavíkurborgar viđ trúar- og lífsskođunarfélög 

  

 

a) Hlutverk skóla borgarinnar er ađ frćđa nemendur um ólík trúarbrögđ og lífsskođanir samkvćmt gildandi ađalnámskrá og námsefni. Eftir fremsta megni skal forđast ađ nemendur og foreldrar séu settir í ţá ađstöđu ađ ţurfa gera grein fyrir lífsskođunum sínum. 

 

b) Trúar- og lífsskođunarfélög skulu ekki stunda starfsemi sína innan veggja leik- og grunnskóla borgarinnar á skólatíma né heldur á starfstíma frístundaheimila. Ţetta á viđ allar heimsóknir í trúarlegum tilgangi og dreifingu á bođandi efni*. Um almenna kynningu gagnvart foreldrum og börnum á viđurkenndu barna- og ćskulýđsstarfi trúfélaga skal fara líkt og međ kynningu á hliđstćđum frístundatilbođum frjálsra félagasamtaka.  

 

c) Skólastjórnendur grunnskóla geta bođiđ fulltrúum trúar- eđa lífsskođunarhópa ađ heimsćkja kennslustundir í trúarbragđafrćđi/lífsleikni sem liđ í frćđslu um trú og lífsskođanir samkvćmt gildandi ađalnámsskrá og námsefni, og skal heimsóknin ţá fara fram undir handleiđslu kennara og vera innan ramma námsefnisins.  

 

d) Heimsóknir á helgi- og samkomustađi trúar- og lífsskođunarfélaga á skólatíma grunnskóla skulu eiga sér stađ undir handleiđslu kennara sem liđur í frćđslu um trú og lífsskođanir, samkvćmt gildandi lögum og ađalnámskrá. Ţar sem ekki er sérstaklega getiđ um vettvangsheimsóknir leikskólabarna á helgi- og samkomustađi trúar- og lífsskođunarfélaga sem liđ í frćđslu um trú og lífsskođanir í ađalnámskrá leikskóla er eđlilegt ađ miđa fjölda slíkra heimsókna viđ ţađ sem fram kemur í ađalnámskrá grunnskóla til ađ gćta samrćmis milli skólastiga.  

 

e) Ţess verđi gćtt viđ allar heimsóknir til og frá grunnskóla vegna frćđslu um trú og lífsskođanir ađ nemendur fylgist međ en séu ekki ţátttakendur í helgisiđum og athöfnum, og ađ ţćr séu ekki vettvangur fyrir innrćtingu eđa dreifingu á bođandi efni.*  

 

f) Skólayfirvöld beini ţví til trúar- og lífsskođunarfélaga ađ ţau skipuleggi fermingarfrćđslu og barnastarf međ ţađ ađ leiđarljósi ađ ţađ hvorki trufli lögbundiđ skólastarf um skemmri eđa lengri tíma.  

 

g) Ţćr stofnanir borgarinnar sem hafa starfandi áfallaráđ tryggi ađ samráđ verđi haft viđ foreldra/forráđamenn ţeirra sem áfalliđ snertir áđur en fagađilar eru fengnir til stuđnings. Í nćrsamfélagi leik-og grunnskóla getur veriđ um ađ rćđa sérfrćđinga, fulltrúa trúar- eđa lífsskođunarfélaga eđa ađra fagađila. Helgistundir sem tengjast viđbrögđum viđ áfalli skulu ađ öllu jöfnu fara fram utan skólatíma.  

 

h) Sígildir söngvar, dansar, leikir og handíđir sem teljast hluti af gamalgrónum hátíđum og frídögum ţjóđarinnar halda sessi sínum í árstíđabundnum skemmtunum og starfi frístundaheimila, leik- og grunnskóla. Jólasálmar og helgileikir tengdir jólum falla hér undir.  

Til grundvallar ţessum reglum liggur sá vilji ađ tryggja rétt barna til ţátttöku í skólastarfi óháđ ţeirri trúar- og lífsskođun sem ţau alast upp viđ. Upplýst frćđsla um kristna trú, trúarbrögđ heimsins, lífsskođanir, siđfrćđi, heimspeki og íslenska menningu, er mikilvćg í öllu starfi skóla borgarinnar. Trúarleg innrćting og bođun tiltekinna lífsskođana á ţar ekki heima. Ţađ er á hendi foreldra ađ ala börn sín upp í ţeirri trúar- og lífsskođun sem ţeir kjósa. Um ţađ munu starfsmenn Reykjavíkur standa vörđ samkvćmt mannréttindastefnu borgarinnar og ţeim mannréttindasáttmálum sem Ísland hefur undirgengist. 

 

Rísi ágreiningur um túlkun ţessara reglna úrskurđar skóla- og frístundasviđ í ţeim efnum.  

 

*Međ bođandi efni er átt viđ hluti sem gefnir eru eđa notađir sem hluti af trúbođi, ţađ er tákngripir, fjölfölduđ trúar- og lífsskođunarrit, bćkur, hljóđrit, prentmyndir og kvikmyndir

 

Samţykkt í borgarráđi Reykjavíkur 29. ágúst 2013 

 

Og nú vćri fróđlegt ađ sjá umrćđu um ţessi mál. --JVJ.


Um bloggiđ

Kristinn þjóðarflokk?

Höfundur

Kristin stjórnmálasamtök
Kristin stjórnmálasamtök

Málfundafélag Athugasemdir birtast ekki sjálfkrafa né strax og eru því aðeins samþykktar að þær fari ekki langt út fyrir efni blogggreinar, séu orðaðar kurteislega og feli ekki í sér árás á kristna trú og söfnuði né heldur lögbrot eða grófar persónuárásir eða hæpnar fullyrðingar án nafnbirtingar. Áskiljum okkur rétt til að útiloka menn kunna að árásum á kristindóm og kirkju. Og skrifið undir fullu nafni! - Skoðið eftirfarandi neðar í þessum dálki: TENGLAR – Yfirlit fyrri greina. For info. in English on this CHRISTIAN POLITICAL MOVEMENT, see HERE.

Bloggvinir

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri fćrslur

Nýjustu myndir

 • jesus kristur 1301705
 • 13wochen
 • 19d7v3r18h3r1
 • GRHI20UO
 • Pasted Graphic
 • Jón Valur Jensson, maí 2016
 • Steindór Sigursteinsson
 • 1184796 230094733815535 1832625948 n
 • In my office 004
 • ...20zierniete

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.11.): 2
 • Sl. sólarhring: 46
 • Sl. viku: 734
 • Frá upphafi: 469958

Annađ

 • Innlit í dag: 2
 • Innlit sl. viku: 658
 • Gestir í dag: 2
 • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband